Vikan


Vikan - 09.05.2000, Side 11

Vikan - 09.05.2000, Side 11
leiðsögumannspróf, hefur undanfarin sumur starfað sem leiðsögumaður og flug- freyja. Hún segist hafa haft bæði gagn og gaman af sum- arvinnunni í apótekinu og nú fyrir jólin notfærði hún sér t.d. námskeið í jólaföndri og út- bjó síðan jólaskraut og gjafir ýmis konar. Nokkuð sem hún hefur ekki fengist við lengi. Kristinn, sem hefur heim- spekinám að baki og hefur mörg sumur starfað sem með- ferðarfulltrúi á sambýli, próf- aði nú sjómennsku sem hann ella hefði tæplega gert eða átt kost á. „Eftir nokkra atvinnu- leit hitti ég útgerðarstjóra á göngu niðri í bæ og um nótt- ina var ég kominn í skipskoju, beint úr barþjónustunni í Eg- ilsbúð. Ég komst tvo stutta túra áður en loðnuvertíðinni lauk og bátnum var lagt. Ég tók því fagnandi að komast á sjóinn, það var reynsla sem mig hefur lengi langað að bæta við mig og þótt ekki væri tíminn langur þá var þetta alltént innsýn í þetta ágæta starf. Ég átti lítið í mér reynd- ari menn í nótardrættinum en held þó að ég hafi ekki verið til ógagns og ekki var ég sjó- veikur. Ég er sérstaklega ánægður með þessa tvo túra og mér leið vel um borð með þessum góðu mönnum." Nú í haust hóf Kristinn svo kennslustörf, sem einnig var ný og áhugaverð reynsla fyr- ir hann, kennir ensku við Verkmenntaskólann og að- stoðar við kennslu í Nesskóla. Að auki hefur hann haldið námskeið í kvikmyndagerð í báðum skólum. „Að sjálf- sögðu er slæmt fyrir nemend- ur að njóta ekki uppfræðslu skólaðra kennara, því það er ekki lítil kúnst að kenna. En hver segir að það geti ekki líka haft sína kosti að kennslu sinni fólk sem, auk þokka- legrar kunnáttu í viðkomandi fagi auðvitað, hefur af ann- ars konar reynslu að miðla.“ Þrátt fyrir allt það áhuga- verða sem hent hefur þau skötuhjú á Norðfirði er ein reynsla sem upp úr stendur. Litla dóttirin, Anna Mínerva, er og verður óneitanlega sú mesta og merkilegasta. „Já, ég er óskaplega lukkuleg að vera orðin mamma. Ég var fullkomlega tilbúin fyrir þetta nýja hlutverk, enda orðin 27 ára og við Kristinn búin að vera saman í tíu ár. Við höf- um alltaf getað gert það sem hugurinn stóð til hverju sinni, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi, svo nú er maður tilbú- inn fyrir kaflaskipti í lífinu. Og þó þetta mjög svo ánægju- lega ástand hafi orðið í miðju námi þá gerði það akkúrat ekkert til, það er ekki hægt að vera alltaf að bíða eftir hinum ‘rétta tíma’. En það var ekki fyrr en ljóst varð að barn var á leiðinni að maður áttaði sig á hve tíminn hafði liðið fljótt. Kristinn dreif sig því í að bera upp bónorðið og við setturn upp hringana.“ „Já, auðvit- Vikan 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.