Vikan


Vikan - 30.11.1999, Page 53

Vikan - 30.11.1999, Page 53
Beinbrotum hefur fjölgað mikið síðasta áratug vegna þess að algengara er nú en áður að fólk þjáist af beinþynningu. Svo langt hefur verið gengið að kalla beinþynningu eitt stærsta heilsufars- vandamál 21. aldarinnar og talið er að kostnaður samfélagsins vegna bein- brota sem orsakast af beinþynningu sé um hálfur milljarður króna árlega. Beinþynning er algengari meðal kvenna en karla og stafar það einkum af þvi að beinin gisna hratt eftir tiða- hvörf þegar estrogen minnkar í likam- anum en estrogen hefur verndandi áhrif á beinagrindina. í könnun Mann- eldisráðs á neysluvenjum íslendinga kemur í Ijós að þrátt fyrir þessa hættu neyta íslenskar konur minna kalks en karlar. Tíundi hver karlmaður fær þre- faldan ráðlagðan dagsskammt af kalki en um fjórðungur kvenna fær minna en ráðlagðan dagsskammt. ‘O ■o (/) k « c 'ö </> k 3 ■O i- 0 O) c 0 </> X fi Beinbynning er kvennamál Konur verða að huga vel að neysluvenjum sínum og lífsvenj- um vilji þær forðast beinþynningu síðar. Beinin þéttast alveg fram á unglingsár en eftir að kynþroska er náð taka þau að gisna og halda því áfram út ævina. Þess vegna er mjög mikii- vægt að tryggja að börn borði nægilegt kalk. Ef hámarksbeinþéttni næst ekki á unglingsárum verður beinþynningar vart mun fyrr á ævi einstak- lingsins og hún verður einnig verri viðureignar. Kannanir á neysluvenj- um hafa sýnt að íslensk börn og unglingsstúlkur skortir D-vítamín í blóðið yfir veturinn og úr þessum skorti verður að bæta. Unglingsstúlk- ur eru einnig oft uppteknar af útliti sínu og þær borða því minna en ella. Það er hættulegt því mikil megurð eykur hættuna á beinþynningu. Sjúklingar sem þjást af átröskunarsjúkdómnum anorexíu verða oft fyrir mikilli beinþynningu strax á unga aldri. Kalk er mikilvægt til að tryggja beinþéttni en járn, fosfór, sink, magn- íum, kopar, flúor, bróm, A-,C- og D-vítamín ekki síður. fslendingar borða yfirleitt fjölbreytt fæði og flestir fá þessi næringarefni í nægilegu magni. Helst er hætta á D-vítamín skorti því það vinnum við m.a. úr sólarljósinu í gegnurn húð. Myrkrið í skammdeginu getur því orðið til þess að D-vítamín skorti yfir veturinn. í lýsi er nægt D-vítamín til að bæta það upp og með því að taka lýsi ætti að vera hægt að koma í veg fyrir D-vítamín skort. Lítil og léleg matarlyst hjá eldra fólki getur leitt til vannæringar og þá einnig til beinþynningar. Því er ekki síður nauðsynlegt að fylgjast með því að eldra fólkið borði nóg og að það fái nógu fjölbreytt fæði. Reyk- ingar og áfengisneysla hafa áhrif á beinþynningu og einnig er nauðsyn- legt að hreyfa sig nóg og vernda beinin með því að tryggja góðan lík- amsburð og réttar hreyfingar við áreynslu. Þegar við styrkjum stóru vöðvana, verndum við jafnfranrt bein, eflum jafnvægi og viðbrögð gegn byltum og vinnum gegn vægu þunglyndi. Erfðir ráða líka einhverju um það hvort konur eiga á hættu að fá beinþynningu eða ekki og það hefur komið í ljós að beinþynning er algengari í sumum ættum en öðrum. Það breytir því þó ekki að með rétturn lífstíl má verulega draga úr hætt- unni og bæta lífsgæði síðar á ævinni. NoRkrar staðreyndir um beinþynníngu • I fituminni mjólkurvörum er jafnvel meira kalk en í þeim fitumeiri og með því að neyta léttmjólkurvara má slá tvær flugur í einu höggi; draga úr fitu- neyslu og viðhalda beinum. • Salt og prótein (mikið af því í kjöti) auka útskilnað á kalki úr líkamanum. Með því að draga úr saltnotkun og minnka kjötát nýtist betur það kalk sem líkaminn fær úr fæðunni. • Fjölbreytni í fæðuvali er lykillinn að hollu mataræði. • Konur verða að borða kalk alla ævi. Og tryggja verður að börn fái nóg kalk og D-vitamín í upþvextinum til að hámarksbeinþéttni náist. • Fimmta hver unglingsstúlka er í hættu á aö fá ekki nóg kalk. • Sá sem er of magur á frekar á hættu að þjást af beinþynningu. Anorexíu- sjúklingar fá oft beinþynningu mjög ungir. • Beinþynning er ekki banvænn sjúkdómur en hún getur leitt til örorku. Sjúk- lingur með beinþynningu getur orðið mjög boginn í baki. Sumir verða einnig svo viðkvæmir fyrir beinbrotum að þess eru dæmi erlendis frá að fólk sé látið ganga með sérhannaða púða á mjöðmum og öðrum lykilstöð- um til að draga úr tíðni brota. • Lýsi er góður D-vítamíngjafi og bjargaði mörgu íslensku barni frá beinkröm á árum áður. • Það er aldrei of snemmt að huga að lífstíl sínum og mataræði með það í huga að styrkja beinin. D-vítamín og nóg hreyfing á þeim árum sem beinmassinn er að aukast getur ráðið úrslitum um hvort beinþynningar verður vart síðar. Því meiri sem beinmassinn er milli tvítugs og þrítugs því minni verða áhrif beinþynningar síðar. Það er aldrei of seint að taka sig á og reyna að sporna við jafnvel þótt beinþynningar hafi orðið vart. Með því að huga að réttri hreyfingu og betra mataræði má draga úr áhrifum beinþynningar. • Til eru lyf við beinþynningu og nú er hægt að mæla beinmassann og komast að því hve mikil beingisnunin er. Ef þú hefur áhyggjur af þínum beinum hafðu þá samband við lækninn þinn og biddu um beinþéttnimælingu. Það skiþtir engu hvort þú ert ung eða gömul niðurstaðan getur hjálþað þér að takast á við vandamál ef þau eru til staðar og komið í veg fyrir að þau aukist. Vikan 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.