Vikan


Vikan - 09.05.2000, Qupperneq 23

Vikan - 09.05.2000, Qupperneq 23
hafa orðið hér á landí á síðustu I 10 árum eru sambærilegar því I sem gerist annars staöar á 50 til I 100árum.Auðveldarsamgöng- I ur og tækni hafa gert okkur kleift I að fylgjastvel með öllum breyt- I ingumsem eigasérstaðíheim- I inum. Um leið og eitthvað ger- I ist úti í heimi,fáum viöfregniraf I því nokkrum mínútum síðar. Á I íslandi er útlitið nokkuð bjart fyr- I irverðbréfamarkaöinn fyrir utan I verðbólguna. Hagvöxtur er góð- I ur og framleiöni sömuleiðis. Það H er mikilvægt að viðhalda stöðugleika í hagkerfinu og að verðbólgan fari ekki frekar af stað. Ef verðbólgan helst niðri þá tel ég að við séum ágæt- lega sett þó auðvitað séu alltaf ein- hverjar sveiflur á verðbréfamarkaði sem er eðlilegt." Framkvæmdastjórinn ætti að hafa vit á þessu því hún situr allan dag- inn fyrir framan tvo tölvuskjái og fylgist með þróun og breytingum á verðbréfamörkuðum heimsins. Guðrún Inga stjórnar lífeyrissjóðn- um Einingu eins og fram hefur komið auk þess að stýra Séreignasjóði Kaup- þings sem er í kringum 300 milljónir sem er sjóður fyrir viðbótarlífeyris- sparnað landsmanna og var með 41,5 % raunávöxtun á síðasta ári. Nú er oft talað um að konur hræð- ist að bera ábyrgð í fjármálum. Hef- ur þú fundið fyrir slíkri hræðslu? „Nei, peningarnir hafa ekki valdið mér áhyggjum þannig séð. Ég ber auðvitað fulla ábyrgð á sjóðnum en í mínum huga er þetta starf sem ég hef menntað mig til að takast á við. Ég þurfti auðvitað að þjálfa mig í starfinu sem tekur sinn tíma. Það þýðir ekkert að láta deigan síga. Ég hvet bara konur eindregið til að koma inn á þennan markað. Ég sé greini- lega að þátttaka kvenna er að aukast en þær mættu alveg vera fleiri. Mér finnst konur stundum svolítið hrædd- ar við þessi viðskiptafræðifög. Ég fann það þegar ég var í hagfræðinni, þá hræddust þær stærðfræðihlutann en ég mundi vilja sjá fleiri konur í fag- inu enda ekkert að hræðast heldur aðeins að takast á við. Við vorum tvær í mínum bekk og í framhaldsnáminu voru konur í miklum minnihluta." Þegar maöur lítur yfir stjórnendur á íslenskum fjármálamarkaði má sjá gífurlega mikið af ungum dugnaðar- forkum sem vinna langan vinnudag. Má ekki segja að flest allir sem starfa í þessum geira séu ungtfólk sem hef- ur nýlega lokið námi? „Jú, það er mjög mikið af ungu fólki sem starfar ífjármálaheiminum. Eftirspurnin eftirfóki er mikil og ungu fólki finnst þetta spennandi kostur og notar tækifærið til að öðlast dýrmæta starfsreynslu. Starfsmenn hjá okkur koma úr hinum ýmsu deildum há- skólans. Sem dæmi þá starfar hérna fólk sem hefur lokið prófi í heimspeki, sögu, verkfræði, stjórnmálafræði auk þeirra sem koma úr viðskiptafræði- greinum. Mér finnst það skipta miklu máli að starfsmennirnir koma úr ólík- um áttum.“ Finnur þú mikinn mun á konum og körlum í verðbréfaviðskiptum? „Nei, ég get nú ekki sagt það. Það er helst að konurnar leita frekar eft- ir nánari upplýsingum, þær vilja oft kafa dýpra sem er hið besta mál en við val á fjárfestingum þarf vissulega þekkingu en ekki síður þor. Mérfinnst bæði kynin veltafjármálunum vel fyr- ir sér og finn ekki stóran mun á þeim. Það má bara ekki gleymast að í þess- um viðskiptum getur maður bæði tapað og grætt. Þó að maður hafi tap- að þá má ekki gefast upp.