Vikan


Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 44

Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 44
 Markgreifinn starði reiði- lega á hana. Það voru að minnsta kosti þrjár villur í bréfinu sem þú skrifaðir fyr- ir mig í gær ... Greifynjan greip fram í fyrir honum. Lionel, sendi- boðinn bíður eftir svari. Þú ættir að lesa bréfið. Það er óþolandi að fá ekki einu sinni að borða í friði, sagði hann reiðilega. Hann tók upp bréfið sem var með skjaldarmerki Strathvegons fjölskyldunnar. Hann fékk sér kaffi og byrj- aði að lesa. Ég hef nú aldrei vitað annað eins, sagði hann öskureiður. Greifynjan horfði kvíðin á hann spurði: Hvað er að, Lionel? Frá hverjum er bréfið? Það er frá Elizabeth Strat- hvegon, svaraði markgreif- inn. Og að mínu mati er þetta bölvaða bréf hreint út sagt óforskammað. Með allri virðingu fyrir þér, Lionel, þá kæri ég mig ekki um að þú talir svona þegar stúlkurnar eru við- staddar, sagði hún reiðilega. Hvað er svona óforskamm- að? Hvað skrifar Elizabeth? Vinkona þín, sagði mark- greifinn og lagði áherslu á vinkona, býður Söru að fara með sér til Skotlands á morgun til þess að bjarga mannorði sonar síns. Hann m h a l d s s í HÁLONDUNUM er í óþægilegri klípu og ég vona svo sannarlega að hann sé fastur í henni. Um hvað ert þú að tala? spurði kona hans. Hvers vegna ætti Elizabeth að bjóða Söru til Skotlands á miðjum samkvæmistíman- um. Ég trúi því ekki að greifynjan ætlist til þess að ég taki þátt í þessum skrípa- leik! sagði markgreifinn reiðilega. Já, en Lionel, sagði kona hans. Ég skil hvorki upp né niður. Ég skil þetta aftur á móti mæta vel, sagði markgreif- inn. Eins og allir vita hefur Strathvegon gert sig að fífli með því að elta Hermione Wallington með grasið í skónum. Það er honum að kenna að karlarnir í klúbb- unum bera ekki virðingu fyrir henni frekar en hún væri götudrós! Kona hans fórnaði hönd- um. Að þú skulir ekki skammast þín að tala svona svo stúlkurnar heyri! Ég geri ráð fyrir því að þær hafi augu í höfðinu, sagði markgreifinn. Aðeins blindur maður kemst hjá því að sjá hefðarkvensniftirnar sem spóka sig í Hyde Park eins og þær séu guðlegar verur en eru svo ekkert betri en vændiskonur. Kona hans andvarpaði. Hún vissi að það þýddi ekk- ert að ræða við hann þegar svona lá á honum. Lady Sara lét það ekki á sig fá. Hún spurði pabba sinn: Varst þú að segja að her- togaynjan væri að bjóða mér til Skotlands, pabbi? Ég vil mjög gjarnan fá að sjá Strathvegon höll. Ég hef heyrt að hún sé alveg sér- staklega falleg. Hún býður þér til Skot- lands, sagði markgreifinn, til þess að þú getir trúlofast þessum óuppalda, ófor- skammaða syni hennar og bjargað honum undan rétt- látri reiði jarlsins af Wall- ington. Og það vill svo til að jarlinn er einn af vinum mínum! Áður er lady Sara gat sagt meira, sló markgreifinn hnefanum í borðið. Ég vil ekki hafa það að dóttir mín giftist Strath- vegon, sagði hann. Ég tel það móðgun að einhverjum láti sér detta það í hug. Hann hefur nú ekki beðið hennar ennþá, sagði kona hans. Henni hefur bara ver- ið boðið til Skotlands. Hvers vegna heldur þú að hertogaynjan hafi boðið henni? spurði maður hennar reiðilega. Auðvitað til þess að bjarga skinni sonar henn- ar. Hún ætlar að koma hon- um upp að altarinu með fyrstu konunni sem er svo heimsk að átta sig ekki á því hvers vegna honum liggur svo mikið á að giftast. Hann sló aftur í borðið og bætti við: Ég vil frekar sjá á eftir dóttur minni í gröfina en vita hana gifta þessum óþokka! Ekki æsa þig svona upp, Lionel, sagði greifynjan biðjandi. Sara hefur ekki nokkur tök á því að fara til Skotlands á morgun, jafnvel þótt hún vildi. Þú hlýtur að muna að við höfum boðið til veislu á morgun. Eiginmaður hennar þagði og hún hélt áfram: Svo er dansleikur hjá greifynjunni af Bedford á laugardaginn og við erum búin að lofa því að borða hádegisverð með spænska sendiherranum á sunnudaginn. Hún þagnaði til þess að draga andann. Þar fyrir utan er hitt og þetta sem ég get ómögulega afþakkað á síðustu stundu. Það leyfi ég heldur ekki, svaraði markgreifinn. Og ég er ennþá þeirrar skoðunar að það sé óforskammað af greifynjunni að álíta mig svo heimskan að ég átti mig ekki á því hvað hér liggur að baki. Það er engin ástæða til þess að segja henni það, sagði kona hans rólega. Þú skalt bara skrifa henni og af- þakka boðið. Viltu kannski frekar að Yseulta geri það fyrir þig? Hún getur gert það, svar- aði hann fýlulega. Þótt ég sé viss um að henni takist að klúðra því eins og öllu öðru. Yseulta vissi vel að orð hans voru óréttlátt, en hún var orðin vön gagnrýni frænda síns. Hún stóð á fætur. Sólin skein inn um gluggann og lýsti upp ljóst hárið sem inn- rammaði fíngert andlit hennar. í flestra augum var Yseulta fögur. En fegurð hennar fór í taugarnar á markgreifanum og hatrið leyndi sér ekki í augum 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.