Vikan - 30.11.1999, Page 15
fyrir vestan, auk þess sem
hún situr í bæjarstjórn ísa-
fjarðarbæjar.
„Auðvitað er meira að
gerast í borgunum en samt
er alls ekki hægt að segja að
menningarlífið sé snautt
hérna. A svæðinu eru bæði
gallerí og leikfélög, kórar og
alls konar menningarstarf-
semi. A Isafirði eru mjög oft
tónleikar og svo stofnar
maður bara kvartett ef
manni leiðist! Við hjónin
syngjum alt og bassa í kvar-
tettinum Vestan fjögur, sem
er við það að verða heims-
frægur í ísafjarðarbæ. Hér
er íþróttafélag og margs
konar starfsemi fyrir börn
og skemmtanalífið er svo
fjörugt, bæði í heimahúsum
og á Vagninum sem er
pöbbinn í þorpinu. Það er
nóg að gera fyrir þá sem á
annað borð bera sig eftir
því. Auk þess er nálægðin
við náttúruna einn af helstu
kostunum við þorpslífið.
Mér finnst svo gott að búa á
stað þar sem er svona fallegt
í kring um mig. Náttúran,
hún bara er, og það þarf
ekki annað að fara út í dyr
til að njóta hennar.
Sveppir í sagi
Hildur og Steinþór hafa
lifibrauð sitt af náttúrunni.
Þó shiitakesveppir séu vin-
sæl lúxusvara úti um allan
heim eru þeir lítt þekktir
hér á landi. Glöggir sjón-
varpsáhorfendur minnast þó
kannski þáttar úr framhalds-
myndaflokknum Fyrr og nú,
í ríkissjónvarpinu í fyrravet-
ur, þar sem mikið umstang
var í kringum kaup á hinum
einu sönnu shiitakesvepp-
um. Nú geta íslenskir sæl-
kerar glaðst, því nú eru ís-
lenskir shiitakesveppir
komnir á markaðinn. Hildur
og Steinþór rækta sveppina
á harðviðarsagi en sú aðferð
var þróuð í Japan um miðja
öldina. Shiitakesveppir eru
viðkvæmir í ræktun. Sagið
og annað sem til þarf verður
að vera alveg sótthreinsað
áður en sveppagróunum er
sáð og raka, og hitastig þarf
að vera hárnákvæmt. Fyllsta
hreinlætis er gætt og meira
að segja loftið sem kemur
inn er hreinsað svo að ekk-
ert óæskilegt berist með því.
Hildur segir að shiita-
kesveppurinn sé um margt
ólíkur hvíta matarsveppnum
sem flestir þekkja. Bragðið
er mun meira og þurrefnis-
innihald hans hærra. „Shiita-
kesveppurinn er ekki bara
bragðgóður, hann er líka
bráðhollur og verið er að
skoða heilsusamleg áhrif
hans. Eiginleikar hans hafa
fyrst og fremst verið rann-
sakaðir í Japan en shiitake-
sveppir hafa verið ræktaðir í
Asíu í meira en þúsund ár.
Rannsóknir benda til þess
að neysla þeirra hafi m.a.
góð áhrif á ónæmiskerfið,
geti minnkað kolesteról í
efni sem unnið er úr svepp-
num sem krabbameinslyf.
Svo halda sumir því fram að
sveppurinn sé kynörvandi,
en það er því miður enn
ósannað..."
Tilraunir í frystigámi
Aðspurð segir Hildur að-
draganda framleiðslunnar
hafa verið nokkuð langan.
Sliiitake sveppirnir eru
ræktaðir á Itarðviðarsagi og ■:<
aðferðin var þróuð í Japan cS
uih hiiðja oldinaf j^óirjerii ■
>;■ .. ■...'v4
....ti,'- :
„Þegar ég var tiltölulega
nýflutt hingað stóð ég
frammi fyrir því að finna
mér einhverja atvinnu. Það
hafði lengi blundað í mér að
rækta sveppi en samt var
það Steinþór sem fór að
tala um svepparæktun og þá
á venjulegum hvítum svepp-
um. En þegar við fórum að
kanna þetta nánar rákumst
við á bók um ræktun á sæl-
kera og lækningasveppum
og það var eins konar frels-
un. Við útveguðum okkur
fleiri bækur og höfðum
samband við höfund einnar
þeirra, John Donoghue, sem
gerðist ráðgjafi okkar þegar
við ákváðum að gera rækt-
unartilraun. Hana gerðum
við svo í frystigámi niðri á
sumir segja að þeir seu
kynörvandi,“ segir Hildur.
hafnarbakka. Þrátt fyrir
fremur frumstæðar aðstæður
gekk tilraunin vel og við
seldum allt sem við gátum
framleitt. Við sáum það
strax þá að ef við ætluðum
að fara út í svona ræktun þá
yrðum við að gera það í
stórum stfl. Það er svo ekki
fyrr en núna, fjórum árum
síðar, að draumurinn er orð-
inn að veruleika."
Spjallinu við Hildi lýkur
með gönguferð um Eyrina.
Það er gott veður, sólin skín
og fjöllin skarta sínu feg-
ursta. Það er ekki erfitt að
skilja að borgarbarnið hafi
fundið sinn stað þarna í
þorpinu.
Vikan 15