Vikan - 23.11.1999, Page 35
500 g púðursykur
250 g smjörlíki
2egg
500 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. natron
1/2 tsk. engifer
1/4 tsk. negull
1/4 tsk. kanill
Allt hráefnið er sett sam-
an í skál og hnoðað vel. Það
er auðveldara að vinna
smákökurnar ef smjörlíkið
er mjúkt, sérstaklega ef það
er hnoðað í höndunum.
Deigið er síðan mótað í
nokkrar rúllur og kælt í 3-4
klst.
Takið rúllurnar úr kælin-
um og skerið í 1/2 sm þykk-
ar sneiðar sem eru settar á
smurða bökunarplötu eða á
smjörpappír. Kökurnar bak-
ast við 180°C í 8-12 mínútur
(fer eftir ofntegundum og
hvort um blásturofna sé að
ræða).
250 g smjörlíki
225 g sykur
225 g púðursykur
2 egg
475 g hveiti
1 tsk. natron
400 g niðurbrytjað
suðusúkkulaði
Mjúku smjörlíki, sykri,
púðursykri, eggjum, hveiti,
natroni og niðurbrytjuðu
suðusúkkulaði er blandað í
skál og hnoðað vel saman.
Þegar deigið er orðið þétt er
það mótað í rúllur og sett í
kæli í 3-4 klst. Rúllurnar eru
teknar úr kæli og skornar í
1/2 sm þykkar sneiðar sem
er komið fyrir á smjörpappír
eða á smurða bökunarplötu.
Gætið þess að raða þeim
ekki of þétt því þá vilja þær
festast saman. Bakist við
180°C í 8-12 mínútur.
Vikan 35