Vikan


Vikan - 09.05.2000, Page 57

Vikan - 09.05.2000, Page 57
framkomu. Hann reyndi aldrei að einangra mig frá fjölskyldu og vin- um og beitti ekki hótunum til að fá mig til að gera eitt og annað. Þegar hann lamdi mig í þriðjasinn var það út af einhverju svo fáránlegu að það tekur því ekki að nefna það, þá vissi ég að ofbeldið myndi ekki hætta. Hann spurðist í framhaldi af því fyrir um meðferð fyrir menn sem beita konur sínar ofbeldi en þegar ég spurði hann hvort hann vildi fara tók hann því fjarri. Eg reyndi ekki að neyða hann enda vita allir að með- ferð virkar ekki nema viðkomandi fari íhana sjálfvilj- ugur. Innst inni vissi ég að sá dagur kæmi að hann lemdi mig á ný og þegar hann réðist á mig var ég ekki al- veg óviðbúin. Ég sagði honum eftir að hann var búinn að lemja mig nokkrum sinnum í margbaðst fyrirgefningar á hegðun sinni þegar hann vakn- aði um morguninn. Ég fyrirgaf honum enda vissi ég að lygar mínar og blekkingar höfðu gert hann bitran og reiðan og ég vissi hvers vegna hann drakk. Ég hélt þó í alvöru að hann myndi ekki gera þetta aftur, að hann væri sterkur og myndi hafa stjórn á sér. Ég hafði upplifað ofbeldissambönd gegnum vin- konur mínar sem báðar reyndu margoft að flýja mennina sína en þeir fengu þær alltaf til að koma aftur heim. Ég taldi mig því haf a óbeina reynslu af heim- ilisofbeldi og ég ætlaði ekki að leyfa neinum að berja mig eins og harðfisk. Gísli var auk þess svo ólíkur þessum ofbeldismönnum í andlitið og draga mig um á hárinu að ef hann sleppti mér ekki myndi ég öskra eins hátt og ég gæti og ekki þagna fyrr en hann dræpi mig. Hann sleppti mér og ég klæddi mig fór út og tók leigubíl í kvennaathvarf bæjarins. Ég vissi að hann kæmi í vinnuna til mín daginn eftir og reyndi því að fá frí en það var ekki hægt. Ég hringdi því í hann sagði hon- um að ég væri farin og kæmi síð- ar í vikunni til að sækja fötin mín. Hann tók því illa og heimt- aði að fá lyklana mína af íbúð- inni en ég benti honum á að ég vildi ekki þurfa að siga lögregl- unni á hann. Ég vildi ekki skilja því ég elskaði hann og vissi að hann ætti erfitt en ég vonaði að brott- för mín ýtti við honum og fengi hann til að fara í meðferð. Hann hringdi fljótlega aftur baðst af- sökunar og sagði að mér væri óhætt að koma heim eftir vinnu hann yrði farinn. „Þetta er þitt heimili líka og það er ég sem hef hagað mér eins og fífl,“ sagði hann. Tveimur tímum síðar fékk ég afleysingu í vinnunni og gat farið heim. Gísli kom skömmu seinna heim og eldaði dýrindismáltíð handa mér. Við ræddum málin og ákváðum að slíta ekki sambandi okkar held- ur búa í sitt hvoru lagi meðan Gísli næði áttum og kæmi ró á hugann. Ég sagði honum að ég myndi þó ekki samþykkja að við flyttum saman aftur nema við færum í meðferð. Ég er bjartsýn á framtíð okkar Gísla. Ég veit hvernig maður hann var áður en áföllin dundu yfir og það er sá maður sem hann verð- ur að finna aftur. Þegar það ger- ist getum við tekið upp sam- band okkar aftur. A meðan eyði ég ekki tímanum í að vera ein- mana og láta mér leiðast held- ur nýt þess að búa ein og dekra við sjálfa mig. Hann kemur oft í heimsókn og stundum gistir hann. Þetta er tími sem við ætl- um bæði að njóta, hvort í sínu lagi. Hann er ennþá maðurinn minn og ég konan hans og við vitum bæði að þetta á eftir að gera hjónaband okkar betra. Lesandi segir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I lciniilisfan^iO er: Vikan - „Lírsreynslusnga“, Seljavesur 2, 101 Reykjavík, Netfang: vikan@rro(li.is

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.