Vikan


Vikan - 23.11.1999, Síða 47

Vikan - 23.11.1999, Síða 47
Eftir Barböru Cartland. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. þau jarðarber í garðinum, sigldu á Avonflóanum og fundu sér ýmislegt til gam- ans. Yseulta var yndislegt barn og móðir hennar hafði valið sérkennilegt, keltneskt nafn hennar. Móðir Yseultu dó þegar hún var fimmtán ára. Yseulta var þá þegar orðin bráðfalleg. En jafnvel hún gat ekki huggað föður sinn í sorginni yfir konu- missinum. Hann hafði ekki aðeins elskað Iona, hún hafði verið hluti af honum og hann var ekkert án henn- ar. Hann gat ekki hugsað sér að búa lengur í litla húsinu og fór til Lundúna til þess að reyna að gleyma sorgum sínum. Það varð honum ör- lagaríkt. I borginni átti hann vini frá sínum yngri árum. Þeir voru allir ríkari en hann og hann uppgötvaði fljót- lega að hann hafði eytt hverjum einasta eyri sem hann átti og skudir hans juk- ust dag frá degi þar til þær urðu óyfirstíganlegar. Ein- hvern veginn tókst honum að skrapa saman nægilegu fé til þess að kaupa tvo gæð- inga. Annar þeirra, St. Vincent, vann nokkur hlaup á veðreiðunum. En pening- arnir sem hann græddi voru aðeins dropi í hafið miðað við það sem hann eyddi. Stuttu fyrir veðreiðarnar í Epsom kom lánardrottinn hans með háa fjárkröfu og hótaði honum fangelsi ef hann ekki borgaði. Hvað get ég gert, Yseulta? spurði hann dóttur sína. Eg veit það ekki, pabbi, svaraði hún. Jafnvel þótt St.Vincent ynni hlaupið duga verðlaun- in ekki til þess að borga nema lítinn hluta skuldanna. Eg veit það, sagði lávarð- urinn örvinglaður. Vandamálið er, sagði Yseulta, að St.Vincent er líklegur til þess að vinna þannig að hlutfallið milli vinningsins og veðfjárins er ekki mikið. Það þýðir að það borgar sig ekki að veðja á hann. Hún elskaði pabba sinn og lagði stolt sitt í það að vita allt um veðmálin. Hún vissi að hann myndi aldrei veðja á eigin hest. En til allrar óhamingju kviknaði hjá honum hugmynd við þessi orð hennar. Hinn gæð- ingurinn sem hann hafði keypt hét Dark Cloud og var undan sömu hryssunni. Gæðingarnir tveir voru nauðalíkir, nema St.Vincent var með hvíta stjörnu á enn- inu. í einu hlaupanna máttu eigendurnir sjálfir sitja sína eigin hesta. Lávarðurinn hafði tilkynnt að hann myndi ríða St. Vincent, en á síðastu stundu skipti hann um hest. Enginn þeirra sem gætti hestanna hafði minnstu hugmynd um skipt- in sem voru örvæntingarfull tilraun til þess að bjarga fjárhag lávarðarins. Hann hafði málað hvíta stjörnu á enni Dark Cloud og málað yfir stjörnuna á enni hins hestsins. Þegar hlaupið var hálfnað var óþekktur hestur allt í einu í fararbroddi, og það barst undrunarkliður um áhorfendapallana þegar Dark Cloud kom fyrstur í mark. Lávarðurinn tók brosandi á móti hamingjuóskunum. Allir voru undrandi á úrslit- unum. En svo gerðist hið hræðilega. Kona nokkur sem lávarðurinn þekkti vel sagði allt í einu bálreið: Sjáðu hvað hesturinn þinn er búinn að gera við nýju hanskana mína! Hún tók af sér hvítu skinnhanskana og allir gátu séð brúnu málningarblett- ina. Eftir uppnámið sem upp- hófst uppgötvuðu menn skyndilega að lávarðurinn var horfinn þótt enginn hefði séð hann fara. Hann fannst látinn í íbúð sinni seinna um kvöldið. Hann hafði skotið sig í höfuðið og dáið samstundis. Yseulta sem nú var munaðarlaus og eignalaus var miður sín þeg- ar frændi hennar kom til Worcesterhire. Faðir þinn hefur sett ljót- an blett á fjölskylduna, sagði hann. Eg skammast mín fyr- ir að hafa átt bróður sem var bæði svindlari og glæpamað- ur! Þar sem þú hefur ekki í nein hús að venda og ert of gömul til þess að vera send á munaðarleysingjahæli neyð- ist ég til þess að skjóta skjólshúsi yfir þig. En ég fyr- irlít þig, vegna þess að þú ert dóttir manns sem sveik mig! Hann fór með Yseultu í hús Cordefjölskyldunnar í Berkshire. Þar var komið fram við hana eins og synda- sel og henni var ekki gefinn kostur á því að gleyma synd- um föður síns. Hún var þræll Söru frænku sinnar og einkaritari frænda síns. Hann hafði reyndar ritara, en þegar hann vildi gera lít- ið úr henni heimtaði hann að hún tæki að sér hluta bréfaskrifta hans. Hann neitaði að kaupa handa henni föt og hún gekk í svörtu kjólunum sem hún hafði keypt þegar móðir hennar dó, þar til þeir voru gatslitnir. Ekki fyrr en þá keypti greifynjan nýjan kjól. Hún valdi alltaf annan svart- an kjól til þess að frændi hennar uppgötvaði ekki að hann væri nýr. Yseulta reyndi að láta lítið fyrir sér fara, dró sig í hlé þegar fjölskyldan fékk gesti og var aldrei með fjölskyld- unni nema þegar þau voru ein. Stundum hugsaði hún með sér að hún væri búin að missa vitið ef ekki væri fyrir bókasafn markgreifans. Hann átti svo margar bækur að hann tók ekki eftir því þegar hún tók nokkrar þeirra til þess að lesa áður en hún fór að sofa. Hann hefði eflaust fundið leið til þess að koma í veg fyrir það. Þjónustufólkið fyrirleit hana eins og þeir fyrirlíta þá sem eru í ónáð hjá húsbændun- um. Þessu lífi hafði hún lifað undanfarin tvö ár. Þegar Sara varð átján ára og fór á dansleiki á hverju kvöldi sá Yseulta ekki annað framundan en ömurleika og vonleysi. Þegar hún kom til baka eftir að hafa talað við sendi- boðann, eins og frændi hennar hafði skipað henni, hugsaði hún dreymin um hversu gaman það væri að geta farið til Skotlands. Móðir hennar hafði svo oft sagt henni frá landinu og Yseulta leitaði alltaf uppi bækur með myndum af heiðunum, fjöllunum og vötnunum. Þegar hún kom inn í vinnuherbergið sá hún að frændi hennar var þegar kominn og hún skalf á bein- unum. Hún vissi, að þar sem hann var í uppnámi eftir lestur bréfsins, yrði hann jafnvel enn harðari í horn að taka en venjulega. Hann myndi án efa slá hana utan undir ef hún gerði honum ekki til hæfis. Vikan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.