Vikan


Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 53

Vikan - 23.11.1999, Blaðsíða 53
Lykillinnað. falfegu han Það virðist sem einstaka konur séu fæddar með fallegt hár og nái að halda Huí glansandi og heilbrigðu allt sitt líf án mikillar fyrirhafnar. Svo eru aðrar sem eru sífellt að beriast við hárið á sér. Það er of liðað eða of slétt, of feitt eða of hurrt. Hinn gullni meðal- vegur er vandfundinn. Mataræöiö getur haft áhrif á hvernig hárið á okkur lítur út. Ef fólk borðar ekki nægilega holian mat, sérstaklega ef þaö fær ekki nóg af E, C, A, og B vítamíni, kemur það niður á hárinu. Líkaminn nýtir fæðuna fyrst og fremst til að halda starfsemi innri líffæranna gangandi en það sem er afgangs fer til að viðhalda húðinni, hárinu og nöglunum. Til að halda hári glansandi og fallegu þarf líkaminn helst að innbyrða 1500-1800 hitaein- ingar á dag og mjög fjölbreytta fæðu. Mikil vatnsdrykkja getur líka komið í veg fyrir að hárið þorni. Hárþvotturinn skiptir miklu máli. Varist að nota of heitt vatn og alls ekki of mikið af sjampói. Það er misjafnt hve oft fólk þvær sér um hárið en þeir sem þvo sér daglega með sjamþói verða þess fljótt varir að það fitnar fljótt. Það er ágætt að minnka sjampónotk- unina smám saman, t.d. láta 2- 3 daga líða á milli þess sem sjamþó er notað. Þess á milli er ágætt að skola það úr volgu vatni, helst köldu. Sýrustig sjampós skiptir líka miklu máli og þeim mun lægra sýrustig, því betra. Þeir sem eru með litað hár eða permanent þurfa að gæta þess að hárið ofþorni ekki og mælt er með því að þeir noti hárnær- ingu. Djúpnæringu er ágætt að nota einu sinni í mánuði en hún er próteinríkari en hefð- bundin hárnæring. Hamingjusamir morgunhanar Stuðboltarnir og morgunhanarnir eru að öllu jöfnu hamingjusamari en nattuglurnar. Þetta var niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vegum Háskólans í lowa. Rannsóknin var gerð á 215 einstaklingum, konum og körlum og þar kom berlega í Ijós að þeir sem væru alltaf hressir og kátir á morgnana væru ham- ingjusamari einstaklingar en hinir sem sofa framúr. David Watson, sálfræðingurinn sem stjórnaði rann- sókninni, benti á að þeir sem vöknuðu snemma hefðu meiri reglu á svefni sínum, færu fyrr að sofa sem gerði fólk skapbetra. Nú ættu allir fýlupúkarnir að drífa sig snemma í háttinn og sjá hvað gerist!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.