Vikan


Vikan - 09.05.2000, Síða 15

Vikan - 09.05.2000, Síða 15
texti: Gunnhildur Liiy M a g n ú s d ó 11 i r. my'ndir: Gunnar Gunnarsson „ Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur. Þetta er auðvitað al- veg nýtt form og fólk þarf tíma til að taka við sér sem er eðlilegt. Bílamarkaðurinn hjá okkur er alla laugardaga á milli klukkan 10-14 og fólk borgar tíu þúsund krónur fyrir að koma með bílinn á markaðinn í tvo mánuði. Það getur því komið átta laugardaga í röð til þess að reyna að selja bíl- inn. Við sjáum um að allar nauð- synlegar upplýsingar um bílinn eins og eigandasaga, veðbönd og hugsanlegt tjón á honum liggi fyrir en fólk ákveður sjálft hvern- ig það verðleggur bílinn. Ég held að þetta fyrirkomulag sé afar hentugt að því leyti að þarna þarftu ekki að láta bflinn standa til sýnis í margar vikur eins og á bílasölum því flestir eiga erfitt með að komast af án fjölskyldu- bflsins í langan tíma auk þess sem það er dýrt að Iáta bílinn standa óhreyfðan á meðan ennþá þarf að borga tryggingar og önnur gjöld af honum.“ Sigurborg segist hafa áhuga á bflum sem almennur neytandi en neitar því að vera með „höfuðið ofan í vélinni alla daga“. Hún segir að hugmyndin að íslenska bílamarkaðnum hafi kviknað á síðastliðnu ári þegar hún hugð- ist skipta um bfl. „Þá fór ég að hugsa hvað það væri gott ef maður hefði svona markað hérlendis. En hann var nú ekki til og það þýðir víst lítið að sitja heima í stofu og væla yfir því sem ekki er. Ef maður vill koma einhverju á verður maður bara að gera það sjálfur. Ég lauk prófum í rekstrar-og viðskipta- fræði frá Endurmenntunarstofn- un Háskóla íslands í fyrra. Við það opnaðist hugurinn fyrir við- skiptum og ég varð áræðnari. Það má því segja að námið hafi ýtt mér á stað út í stofnun þessa markaðar.“ Það er meira en að segja það að koma á fót svona bílamark- aði samhliða fullri vinnu. Ertu alltaf svona drífandi ? „Við skulum bara segja að mér hafi verið sagt að það sé aldrei logn í kringum mig,“ segir Sig- urborg hlæjandi. Hestar og hundar í uppáhaldi En frá bílum að dýrum. Af hverju ákvaðst þú að verða dýra- læknir ? „Ég kem úr stórri fjölskyldu níu systkina héðan úr Kópavogi og við vorum öll send í sveit á sumrin. Ég var fyrst send í sveit þegar ég var tæplega sjö ára að Stóra-Armóti í Flóanum og undi mér svo vel að ég var þar í tíu sumur. Þar fékk ég eiginlega strax bakteríuna og þótti mjög sveitaleg þótt ég væri algjört borgarbarn. Uppáhaldsdýrin mín eru hest- ar og hundar. Ég hef átt íslensk- an fjárhund frá því að ég kom heim frá námi og svo á ég hesta líka sem gefa mér mikið. Þess vegna verð ég að eiga góða bíla með krók, t.d. jeppa eða fjór- hjóladrifna bfla til þess að draga hestakerruna en get ekki ekið um á sportbíl,“ segir Sigurborg brosandi. Greinilegt er að Sigurborg er dýravinur af lífi og sál sem hlýt- ur að vera nauðsynlegt fyrir dýra- lækni. En er það ekki erfitt líka fyrir dýravin að hugsa um veik dýr? „Dýralæknir er einmitt sá sem þykir vænt um dýr og gerir allt til þess að hjálpa þeim og lina þjáningar þeirra. Svo eru auðvit- að erfiðar hliðar á starfinu eins og þegar þarf að svæfa eða aflífa fullfrísk dýr. Það eru reyndar tvær ólíkar hliðar á aflífun full- frískra dýra. Annars vegar er ver- ið að aflífa sláturgripi og hins vegar er verið að svæfa gæludýr sem er oft mjög erfitt. Ég hugsa hins