Vikan


Vikan - 30.11.1999, Side 49

Vikan - 30.11.1999, Side 49
u Ui Izj 1rjOlí!J\0&J^ kjjif VIÐ ENDA REGNBOGANS Sagt er að við enda regnbogans sé falinn fjársjóður. í hugaVillu, skondinnar og skemmtilegrar, 9 ára stelpu, er fjársjóðurinn í lífi hennar fólginn í því að mömmu hennar batni og að hún geti keypt gjöf sem gleðji hana. Síðast en ekki síst langar hana til að eignast kanínu. Margt skemmtilegt drífur á daga Villu og vina hennar en ekki eru öll uppátæki þeirra vel séð og spurningin er hvortVilla lendir á Óþekktarbarnaheimilinu eða hvort hún kemst að enda regnbogans án þess jafnvel að vita af því sjálf. Þetta er fjórða barnabók Helgu Möller. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir fyrri bækur sínar, enda setur hún sig vel inn í hugarheim persóna sinna og hefur næman skilning á vonum þeirra og viðhorfum. Ólafur Pétursson myndskreytti bókina. LEYNDARMALIÐ I KJALLARANUM Skemmtileg spennusaga um fimm krakka í Reykjavík. Heima hjá einum þeirra er dimmur og dularfullur kjallari sem hefur margt furðulegt að geyma, m.a. grímu sem á eftir að koma við sögu í lokaköflum bókarinnar þegar innbrotsþjófar ráðast inn í húsið og þjarma að krökkunum. En þegar illa horfir kemur heldur betur óvæntur bjargvættur til sögunnar. Fyrsta barnabók Steinunnar Hreinsdóttur, flugfreyju og magisters í norrænum bókmenntum, með myndskreytingum eftir Jóhönnu, tvíburasystur hennar. [f FRÓDI

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.