Vikan


Vikan - 30.11.1999, Side 27

Vikan - 30.11.1999, Side 27
þeim lauk. Eftir það sat hann einn í herberginu sínu. Það fer hrollur um mig þeg- ar ég hugsa um hvernig hon- um hlýtur að hafa liðið. Þegar ég dag nokkurn kom heim úr skólanum stóð sjúkrabíll fyrir utan heima- vistina. Ég kom auga á Ey- vind meðvitundarlausan á sjúkrabörunum og sá á eftir sjúkrabílnum þjóta í burtu með blikkandi sírenur. Brátt var það á allra vör- um að Eyvindur hefði reynt að fremja sjálfsmorð með því að taka inn stóran skammt af svefnlyfjum. Sem betur fer hafði hann hringt í vin sinn áður en það var um seinan. Vinur hans hafði heyrt að ekki var allt með felldu og flýtt sér að hringja á sjúkrabíl. Um kvöldið söfnuðumst við saman í setustofunni og auðvitað var ekki um annað talað. Ennþá vissum við ekki hvort Eyvindur var lífs eða liðinn. Skyndilega fór besta vinkona Mettu að gráta. „Ég get ekki þagað lengur," sagði hún. „Metta skrökvaði og setti þetta allt saman á svið. Hún var svo hrædd um að Andrés segði henni upp ef hann kæmist að því að hún hefði haldið framhjá honum með Eyvindi." Nú snerist dæmið við. Nú var það Metta sem hafði alla á móti sér og stuttu seinna hætti hún í skólanum. Sem betur fer tókst læknunum að bjarga lífi Eyvindar og allir kepptust um að biðja hann fyrirgefningar. Það var ekki auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur hin, að láta sem ekkert hefði gerst. Flestir skömmuðust sín sárlega fyr- ara að þurfa ekki að horfast í augu við samviskubitið. Eyvindur varð aldrei aftur sami gamli, góði æringinn og auðvitað hafði hann ekki mikinn áhuga á að umgang- ast okkur „vini" sína sem öll höfðum brugðist honum. Hann fór aldrei úl að skemmta sér með okkur og smám saman fjaraði vinátta okkar tveggja út. Eyvindur lauk námi um vorið og ég hef aldrei séð hann síðan. Ég hef haldið sambandi við nokkra af gömlu skólafélögunum og fyrir nokkru fékk ég bréf frá einni skólasystur okkar Ey- vindar sem sagðist vera ný- byrjuð að vinna hjá sama Ég hafði skammast mín svo mikið fyrir að hafa ekki staðið við bakið á honum að ég hafði ekki getað horfst í augu við hann. Það getur vel verið að hann vilji ekkert hafa með mig að gera en ég get ekki séð sóma minn í öðru en að hafa samband við hann. Hann á alla vega skilið að vita að enn í dag iðrast ég þess sárlega að hafa svo illi- lega brugðist honum. ir að hafa brugðist Eyvindi og okkur fannst óþægilegt að verða á vegi hans. Sam- viskubitið blossaði upp í hvert sinn sem við mættum honum og það var auðveld- fyrirtæki og hann. „Þetta er hræðilegt," skrifaði hún. „Fyrsta daginn minn í vinn- unni tók kona nokkur mig afsíðis og sagði mér að gæta mín á Eyvindi; hann hefði einu sinni verið ákærður fyr- ir kynferðislega áreitni. Þetta mun fylgja honum allt lífið." Eftir að hafa lesið bréfið ákvað ég að skrifa Eyvindi. Nú vissi ég hvar hann var að finna. Ég vissi líka að ég hafði ekki gert neitt til þess að nálgast hann aftur eftir að hann hafði verið hvít- þveginn af öllum ásökunum. Lesandi segir Þórunni Stefánsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hef- ur haft mikil áhrif á þig, jafn- vei breytt lifi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Heimilisfangið er: Vikun - „Lífsrevnslusaga", Seljavegur 2, 121 Revkjavík, Nelfang: s ikan@froili.is

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.