Vikan


Vikan - 23.11.1999, Page 26

Vikan - 23.11.1999, Page 26
Ég var blinduð af ást við frumstæðar aðstæður Ég fór í ómskoðun þegar ég var komin tæpar tuttugu vikur á leið og þar brast ég í óstöðvandi grát. „Þetta er allt í lagi vina min," sagði hjúkrunarfræðingurinn í huggandi tón. „Barnið þitt lítur út fyrir að vera fuli- komlega heilbrigt." Við- kvæmni mín var hins vegar byggð á því að faðir barns- ins var víðs fjarri þar sem hann býr hinum megin á hnettinum. Maðurinn sem ég elskaði var búinn að gefa skýrt til kynna að hann vildi ekkert með mig né barnið hafa og ég var í öngum mínum. Ég vildi hafa hann við hlið mér einmitt núna. Þetta var ekki sú staða sem ég hafði ósk- að mér og ég þráði ekkert heitara en að hann tæki sönsum. Mér fannst ég vera ein í heiminum. Ástralskur drauma- prins Fyrir átta mánuðum síðan ákvað ég að taka mér þriggja mánaða leyfi frá störfum og fór til Ástralíu í þeim tilgangi að heimsækja vinafólk mitt sem býr þar. Ég ætlaði síðan að ferðast svolítið um landið upp á eig- in spýtur. Ég fór til Darwin sem er borg rétt utan við óbyggðir norðurhluta Ástr- alíu og dvaldi við gott yfir- læti hjá íslenskri vinkonu minni sem býr þar og er gift Ástrala. Einn daginn fór ég í skipulagt hópferðalag. Við þurftum að leigja okkur litla báta til að sigla um á sem var þarna og það var þá sem ég hitti Mick, en hann rak bátaleiguna. Ég féll sam- stundis fyrir honum. Hann var ber að ofan, sterklegur, kaffibrúnn og í gömlum gallabuxum. Mér fannst hann æðislegur en ég þorði ekki að tala við hann og bjóst alls ekki við að hitta hann aftur. En örlögin gripu í taumana. I vikunni á eftir var mér boðið í partí í Darwin og þar hitti ég Mick aftur, mér til mikillar gleði. Við tókum tal saman og komumst að því að við værum bæði mikil náttúrubörn með mikinn áhuga á umhverfisvernd og ferðalögum í óbyggðum. Seinna um kvöldið bauð hann mér að koma í heim- sókn til sín til Shady Creek nokkrum dögum seinna. Ég tók boði hans með þökkum og sótti hann heim, full eftir- væntingar. Ég dvaldi hjá honum í góðu yfirlæti og hver dagur var ævintýri lík- astur. Ætlunin hafði verið að heimsækja Mick í nokkra daga en það dróst sífellt á langinn að ég færi aftur til vinafólks míns í Darwin. Það voru bara stöku ferðalangar þarna á ferli en að öðru leyti vorum við að mestu ein. Mick var hafsjór af fróðleik um þetta spenn- andi land og hafði staðgóða þekkingu á dýralífinu og gróðrinum í grenndinni. Við fórum saman að veiða í und- urfallegu umhverfi, í langar gönguferðir með fullt af góðu nesti og rauðvíni. Ekk- ert sjónvarp var á staðnum og varla nokkur hræða held- ur svo að við eyddum kvöld- unum í að spjalla saman fram á rauða nótt. Því meira sem ég kynntist Mick, því hrifnari varð ég af honum. Ég var svo uppnumin af þessum manni sem bjó við frumstæðar og rómantískar aðstæður að ég gerði mér ekki grein fyrir því að lífstíll hans var ansi hættulegur. Hann bjó í hálfgerðum kofa sem var bara með einu her- bergi og fyrir gluggum voru einungis net til varnar moskítóflugum. Rafmagn fékk hann úr lítilli rafstöð sem rétt nægði til að halda ísskáp, síma og ljósum gang- andi. Klósett var ekkert á bænum og til að gera þarfir sínar þurfti maður að ganga eitthvert afsíðis og grafa holu! Mér fannst þetta bara spennandi og ævintýralegar kringumstæður því líf okkar var eins og fallegur, óspilltur draumur. Alls kyns skorkvikindi marseruðu inn og út úr kof- anum og það var kannski það eina sem ég átti erfitt með að fást við. Kóngulærn- ar voru risastórar og svo voru slöngur og rottur í næsta nágrenni. Verstar þóttu mér samt moskítóflug- urnar. Eftir á að hyggja þá voru þetta alls ekki fjöl- skylduvænar aðstæður. Þeg- ar ég var búin að vera hjá Mick í mánuð komst ég að því að ég væri barnshafandi og þá neyddist ég til að vakna upp frá draumnum og horfast í augu við raunveru- leikann. Ég kynntist nýrri hlið á honum Augu Micks fylltust af tár- um þegar ég sagði honurn að ég væri ófrísk. Hann gat ekki beðið eftir að segja vin- um sínum og fjölskyldu í næsta bæ fréttirnar. Hann virtist ekki gera sér grein fyrir að það gæti verið vandasamt að búa með ófrískri konu þarna í óbyggðunum, hvað þá með ungbarn. Við ákváðum að fara til læknisins í Darwin sem var kona sem var sjálf nýkomin úr fæðingarorlofi. Ég var viss um að þar sem hún bjó á þessum slóðum þá væri hún mjög meðvituð um þarfir viðkvæms, korna- barns. Við ræddum um hugsanlegar breytingar á kofanum sem gætu gert hann að öruggara og heilsu- samlegra húsnæði og það kom í ljós að við gátum gert margt til að bæta hann. Hins vegar sagðist læknirinn vera hræddur um að moskítóflug- urnar væru umhverfisþáttur sem lítið væri hægt að gera við, en þær væru hættulegar barninu því þær bæru með sér sjúkdóma. Mér fannst samtal okkar 26 Vikan Klósett var ekki á bænum og til að gera þarfir sínar þurfti maður að ganga eitthvert afsiðis og grafa holu! Mér fannst þetta bara spennandi og ævin- týralegar kringumstæður því líf okkar var eins og fallegur, óspilltur draumur

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.