Vikan


Vikan - 09.05.2000, Síða 50

Vikan - 09.05.2000, Síða 50
Texti: Steingerður Steinarsdó11 i r Myndir: Gunnar Gunnarsson Dagmar Koeppen er ein peirra sem leitaði óhefðbundinna lækningaleiða pegar hún fór að finna fyrir heilsuleysi. Hun lærði í framhaldi af pví svæðanudd og ilmolíumeðferð (aromatherapy) og i kjölfarið fylgdi að hún fór að stunda heil- un pví pegar hún fór að vinna við nuddið fundu bæði víðskiptavinirnir og hún fyrir pví að hún virtist ekki ein að verki. Um pessar mundir hefur Dagmar í hyggju að setja á stofn heílunar- og menningarmiðstöð á tæplega 200 ára gömlum búgarði í Norður- Þýskalandi. Dagmar er pess fuliviss að pangað muni margir sækja andlegan frið og endurnæringu en hún segist langt frá pví alfarin, enda eigi hún hér fasta viðskiptavini sem hún vilji ekki bregðast i' !U liö ttijj ^ " iífi m Kil t ^ Ég vissi sjálf að ég væri andlega næm enda hef ég fundið fyrir því frá barnæsku. Ég gerði mér hins vegar enga grein fyrir því hversu mikill kraftur streymdi í gegnum hendur mínar þegar ég nudd- aði. Fólk fór mjög fljótlega að hafa orð á því við mig að því fyndist ég gera meira en að nudda það. Upp frá því fór ég að reyna að rækta þessa krafta og ná sambandi við þá. Ég þekki nú orðið vel mína aðstoðarmenn og hef lært að treysta þeim fullkomlega. Fólk sem til mín kemur get- urfengið hjálp frá þeim gegn- um mig ef það kýs en sumir vilja ekki annað en nudd. Auðvitað kemur krafturinn alltaf í gegn þegar ég nudda , en með heilun get ég ráðlagt um svo margt annað. Ég hef hjálpað fólki til þess að kynn- ast sínum fyrri lífum og losa um tilfinningahnúta gegnum djúpslökun sem er ekki dá- leiðsla." Dagmar hyggst setja á stofn heilunar- og menningarmið- stöð. Augljóst er af hverju hún kýs að bjóða fólki heilun en hvers vegna talar hún um menningarmiðstöð og til hvers að blanda þessu tvennu saman? „Ég er lærður tungumála- kennari og tala fimm tungu- mál auk íslenskunnar. Það mun koma sér vel fyrir mig þegar ég verð komin út, enda er búgarðurinn mjög mið- svæðis í Evrópu og það opn- ar sömuleiðis mikla mögu- leika á kynningu sem skilar sér víða. Ég er auk þess leið- sögumaður að mennt og hef starfað sem slíkur í mörg ár. Ferðir mínar um landið með erlendum ferðamönnum vöktu áhuga minn á land- kynningu og menningu þjóð- arinnar. Mig langar einfald- lega að vinna áfram að því að kynna ísland og tel mig geta gert það með því að bjóða ís- lenskum listamönnum og handverksfólki að sýna verk sín á búgarðinum. Ég vil að þetta verði íslensk miðstöð fyrir það sem íslenskt er. Ég vil bjóða til mín íslenskum listamönnum og þeim sem eru að vinna að óhefðbundn- um lækningum hér, t.d. nálastungum, nuddi o.fl., til að kynna það sem þeir eru að vinna með. Sérstaklega vil ég bjóða konur velkomnar. Ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti karlmönnum heldur vegna þess að í gegnum starf mitt sem leiðsögumaður kynntist ég svo mörgum konum sem unnu sín störf á afskekktum sveitabæjum víða um landið. Þetta eru mjög merkilegar konur. Þær vinna hefðbund- in bústörf, ala upp börnin og í frístundum skapa þær lista- verk í litlum herbergjum eða skúrum við bæina. Þær vinna í forsælunni og mig langar til að þær komi sínum verkum á framfæri því þær eiga það skilið. Islenskar kvöldvökur munu verða fastur liður í starfseminni og þar verður lesið upp úr íslenskum skáld- sögum og ljóðum og flutt ís- lensk tónlist.“ Suðræn i eðli sínu en ís- lensk samt Dagmar telur sig Islending Ég starfa liest og er virk- ari þegar suiurin eru liing og niikil gróðursæld í kringuni mig. þótt að henni standi blanda ótal Evrópuþjóða. Hún er fædd og uppalin á Islandi en faðir hennar, Erwin Koeppen, er þýskur kontra- bassaleikari sem hingað kom að frumkvæði Jóns Þórarins- sonar þegar Sinfóníuhljóm- sveit Islands var stofnuð árið 1950. I móðurætt hennar blandast þýskt, pólskt og ítalskt blóð og sjálf segist Dagmar vera ákaflega suð- ræn í eðli sínu þótt hún sé blanda rómansks, germansks og slavnesks fólks. Búgarður- inn hennar er heppilegur staður fyrir slíka konu enda segir Dagmar að andlegir kraftar sem fólki eru gefnir Eg gerði mér hins vegar enga grein fyrir því hversu mikill kraftur streymdi i gegnum hendur mínar þegar ég nuddaði.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.