Vikan


Vikan - 09.05.2000, Side 48

Vikan - 09.05.2000, Side 48
Þýðing: Guðríður Haraldsdóttir Þessir liljóta að vera sjúkir í ást. Næst þegar þú finnur til mikillar löngunar í tiltekinn mat, bíddu við og hugsaðu málið. Þú gætir verið að mis- skilja boð líkamans sem hungrar í eitthvað allt annað en mat. Þú þekkir tilfinn- inguna þegar þú sérð fyrir þér dökka, mjúka og gómsæta súkkulaðitertu. Hugsunin hverfur ekki frá þér, þú verð- ur að fá tertuna og það strax. Halda má að þessi skyndi- lega löngun í tiltekna tegund matar komi frá maganum eða tengist græðgi en svo er ekki. Sérfræðingar hafa nú fundið út að löngunin tengist frem- ur tilfinningum okkar og þetta sé engin græðgi. Löngunin sem við fyllumst er ekki líkamlegs eðlis held- ur er hún kall eftir að tilfinn- ingalegum þörfum okkar sé fullnægt. En hvenær er hægt að vita hvers konar hungur þjakar okkur, líkamlegt eða tilfinningalegt? Tilfinningalegt hungur kemur snögglega. Aðra mín- útuna ertu ekki að hugsa um mat en þá næstu fer þig að langa sjúklega í einhvern til- tekinn mat. Tilfinningalegt hungur byrjar í huganum, ekki í maganum. Líkami þinn veit hvernig áhrif hver fæðu- tegund hefur á líðan þína. Fæðulöngun þín fær þig til að borða þann mat sem hentar hverjum kringumstæðum. Ef andleg líðan þín er slæm sæk- irðu í mat sem lætur þér líða betur. Ef þú ert áhyggjufull/ur sækir þú í mat sem róar þig. Þessi löngun er merki þess að líkami þinn sæki í andlegan frið. Ef þú áttar þig á því í hvaða mat þú sækir mest get- ur þú áttað þig á því hvað það er sem angrar þig og þú hef- ur ekki horfst í augu við. Að borða mat til að róa sig leys- ir engin vandamál. Spyrðu sjálfa/n þig að því hvað þú getur gert til að laga kringum- stæðurnar í lífi þínu. Segðu bara, nei! Næst begar löngunin kemur yfir big gæti betta hjálpað... Kældu píg niður í korter Komdu pér Irá ísskápnum Segðu við þig að þú ætlir ekki að Yfirgefðu heimili þitt ef þú þarft en haltu borða næsta korterið. Þegar það er þig að minnsta kosti frá eldhúsinu þessar 15 liðið og löngunin er jafnsterk skaltu mínútur. Tilfinningalegu ofáti fylgir oft að þú fá þér að borða. En á meðan á þess- borðar án þess að gera þér grein l'yrir rnagn- um 15 mínútum stendur mun lyst þín inu sem þú innbyrðir. Stundum gætirðu þurl't líklega komast á það stig að þú borð- að fleygja öllum matarafgöngum í ruslið til að ar ekki yl'ir þig. koma í veg fyrir nart á milli mála. X 48 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.