Vikan


Vikan - 30.11.1999, Page 17

Vikan - 30.11.1999, Page 17
A köflum varð þetta alltof hjartnæmt allt saman enda klökknaði fyrirsætan nánast af allri ■ athyglinni sem hún fékk frá vinnufélögum. Þetta reyndist á við margra mánaða meðferð hjá sál- fræðingi til að losa tilfinn- ingahnúta. Her er brosað af hjart- ans lyst enda fyrirsæt- an óskaplega glöð og fegin eftir skelfinguna á hárgreiðslustofunni. Þangað var mætt snemma morguns og þegar lokkarnir tóku að falla eins og gras undan Ijá tók hjarta módelsins að slá hraðar. Ekki bætti úr skák þegar Eyrún hárgreiðslumeistari birtist með rauöbrúnt gums í skál og fór að smyrja því í hárið. Gráleitur leir með fjólublárrl slikju kom næst og var borinn ofan í hitt gumsið. Þá flugu fyrir hugskot- sjónum fyrirsætunnar hárbrúskar ýmissa prúöuleikara og átti hún helst von á að þannig yrði útkoman þegar upp væri staðið. Þarna er kominn glæsilegur sport- fatnaður sem eins og allt annað var valinn í verslun- inni Hárprýði en þar er hægt að fá falleg föt á konur sem ekki eru framleiddar í nein- um vasaútgáfum. Bogi vildi klæða mig í lit- ríkan fatnað og svolítið frjálslegan. Honum þótti fallegra að flíkurnar féllu laust að líkamanum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.