Vikan - 30.11.1999, Blaðsíða 54
-vi
[J
Kæri Póstur
Ég á 9 ára gamlan son sem hefur
alltaf verið áhugasamur í skólanum
og verið yfir meðallagi í einkunnum.
Nýlega hefur hann þó dregist aftur úr
í bekknum sínum og það gengur erf-
iðlega að halda honum að heimavinn-
unni. Eg hef áhyggjur af þessu og ég
veit að hann er ekki sáttur við þetta
sjálfur. Hann pirrast mikið þegar ég er
að reyna að fá hann til að gera heima-
vinnuna sína og hann virðist ekki hafa
trú á getu sinni. Ég er nýbyrjuð að
vinna íullan vinnudag og hef ekki get-
að gefið mér sarna tíma og áður til að
sýna námi hans áhuga eða aðstoða
hann. Hvað er til ráða?
Áhyggjufull móðir
Ka?ra áhyggjufulla
moðir
Ég myndi telja ráðlegt að tala við
kennara drengsins því að hann er í
bestu aðstöðunni til að vita hvernig
drengnum gengur í nánrinu. Það er
oft í kringum þennan aldur að börn fá
límabundna leið á heimanáminu og
viðkomandi kennari lumar örugglega
á góðum ráðum til þess að hressa upp
á áhugann.
Það sem þú getur sjálf gert til að
hjálpa til er að sýna námi hans aukinn
áhuga. Heimilislíf riðlast oft fyrst um
sinn þegar breytingar verða á vinnu-
tíma foreldra og þið ættuð að leitast
við að aðlagast breyttum tímum eflir
bestu getu. Það er nauðsynlegt að
gefa sér tíma til að ræða málin og með
því móti er mögulegt að komast að
samkomulagi um ýmislegt sem lýtur
að bæði heimanámi og frístundum
barnanna. Jákvæð hvatning er ávallt
af hinu góða og það mun örugglega
bera árangur ef þú hvetur drenginn.
Þú gætir verðlaunað hann þegar hann
sýnir heimanáminu áhuga eða bara
þegar hann sinnir því, þótt það sé
með dræmu móti. Börnum finnst
mjög gaman þegar foreldrar fylgjast
vel með framgangi náms þeirra. Sér-
staklega finnst þeim vænt um þegar
54 Vikan
0i„
foreldrar eða eldri systkini „taka
þátt" í heimanáminu. Það má þó ekki
læra fyrir börnin í bókstaflegri merk-
ingu en með því að vera virkur í að-
stoð og sýna áhuga, hvetur þú örugg-
lega drenginn þinn til frekari dáða.
Kæri Póstur
Ég er búin að vera í sambandi með
rnanni sem ég er mjög hrifin af í þrjú
ár. Okkur líður rnjög vel saman og
elskum hvort annað.
Upp á síðkastið
hefur hann fært
í tal að hann
vilji giftast
mér en það
er skref sem
mér finnst ég
ekki vera
reiðubúin til að taka.
Ég er ekki fullkom-
lega sannfærð um að ég
vilji eyða ævinni með
honum. Hann er hissa
og sár yfir
þessum viðbrögðum
mínum. Hvernig get ég unnið úr þess-
um tilfinningum?
Björg
Kæra Björg
Það er stór og mikil ákvörðun sem
liggur að baki því að ganga í hjóna-
band og því ósköp eðlilegt að þú sért
hikandi. Það ætti enginn að gifta sig
nema að mjög vandlega athuguðu
máli. Það fer líka töluvert eftir aldri
þínum en ef þú ert mjög ung þá er lík-
legasl best að leyfa sambandinu að
þróast leng-
ur. Ef þið
búið ekki
saman, þá væri
ekki úr vegi að hefja sam-
búð með það fyrir augum
að láta reyna enn betur á
samband ykkar.
Þú þarft að ræða
þessa hræðslu þína
opin-
skátt og
af hreinskilni við kærasta
þinn svo að hann líti ekki á þessa af-
stöðu þína sem höfnun. Sumir trúlofa
sig og líta á það sem eins konar
reynslutíma og í þínu tilfelli gæti það
verið ágætis hugmynd á meðan þú ert
að komast að endanlegri niður-
stöðu.
Þú ert ekki ein um að upplifa
hræðslu gagnvart skuldbindingu
sem er fyrir lífstíð og það er ör-
ugglega algengara en fólk ger-
ir sér grein fyrir. Þeirri
ákvörðun að ganga í hjóna-
band fylgir mikil ábyrgð og
er fjarri því að vera einhver
1 prinsessudraumur sem
snýst um hvíta blúndukjóla
og veisluhöld. Vissulega
er sjálfur brúðkaupsdag-
urinn baðaður rómantísk-
um ljóma en það er bara
óraunsær tákngerfingur hjóna-
bandsins. Þegar þú telur þig vera
fullvissa um að þú viljir búa með
manninum og deila með honum gleði
og sorg í lífinu, þá ertu tilbúin til að
ganga í hjónaband. Kærasti þinn virð-
ir örugglega ákvörðun þína um lengri
umhugsunarfrest, sérstaklega ei'þú
gerir honum grein fyrir hversu alvar-
lega þú tekur þessurn nrálum.
Spurningar má
senda til „Kæri
Póstur“ Vikan,
Seljavegi 2, 101
Reykjavík. Farið er
með öll bréf sem
trúnaðarmál og
þau birt undir
dulnefni.