Vikan


Vikan - 23.11.1999, Page 56

Vikan - 23.11.1999, Page 56
Besta vinkona mín stundaði símasex Æskuvinkona mín, sem við skulum kalia Önnu, hafði alltaf verið full- komin í mínum augum. Hún gerði alltaf allt rétt, alveg sama hvenær og hvar ég greip niður. Einn daginn hrundi spilaborgin hennar. Maðurinn yffir- gaf hana og hún fór að stunda kaffihús og skemmtistaði af mikl- um krafti. Mér varð allri lokið þegar ég komst að því að hún væri farin að framfleyta sér með því að stunda símasex. ið höfðum alltaf verið samstíga í líf- inu, sátum saman í barnaskóla, gengum í sama menntaskólann og eignuð- umst fyrsta kærastann á sama tíma. Samband okkar var mjög náið. Lífið hefur gengið upp og ofan hjá mér en Anna virtist alltaf ná að feta beinu brautina. Við erum báðar rúmlega þrítug- ar í dag. Eg á misheppnaða sambúð að baki og eitt barn. Þrátt fyrir þá lífsreynslu er ég sátt við allt og alla, er ánægð í vinnunni og á góðan vin sem gæti orðið eitthvað meira en vinur í framtíðinni. Anna hafði átt sama mann- inn frá því hún var sextán ára og tvö falleg börn. Hún er stórglæsileg með dæmi- gert fyrirsætuútlit. Hún var lifandi ímynd hinnar full- komnu eiginkonu og hús- móður sem bakaði, saumaði og eldaði frábæran mat. Maðurinn hennar var kom- inn í áhrifastöðu hjá fram- sæknu fyrirtæki og þau virt- ust hafa það mjög gott fjár- hagslega. Anna var dugleg að láta á því bera að þau væru samhent fjölskylda. Hún naut þess að segja frá því hversu mikla ábyrgð maðurinn hennar þyrfti að axla í vinnunni og hversu góð laun hann fengi. Hún var h'ka mjög góður vinur og velti mér aldrei upp úr því að ég hefði það ekki eins gott fjárhagslega, þvert á móti. Hún gaf mér alltaf veglegustu afmælisgjafirnar og birtist óvænt með fallega hlutinn úr blómabúðinni sem ég hafði hrósað degin- um áður. Barnið mitt tilbað hana því hún var alltaf boð- in og búin að gæta þess ef ég ætlaði út. í rauninni má segja að samband okkar hafi verið eins og systrasamband. Við vorum báðar einbirni úr brotnum fjölskyldum sem við gátum ekki leitað mikið til. Ein og yfirgefin Einn daginn hringdi hún í mig og greinilegt að hún var í miklu uppnámi. Eg þaut til hennar og þar sat hún út- grátin og húsið á tjá og tundri. Á milli ekkasoganna gat hún stunið því upp að maðurinn hennar væri búinn að halda framhjá henni í þrjú ár og ætlaði núna að flytja til viðhaldsins. Hann hefði komið heim í hádeg- inu og skýrt henni frá þessu. Ég sat hjá henni allan dag- inn og við ræddum málin. Ég reyndi að styðja hana eins vel og ég hugsanlega gat. Hún flutti inn til mín með börnin á meðan átökin voru sem hörðust á milli þeirra hjónanna. Stóra, fal- lega einbýlishúsið var selt og hún keypti sér litla blokkar- íbúð. Við uppgjörið kom í ljós að fjárhagurinn var ekki eins glæsilegur og hann leit út fyrir að vera. Mikið af lánum hvíldi á eignum þeirra og peningarnir sem áttu að liggja í bunkum inn á bankabókum voru horfnir. Við tóku erfiðir tímar. Anna átti mjög erfitt með að sætta sig við orðinn hlut. Hún fór aftur að vinna hjá fyrirtæk- inu sem hún starfaði hjá áður en hún eignaðist elsta barnið sitt. Fyrrverandi at- vinnurekandi hennar bauð henni að koma til baka en hún gat ekki fengið gamla starfið sitt. Anna bjó hjá mér tvo mánuði. Við áttum margar góðar stundir og börnin okkar skemmtu sér konunglega að fá að vera svona mikið saman. Þau voru mörg kvöldin sem við eyddum í spjall og ég var að vona að lífið færi að lagast hjá þessari yndislegu vin- konu minni. Sjálfsímynd hennar var hins vegar í rúst og hún gat ekki horft fram á veginn. Eftir að hún flutti frá mér fannst mér hún breytast smám saman gagnvart mér. Hún hætti að hringja og virtist alltaf vera upptekin. Ég var að vona að það væri annar karlmaður í spilinu sem hún væri ekki tilbúin að kynna mig fyrir. Ég átti enga ósk heitari en að besta vinkona mín fyndi hamingjuna á nýjan leik. Ég fann þó að hún var ekki hamingjusöm og því reyndi ég allt sem ég gat til að draga hana út á meðal fólks. Ég fékk alltaf sama svarið: „Mig langar ekki að hitta fólkið sem smjattar á kjafta- sögum um mig." Þetta fjarlægðartímabil stóð yfir í u.þ.b. átta vikur. Þá hringdi ég í hana og bað hana að koma til mín, við þyrftum að ræða málin. Hún vékst undan því en ég ákvað að fara til hennar. Þegar ég kom að blokkinni sá ég bíl hennar hverfa í burtu. Nokkrum dögum síðar birt- ist ég óvænt heima hjá henni. Manneskjan sem kom til dyra var óþekkjan- leg. Hún leit hræðilega út, var náföl með bauga undir augunum og grindhoruð. Henni brá jafn mikið og mér og vissi ekkert hvernig hún ætti að bregðast við þessari óvæntu heimsókn. 56 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.