Vikan


Vikan - 09.05.2000, Page 30

Vikan - 09.05.2000, Page 30
í loftinu er indæll matar- ilmur og matborð hefur verið skreytt svo allir geti b j a r g a sest að því og notið mál- tíðar begar búið er að af- greiða málefni kvöldsins. Mál málanna hjá bessum konum er söngur þótt Ijúffengur matur fylgi eins og alla jafnan þegar kon- ur hittast. Hér eru á ferð kórfélagar úr Kvennakór Reykjavíkur. Þær eru sjö, Árný Albertsdóttír, Kristín Árnadóttir, Margrét Þorm- ar, Margrét Á. Halldors- dóttir, Rannveíg Pálsdóttir, Sigurlína Gunnarsdóttir og Hrönn Hjaltadóttir. Þær geta sungið fjórraddað og það segja þær sérstakt. Kvennakórnum stjórnar Sig- rún Þorgeirsdóttir og Senjor- íturnar sem eru elstu konurn- ar eru undir stjórn Rutar L. Magnússon. Þær stöllur vilja reyndar meina að elstu kon- urnar geri mest og þær séu sjaldan heima hjá sér því kór- starfið taki svo mikinn tíma. „Milli okkar, hér, myndað- ist vinátta og við hittumst utan æfinga til að syngja sam- an,“ segir Árný. „Við höfum sungið við brúðkaup, á jóla- skemmtun og víðar. í flestum tilfellum er um að ræða at- burði í fjölskyldum einhverr- ar okkar. Fyrir tónleika er svo algengt að konur í hverri og einni rödd hittist og fari yfir allt sem fólk er ekki visst á og þá er auðvitað matur og kaffi á eftir.“ Kúrinn á tröppum Lincoln Center a eina rianinaardeainiun í Was- hington í fyrrasuniar. „Oft hittast konurnar sem syngja sömu rödd, t.d. hittast konur úr sópraninum einu sinni í mánuði og borða sam- an súpu. Stöllur okkar í alt- röddinni koma einnig saman þegar mikið liggur við og baka sörur,“ segir Kristín. Hún segir einnig að allt starf Kvennakórs Reykjavík- ur sé ákaflega sérstakt. Inn- an kórsins starfa fimm stórir hópar. Tveir kórar, Gospel systur og Vox feminae eru undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Léttsveitinni stjórnar Jóhanna Þórhalls- dóttir, kórskólanum og Biðlað til karla en konur- nar komust ekki að Karlakórar eiga sér langa sögu á íslandi en Kvennakór Reykjavíkur hefur notið mik- illar velgegni og tónleikar hans hafa verið einstaklega vel sóttir. Hvað kemur til? „Kórinn er stór, um það bil áttatíu konur sem eiga marga aðstandendur," segir Margrét Þormar af þeirri hógværð sem konum er eiginleg. „Karlakórar eiga milli sjö- tíu og áttatíu ára sögu hér á landi og blandaðir kórar hafa verið hér í tuttugu til þrjátíu ár,“ segir Rannveig. „Með til- 30 Vikan Boston tók betur á móti kon- unum en Washington. Þar brosti sólin við þeim. komu Kvennakórs Reykja- víkur virtist vakna áhugi á slíkri starfsemi því fleiri kór- ar voru stofnaðir og nú eru kvennakórar mjög víða, einn á Akranesi, annar í Borgar- firði, á Hvolsvelli og Siglu- firði. Það hefur lengi verið erfitt að komast inn í bland- aðan kór sem hefur metnað. Karlarnir gefa sér sjaldnar en konur tíma til að sinna tóm- stundastarfi og það hefur lengi verið biðlað til þeirra. Þeir mæta svo oft mun verr en konurnar og þær missa því stundum þolinmæðina gagn- vart þeim. Kannski hefur það verið kveikjan að Kvenna- kórnum að það vantaði vett- vang fyrir konur sem vilja syngja.“ „Mér finnst stórkostlegt að sjá allar þessar konur standa saman á sviði og syngja,“ seg- ir Kristín. „Þær eru á öllum aldri frá sautján upp í sextugt, af öllum stærðum og gerðum og þarna eru mæðgur, mág- konur og systur. Ég fæ kökk í hálsinn þegar ég lít kórinn augum því mér finnst þetta svo falleg sjón.“ Áttatíu lesbíur frá fslandi I fyrra fóru konurnar mikla ævintýraferð til Bandaríkj- anna og sungu víða. „Þann 17. júní söng kórinn við Lincoln Memorial Center í Washington," segir Árný. „Tónleikarnir voru undir ber- um himni og aldrei þessu vant hellirigndi og við sungum í þeim skjólflíkum sem voru til- tækar. Eftir tónleikana var okkur boðið til Jóns Baldvins og Bryndísar og þar voru betri aðstæður til að syngja.“ „Þetta minnti helst á kvik- mynd eftir Fellini,“ segir Kristín. „Diddú var með í för og hún söng einsöng í 66° N regnkápu yfir síðpils og áhorfendur voru tveir ef frá eru taldar endur sem syntu á tjörn við hlið byggingarinn- ar. Til gamans má taka það fram að það rigndi ekki meira í Washingtonborg það sem eftir lifði sumars.“ Kórinn kom einnig til New York og þar tóku margar lag- ið fyrir utan Metropolitan óp- eruna til að geta sagt að þær hefðu sungið við þá frægu óp- eru. Nokkrar voru djarfari og brugðu sér inn á kvennakló- sett byggingarinnar og upp- hófu raust sína. Þær hafa sungið í Metropolitan. Kór- inn hélt tónleika í gamalli meþódistakirkju í Baltimore sem þeim fannst helst líta út eins og geymsluhúsnæði þeg- ar þær gengu þar inn. Samt fylltist allt af áhorfendum og tónleikarnir tókust mjög vel. I Baltimore hlupu þær kvennahlaupið og fengu verðlaunapeninga því til stað- festingar. „Þetta er svo samhentur kór að hann er eins og ein heild,“ segir Árný. „Það er ekkert mál þótt maður missi af samferðarkonum sínum því þá blandar maður sér bara í næsta hóp og gengur með honum. Við lentum í frábærri

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.