Vikan


Vikan - 23.11.1999, Page 30

Vikan - 23.11.1999, Page 30
Texti: Guðjón Bergmann Nálarstunga álarstunpumeð- fvrirstöönr na nrknflípöiö mp.nna hpilcn prn N 'álarstungumeð- ferð er ein þeirra óhefbundnu meðferða sem viðurkenndar eru af yfir- völdum hér á landi og víðar. Meðferðin felst í því að grönnum nálum er stungið í tiltekna punkta á orkubraut- um líkamans (sjá kort). Val nálarstungupunkta fer eftir sjúkdómsgreiningu sem byggist á púlsmælingu og tungugreiningu, útlitsgrein- ingu og spurningum. Stungupunktarnir hafa áhrif á orkubrautirnar sem hver urn sig hefur tiltekin áhrif á líkamskerfi eða líffæri. Nálunum er stungið í þessa punkta og þær síðan hreyfðar. Við það hverfa fyrirstöður og orkuflæðið örvast. Losa má um staðn- aða orku og stjórna öllu orkuflæðinu. Nálarstunga er notuð til að draga úr sjúk- dómseinkennum en einnig til þess að bæta heilsu og líð- an almennt. Útbreidd Nálarstunga er eitt út- breiddasta og vinsælasta af- brigði óhefðbundinna lækn- inga. I Kína eru rúmlega 500.000 sérfræðingar í nál- arstungu, rúmlega 50.000 í Japan, yfir 6.000 í Banda- ríkjunum og um það bil 10.000 í Evrópu. Nálarstungu er beitt til að lækna algenga kvilla, fyrir- byggja sjúkdóma, bæta al- stjoniunnr■ niii)\liii) menna heilsu. Þær eru einnig notaðar við deyfingar og svæfingar og við vissum sjúkdómseinkennum á með- göngu og við fæðingar. í eyra Nálarstungupunkta á ytra eyra má nota við lækningar til þess að draga úr sársauka og einnig til þess að auka áhrif deyfingar eða svæfing- ar. Aðferðin er meira en 1000 ára gömul en hefur verið þróuð frekar í Frakk- landi og Kína á síðari árum. Punktarnir á eyranu eru fundnir með því að þrýsta á það með mjórri en bitlausri nál eða með því að beita raf- eindanemum sem finna punkta þar sem viðnám gegn rafmagni er lítið. Slíkir punktar eru síðan örvaðir, annað hvort með rafstraumi eða litlum nálum. Nútímanálarstunga Nálarstungumeðferð barst til Bretlands í lok 18. aldar og læknar tóku henni vel í fyrstu. En sökum framfara vísindalegra aðferða varð nálarstungan útundan. Hún þótti gamaldags. í Frakk- landi vaknaði áhugi á nál- arstungu í lok 19. aldar og hefur hún verið viðurkennd sjúkrameðferð þar frá árinu 1928. Á síðasta áratug hafa farið fram ítarlegar rann- sóknir á nálarstungu á Vest- ur- og Austurlöndum. Al- þjóðaheilbrigðismálastofn- unin viðurkennir nálar- stungu sem meðferð við um það bil 100 algengum kvill- um og víða á Vesturlöndum er verið að samþykkja hana sem hluta af heilbrigðiskerf- inu. Á Vesturlöndum, eink- um í Þýskalandi, hefur verið þróaður fjöldi raftækja sem örva stungupunkta og eru tækin sögð mæla af ýtrustu nákvæmni raforkumagnið í hverri orkubraut og finna þannig rétta stungupunkta. Þá hafa verið framleidd tæki til einkanota en þau gera leikmönnum kleift að finna meðferðarpunkta fyrir algenga kvilla og beita á þá rafnálum. Slík tæki lækna ef til vill smákvilla en ef um al- varleg veikindi er að ræða er skynsamlegra að leita til nál- arstungusérfræðinga. 30 Vikan Meðal sjúkdóma sem nálarstunga getur bætt úr: kvillar í öndunarfærum liðbólga og gigt höfuðverkur og mígreni svefnleysi og bakverkir sýkingar í þvagrás óreglulegar tíðir ennisholubólgur eyrnasuð augnkvillar ofnæmi meltingartruflanir hjartsláttaróregla og kvíði andleg og tilfinningaleg vandamál morgunógleði og hríða- verkir barnasjúkdómar Stuðst við upplýsingar úr Heilsubók fjölskyldunnar / Vaka-Helgafell

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.