Vikan


Vikan - 30.11.1999, Page 7

Vikan - 30.11.1999, Page 7
Gaman að alast upp í Bombay Pað var gaman að alast upp í Bombay. Chix átti mikið af vinum og naut lífsins. Hún hefur alltaf átt sér eldri vini og heldur því fram að hún hafi þroskast hraðar en jafnaldr- arnir - hver svo sem ástæðan sé fyrir því. Chix talar að sjálf- sögðu hindi auk enskunnar sem hún segir vera sitt fyrsta mál þar sem hún talaði hana að mestu leyti fram að 6 ára aldri. Hún var fljót að ná tök- um á hindi eftir að hún kom aftur til Bombay enda var hún enn nógu ung til að meðtaka „nýtt" tungumál án nokkurrar fyrirhafnar. Hún hlær og segir að það sé ekki jafn auðvelt að læra íslenskuna en hún sé í ís- lensku fyrir útlendinga í Námsflokkunum. Námið gangi frekar hægt svo vægt sé til orða tekið! I ágústlok kom Chix hingað ásamt móður sinni og fóstur- föður, sem er franskur og vinnur í franska sendiráðinu. Ætlunin er að vera hér í þrjú til fjögur ár. Mamma hennar er, eins og áður segir, blaða- maður. Hún fór í blaða- mennsku fyrir einskæra tilvilj- un fyrir um 20 árum og hefur síðan unnið á mörgum blöð- um í Bombay. Hún settist reyndar í helgan stein fyrir stuttu en þá var hún ritstjóri tímarits í Bombay og vildi hætta á „toppnum". „Mamma átti mjög erfitt uppdráttar í blaðamennskunni á Indlandi vegna þess að hún er kona og einmitt þess vegna er svo frábært að geta státað af því að hún var ein af aðeins þremur kvenritstjórum á Ind- landi,” segir Chix með stolti og brosir um leið. Vill mynda villt dýr í Afríku I haust hóf Chix nám í ensku við Háskóla íslands en hana langar til að vinna sem ljósmyndari og jafnvel kvik- myndagagnrýnandi í framtíð- inni. Draumurinn er að vinna fyrir National Geographic og fara meðal annars til Afríku og taka myndir af villtum dýr- um. En samkeppnin er mikil í ljósmyndun og blaðamennsku og því ákvað hún að taka fyrst BA próf í ensku. Þegar ég spyr hana hvernig menntunin sé á Indlandi er hún fljót til svars og segir hana ansi lélega. Mjög oft séu kenn- ararnir í verkfalli vegna lé- legra launa. Skólakerfið bygg- ist upp á tíu árum í barna- skóla, tveimur árum í eins konar menntaskóla og svo þremur árum í háskóla. Þó svo að þrjú síðustu árin séu á há- skólastigi dugi alls ekki að ljúka einungis slíku námi. Kennslan sé léleg og sam- keppnin hörð á vinnumarkað- inum svo betra sé að hafa meiri menntun en minni. Þó svo að nokkra góða skóla sé að finna á Indiandi sé það að- allega kennslan sem sé léleg. Chix kláraði tvö ár af þremur í háskóla í Bombay. Henni var þó ráðlagt í Háskólanum hér að byrja á byrjuninni vegna þess hve léleg mennt- unin væri á Indlandi. Hún segir að almennt sé ekki mikill áhugi meðal ungs fólks að mennta sig og ennþá sé sá hugsunarháttur ríkj- andi hjá ungum stúlk- um að best sé að giftast ríkum manni, eignast fínt hús, helst fjóra bíla, þrjú börn og mikið af skartgripum. Konur eigi ekki að vinna úti heldur einungis að hugsa um fjölskylduna. Pessi hugsunarháttur er hægt og hægt að hverfa en þó mjög algengur enn. „Ég þoli ekki þennan hugsunarhátt. Mig langar til að eiga minn starfsframa, gera það sem mig langar til þeg- ar mig langar til þess. Mér finnst sorglegt að hugsa til þess að ég á vinkonur sem giftust um tvítugt, þessum svo- kallaða fyrirmyndarmanni, og eiga ekki eftir að njóta þess að vinna úti og vera sjálfstæðir einstaklingar." Fámennið þægilegt og fólkið skemmtilegt Chix á ekki erfitt með að svara hinni sígildu spurningu um hvernig henni líki ísland. Hún dýrkar landið. Henni finnst veðrið til dæmis alveg frábært. Hún er ekki mikið fyrir hitann á Indlandi og fór ekki út fyrir hússins dyr í Bombay án þess að fara beint í loftkældan bílinn sinn. Hún segist verða alveg brjáluð í skapinu í hita og þess vegna sé íslensk veðrátta á réttri bylgjulengd fyrir hana. Chix finnst einnig mikill munur að fólk sé svo fátt á íslandi. „Það er „lúxus" að þurfa ekki að horfa upp á endalaust mann- haf streyma eftir götunum." Þetta afslappaða þjóðfélag, sem okkur íslendingum finnst Cliix i Sareé, inclver húningi, sem koniir allega við liátíðleg t alveg nógu stressandi, er ynd- islegt að hennar mati. -Hvernig finnst þér Islend- ingar? „Pað kom mér á óvart hve fljót ég var að eignast hér vini. Ég var búin að ímynda mér að íslendingarnir væru svo lokað- ir að ég ætti eftir að eiga í miklum vandræðum með að kynnast fólki. Ég er hins vegar svo heppin að á þessum stutta tíma, sem ég er búin að vera hér, hefur ekki liðið ein ein- asta helgi sem ég hef orðið að sitja ein heima. Og þó svo að ég sé ekki búin að vera hér lengi þá finnst mér ég hafa Vikan 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.