Vikan


Vikan - 30.11.1999, Síða 14

Vikan - 30.11.1999, Síða 14
Hildur og Steinþór búa ásamt þrem- ur dætrum sínum í reisulegu himinbláu húsi við Brimnesveginn á Flateyri. Hildur er fædd og uppalin í Reykjavík og bjó í Stokk- hólmi áður en hún flutti til Flateyrar. En hvernig vildi það til að borgarstúlkan flutti vestur á firði? „Ég fór í líffræði í háskól- anum fljótlega eftir stúd- entspróf og síðan í fram- haldsnám til Svíþjóðar og var þar í fjögur ár. En ég hef lengi verið tengd Vestfjörð- um því móðir mín er búin að búa á Mýrum í Dýrafirði síðan 1983. Það stóð samt aldrei til að ég flytti hingað en sumarið '92 tóku örlögin í taumana. Þá var ég í fríi á Mýrum og brá mér á kór- tónleika. Steinþór söng ein- söng með kórnum og það er skemmst frá því að segja að mér leist svo vel á hann að ég fór á alla tónleika kórsins sem haldnir voru á meðan á fríinu stóð! Við skrifuðumst á það sumar og um haustið urðu straumhvörf í sam- bandinu en þá dreif Stein- þór sig í heimsókn til mín. Það var dálítið óvænt því að hann var í sumarleyfisferð í Portúgal þar sem hann nán- IÞað fyrsta sem Iflestum dettur í liug Uegar minnst er á Vestfirði er Isnjofloðin, fisk- vinnsla, fólks- nlótti eða kannski göngin frægu á milli Flateyrar, Suðureyrar og ísafjarðar. Fáum kæmi til hugar að Itengja Vestfirði við austur- lenska lúxus- sveppi, en ný- lega hófu Hild- ur Halldórs- dóttir og Stein- öór Bjarni Kristjánsson ræktun shiíta- kesveppa í Ön- undarfirði, skammt innan kiið Flateyri. Hildur er „að Isunnan" en starfar nú á Ifullu við svepparæktina lyrir vestan. 14 Vikan ast stakk af, sleppti síðustu vikunni, flaug til Stokk- hólms og dvaldi hjá mér í sex daga. Þá var ekki aftur snúið þannig að þegar ég kom heim í jólafrí ákváðum við að gifta okkur. Hann heimsótti mig um páskana og 8. júní kom ég heim með brúðarkjólinn í farangrin- um. Við giftum okkur svo í litlu kirkjunni á Mýrum rúmri viku síðar." Menning utan höfuðborgarinnar Hildur hefur orðið vör við fordóma landsmanna gagn- vart Vestfjörðum og hún segir að það hafi komið flatt upp á ættingja sína og vini að hún skyldi flytja úr stór- borginni og setjast að í þorpi. „Sumir voru einfaldlega mjög hneykslaðir á mér og skildu ekki hvernig ég gat hugsað mér að grafa mig þarna norður í þessu rass- gati. Margir hafa samt skipt um skoðun, fólk sér að mér líður ljómandi vel hérna og skilur þetta þá betur. Ann- ars er ég búin að búa hérna í sex ár og er hætt að nenna að réttlæta búsetu mína. Þetta er mitt val og ef fólk getur ekki sætt sig við það þá er ekkert við því að gera." Hún segir að menningin sé síst minni á Vestfjörðum en í Reykjavík og á erfitt með að skilja af hverju svo margir geta ekki hugsað sér að búa utan höfuðborgar- svæðisins. Hildur tekur virk- an þátt í menningarlífinu

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.