Vikan - 30.11.1999, Page 21
saman. Það er augljóst að
þarna er eitthvað skemmti-
legt í gangi, 95% líkur á að
hann sé ástfanginn og 10-
15% líkur á að það sé af ein-
hverjum á staðnum.
Er kannski einhver annar
með svipað glott?
áhyggjusvipur og oftar en
ekki er svarað strax.
Ef þú stendur upp og
gengur að borðinu
hans/hennar
slekkur við-
komandi á
skjánum undir
eins og setur
upp geisla-
bauginn.
Halló! Hvað
er í gangi
þarna ?
Nýi reyk-
ingamaður-
inn
Er einhver
nýfarinn að reykja, nýbyrj-
aður í pöbbaklúbbnum eða
farinn að setjast á nýjan stað
í borðsalnum allt í einu?
Lendir sá hinn sami kannski
alltaf við hliðina á vissum
samstarfsmanni sínum fyrir
einhverja undarlega tilvilj-
un? Er nýi reykingamaður-
inn kannski að leita að ein-
hverjum til að „kveikja í"
Tilkynningaskyldan
Stendur einhver alltaf upp
og tilkynnir hátt og skýrt að
hann/hún sé farinn í dag?
Af hverju í ósköpunum?
Er kannski einhver annar
sem stendur alltaf upp 5
mínútum seinna og yfirgefur
staðinn laumulega og stein-
þegjandi?
Sýningarhvötin
Er einhver alltaf að ganga
framhjá útvöldum vinnufé-
laga, nýgreiddur, ilmandi af
rakspíra eða ilmvatni og
óskaplega sexí?
Beygir hún sig kannski
niður við borðið hans svo
brjóstin detta næstum í and-
litið á honum, eða teygir
hann handleggina fram fyrir
hana og strýkur „óvart" yfir
hálsinn, brjóstin eða hand-
leggina á henni? Æ,æ!
Hvernig er hægt að feia
ástarsambandið?
Eftir svona upptalningu
verða margir smeykir og
vilja eflaust vita hvernig þeir
eigi að láta sem
ekkert sé ef þeir
eiga í ástarsam-
bandi á vinnustað
eða ef þeir vilja
bara vera vissir um
að vera ekki hafðir
fyrir rangri sök. Hér
eru ráðin:
hjá sér?
Tætingslegt útlit
Kemur einkaritarinn
nokkuð tætingslegur út úr
skrifstofu yfirmannsins?
Ufið hár, óhepptar skyrtur
og varalitur sem er ekki þar
sem hann á að vera eru líka
ótvíræð merki um að eitt-
hvað alvarlegt sé í gangi.
Það sama má segja þegar
samstarfsmennirnir loka að
sér - og hafa lokað lengi!
Varalitar- og spegilfíkn
Er einhver alltaf að vara-
lita sig, einhver að athuga
hvort bindið sitji rétt eða
bara að glápa sí og æ í speg-
ilinn?
Fyrir hvern er viðkomandi
að punta sig? Jú, hugsanlega
sjálfa/n sig, en varla stóran
hluta vinnudagsins!
Tölvupóstsfíklarnir
Svo eru það þeir sem eru
alltaf að athuga tölvupóst-
inn sinn og þegar ný skila-
boð koma fara þeir undir
eins að skoða. Það færist
bros yfir andlitið, stundum
1. Ekki klæðast alltof sexí
og vera alltaf að punta
þig. Það vekur grun-
semdir. Þeir sem hafa
eitthvað að fela ættu að
minnsta kosti að fela
„veiðigræjurnar" í tösk-
unni þangað til eftir
vinnu.
2. Varastu augngoturnar.
Þær sjá allir í gegnum.
Ekki vera alltaf að
glápa á þann sem þú ert
skotin/n í og ekki
horfast í augu við þann
útvalda lengur en hina
samstarfsmennina.
Vertu eins við alla.
3. Ekki fara ein/n með
viðhaldinu í lyftunni ef
þú hefur eitthvað að
fela. Nálægðin þar er
svo mikil að það getur
ekki orðið annað en
vandræðalegt ef eitt-
hvað óvenjulegt er í
gangi.
4. Talaðu um einhvern
annan en þann sem þú
átt í ástarsambandi við.
Ef þú ert hrædd/ur um
að það sé verið að
spyrða þig við ein-
hvern/einhverja skaltu
búa þér til annað ástar-
samband sem þú segir
frá til að beina athygli
samstarfsmannanna frá
raunveruleikanum.
5. Ef þú ert ástfangin/n af
einhverjum á staðnum
en vilt ekki að aðrir viti
að þið eigið í ástarsam-
bandi er langbest að
reyna ekki að leyna
hrifningunni. Það leynir
sér ekki ef fólk er ást-
fangið. Segðu frekar:
Synd að hann Gunni
(hún Gunna) skuli ekki
vera á lausu. Hvort
maður hefði nú ekki
reynt við hann/hana
annars!
Vikan 21