“ Hefur þú fundiö fyrir vantrausti í starfinu þar sem þú ert bæði ung og kona þar að auki? Guðrún Inga svarar með semingi. „Því hefur nú ekki verið skellt fram- an í mig en ég viðurkenni að ég hef nú aðeins fundið fyrir því. Það þýðir samt ekkert að vera að spá í slíkt. Maður þarf að sanna sig í þessum heimi. Ég mæti vel undirbúin áfundi og skila mínu og það skiptir mestu máli. Ég læt það ekki hafa nein áhrif á mig hvort einhverjir úti í bætelji mig ekki ráða við starfið." Þessi unga kjarnakona hefur þeg- ar lagt sitt af mörkum fyrir fjármála- markaðinn og á án efa eftir að hafa meiri áhrif í framtíðinni. Þóralíalnýer Ijármálaráðgiafi ■ og markaðs- ■ málum tijá ■ Kaupóingi. Hún m brást uið beirri ■ bón að gefa 3 lesendum Vik- ^ unnarnokkur heilræði í fiár- Ak= málum. Verðbréf = Samheiti fyír hlutabréf og skuldabréf Verðbréfasjóðir = Fjárfesting í ýmsum gerðum uerð- bréfa. Með kaupum í slíkum sjóðum minnkar áhættan og beir eru góðir kostir fyrir bá sem uilja draga úr áhættu, miðað uið kaup í einstökum bréfum. Fyrsti uerðbréfa- sjóður íslands uar stofnaður árið 1985 hjá Kaupbíngi. NokKur góð ráð frá ráðgjafanum I Þegar fólk er að fjárfesta og vill fá skattaafslátt þá er hægt að kaupa í einstökum hlutafélögum sem eru skráö á verbréfaþingi og liafa fengið viðurkenningu ríkisskattsstjóra. til skattaafslátt- ar. Einnig er liægt að kaupa í sjóðum verðbréfafyrirtækjanna sem fjárfesta í mörgum innlendum fyrirtækjum og eru þessir sjóðir þá settir upp sem hlutafélag og borga skatta og skyldur eins og fyrirtæki, þvitakmarkarþaðávöxtunarmöguleika þeirra. Fólkfær ekki skattaafslátt út á kaup i almennum verðbréfasjóðum. Þeir sem vilja fjárfesta í hlutabréfasjóðum ættu að horfa á fjár- festinguna til 3-5 ára, ekki skemur þvi markaðurinn gengur í bylgjum og því er meiri hætta á að tapa fé ef fjárfest er til skemmri tíma. Þeir sem vilja taka upp hjá sér mánaðarlegan sparnað til einhverra ára. ættu aö horfa á hlutabréfasjóðina. i mánaðarlegum sparn- aði er ekkert lágmark hjá Kaupþingi og því hægt að leggja fyrir litla upphæð í hverjum mánuði sem gæti komið sér vel. t.d. þeg- ar sonurinn tekur bílpróf eða dóttirin fer í háskólanám erlendis. Þeir sem vilja spara i styttri tima er bent á blandaða verðbréfa- sjóði sem hafa jafnari og traustari ávöxtun. Með nýjum lífeyrissjóðslögum er nú hægt að spara lífeyrissjóðs- greiöslur í verðbréfasjóö. Hægt er að spara viðbótarframlag 2% og er þá hægt að velja um greiöslur i ýmsa sjóði og þar á með- al hlutabréfasjóði sem gefa góða ávöxtun til langs tíma. Þetta er eitthvað sem allir ættu að nýta sér þvi jafnframt eigin fram- lagi kemur framlag frá atvinnurekanda til viðbótar. Verbréfaviðskipti eru öllum opin og eru ekki eins flókin eða tækni- leg eins og margir halda. Ágætt er að byrja meö mánaðarlegan sparnaö í verðbréfasjóð og fikra sig svo áfram. Vikan 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.