vegar sem svo að ef mannskepnan vill láta svæfa dýrið sem er fullfrískt bara af því að það er fyrir henni á einhvern hátt er betra að svæfa dýrið. Mér finnst þetta grimmdarlegt en það er verri tilhugsun að dýrið sé hjá eiganda sem ekki vill það heldur en að það sé svæft. Verst fer það í mann þegar fólk sýnir engar til- finningar þegar dýrið er svæft. Það er sem betur fer ekki algengt því fólk hugsar yfirleitt vel um gæludýrin sín en maður veit að það koma stundum toppar, t.d. í janúar og febrúar þegar fólk er Það var nukið um dýrðir þegar hílaniarkaðurinn var opnaður og voru þær Edda Björgvinsdóttir og Rósa Ingólfsdóttir í essinu sínu har. að láta svæfa dýr sem það gaf eða fékk í jólagjöf og svo í sumarbyrj- un þegar fólk vill losna við dýr áður en það fer í sumarfrí. Þetta eru auðvitað alveg ömurlegar staðreyndir. Þar sem eftirlit með gæludýrahaldi er ekki fullkomið, trassarnir komast upp með það að skrá ekki hundana sína og ekki þarf yfirhöfuð að skrá ketti og önnur gæludýr, kemst fólk upp með að fá sér bara nýtt og nýtt gæludýr í stað þess gamla sem er svæft.“ Hvað finnst þér sem dýralækni þá um nýafstaðið kattahreins- unarátak í höfuðborginni? „Ég hefði staðið öðruvísi að þessu. Við lifum í samfélagi manna og dýra og mannskepn- an má ekki vera svo heilög með sig að hún telji sig ráða allri nátt- úrunni. En auðvitað nær réttur einstaklingsins að nefi næsta manns ef svo má að orði komast. Maður má ekki valda öðrum óþægindum með gæludýrum sín- um. Kettir eru ólíkir hundum að því leyti að þeir eru næturdýr og leita því út á næturnar. Hundur- inn verður einn af fjölskyldunni en kötturinn samlagast henni ekki jafnmikið og þarf sitt frelsi. Besta leiðin til að koma í veg fyr- ir að kettirnir valdi ónæði er að taka þá úr sambandi þá verða þeir mun heimakærari og valda minna ónæði. Ég tel að þetta átak hafi ekki skilað nægum árangri því villikettirnir sem átti að veiða vara sig á gildrum og það eru því aðallega saklausir heimiliskettir sem ganga í þær á næturnar. Ástralía helllandl land En áttu þér einhvern fleiri áhugamál en dýr og bfla? „Ég hef nú ekki mikinn tíma til annars en að sinna vinnunni og hestamennskunni en ég hef mjög gaman af að ferðast. Ég hef ferð- ast til flestra landa Evrópu og einnig til Asíu og Astralíu og hef hug á að fara aftur til Asíu.“ Gætir þú kannski hugsað þér að setjast að í útlöndum? „Ég gæti alla vega ekki hugs- að mér að setjast að í Þýskalandi þar sem ég bjó í sex ár. Ég kunni mjög vel við mig en þar er alltof þéttbýlt og skipulagt. Mér finnst afar nauðsynlegt að komast í tengsl við náttúruna. Ég held að skýringin á því af hverju Þjóð- verjar eru svona duglegir að heimsækja Island sé ásókn þeirra í þessa víðáttu sem þeir finna ekki heima hjá sér. Ég fann fyrir svipaðri víðáttu í Ástralíu þar sem fólkið er líka að mörgu leyti líkt okkur. Það er ættað frá Evr- ópu en amerísk áhrif eru sterk eins og hér hjá okkur. Ég held því að ef ég hygðist flytja af landi brott kæmi Ástralía vel til greina. En það er nú yndislegt að búa hér á íslandi því hér er víðáttan svo mikil og maður getur bara geng- ið út í náttúruna og upp á næsta fjall ef manni sýnist svo án þess að einhver komi og banni manni það,“ segir dýralæknirinn, nátt- úrubarnið og athafnakonan Sig- urborg Daðadóttir að lokum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.