Vikan


Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 37

Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 37
Texti: Margrét V. Helgadóttir Mynd: Hreinn Hreinsson Það getur verið erfitt að vera kona nú til dags. Kapphlaupið við fegurðarímyndina er strembið en þó má segja að við nútímakonur séum heppn- ar að þvi leyti að stöðug þróun á sér stað til að uppfylla óskir okkar um bætt útlit. Til er fjöldinn allur af aðferðum sem laga alls kyns lýti. Eitt algengasta kvörtunarefni kvenna er blessuð appelsínuhúðin. Um 85% allra kvenna hafa appelsínuhúð einhvers staðar á líkamanum. Helsta ástæðan er sú að fitan undir yfirborði húðarinnar dreifist ójafnt en það veldur því að húðin verð- ur hömruð, líkt og appelsínu- börkur. Margar konur eru gjörsamlega miður sín vegna þessa og telja þetta hið mesta lýti. Undanfarin ár hafa kom- ið fram á sjónarsviðið margs konar pillur og tæki sem eiga að galdra appelsínuhúðina í burtu en reynslan er kannski ekki alltaf í samræmi við gefin loforð. Fyrir nokkrum mánuðum kom nýtt lækningatæki til landsins sem á að geta lagað Sú viðurkenning byggir á vís- indarannsóknum sem hafa sýnt fram á gagnsemi tækisins við meðhöndlun appelsínu- húðar. Meðferðin hefur þau áhrif að fitudreifing verður jafnari. Tækið veldur því að undir húðinni losnar um band- vef sem heldur fitufrumunum í eins konar kúlum undir húð- inni. Með notkun á tækinu eykst einnig blóðstreymi um fituvefinn og jafnframt eykst starfsemi sogæðakerfisins. Vikan í meðferð! Til að láta á það reyna hvort einhver tæki geti dregið úr appelsínuhúð ákváðum við að fylgjast með einni slíkri með- ferð. Við fengum rúmlega þrí- tuga konu sem er með appel- sínuhúð á lærum og rassi til að gangast undir slíka meðferð. Burt með appelsínuhúðina appelsínuhúð. Saga tækisins er merkileg. Lítill drengur brenndist illa og húðin missti teygjanleikann, sérstaklega við liðamót. Faðir hans hann- aði því tæki sem jók á teygjan- leika húðarinnar. I fyrstu var það notað á húð brunasjúk- linga en seinna var farið að prófa það við annars konar húðvandamál. Tækið skapar þrýsting í dýpri lögum húðar- innar um leið og því er nudd- að yfir hana. Til þess að vernda húðina þarf viðkom- andi einstaklingur að klæðast þunnum búningi á meðan á meðferð stendur. Tækið er hið fyrsta sinnar tegundar sem hlýtur viðurkenningu banda- ríska lyfjaeftirlitsins (FDA). Konan er tíu kílóum yfir kjör- þyngd sinni. Til að ná sem bestum árangri þarf að mæta í 16-20 skipti í meðferðina. Ekki er nóg að mæta í tækið, holl hreyfing samhliða með- ferðinni er nauðsynleg. Við- komandi þarf líka að drekka 2-3 lítra af vatni á dag. Eftir að meðferðini lýkur er nauð- synlegt að mæta einu sinni í mánuði til að viðhalda ár- angrinum. Annars sækir í sama horf. Sjálfboðaliðinn okkar mætti á Húðlæknastöðina á Smára- torgi í Kópavogi og fékk allar almennar upplýsingar um áhrif og notkun tækisins. Hingað til landsins voru flutt tvö tæki og fór hitt þeirra í Systrasel. Hjá Húðlæknastöð- inni er valinn maður í hverju rúmi. Sérhæfðir meðferðarað- ilar sjá um almenna notkun tæksins en svo eru húðsjúk- dómalæknar ætíð til taks og hafa yfirumsjón með því. Að sögn þeirra sem stjórna tæk- inu er mjög gott að hafa tækið staðsett á læknastofu því oft koma upp vafaatriði um hvort meðferð sé heppileg. Pað er æskilegt að þeir sem gangast undir slíka meðferð séu heilsuhraustir, ekki er mælt með að barnshafandi konur séu meðhöndlaðar í tækinu. Silklight tækið er ósköp sak- leysislegt í útliti, minnir helst á nútímaryksugu. Sjálfboðalið- inn er klæddur í nælonbúning sem líkist helst risastórum nælonsokki. Sé búningurinn ekki notaður er hætt við að viðkomandi fái marbletti því krafturinn á soginu er mikill. Hvert skipti í meðferðinni tekur um hálfa klukkustund og til að byrja með er mælt með því að mætt sé þrisvar sinnum í viku. Heimsóknun- um fækkar niður í tvær í viku og við lok meðferðarinnar er komið einu sinni viku. Við ætlum að fylgjast með sjálfboðaliðanum okkar og sýnum ykkur myndir af húð hennar, bæði fyrir og eftir 20 skipta meðferð. Það verður fróðlegt að fylgjast með ár- angrinum. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.