Vikan


Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 58

Vikan - 09.05.2000, Blaðsíða 58
Texti: Margrét V. Helgadóttir betta er vondur PMargir foreldrar iiekkja pá erfiðleika að fá börnin sín til að borða hollan og góðan mat. Stundum vantar matarlystina en sum börn eru einfaldlega hræðilegir gikkir og neita að borða matinn sem er á boðstólum. Vandamálin í kringum mat og matmálstíma virðast vaxa með börnunum í stað þess að eldast af þeim. í fyrstu er helsta vandamálið að kenna þeim að meta grauta og krukku- mat eftir að hafa fengið þurr- mjólk eða móðurmjólk í nokkra mánuði. Það er fullkomlega eðli- legt að það taki smá tíma að venja þau á grauta því það er fyrsta fæðan sem þau kynnast. Oftast er grauta- og krukkutíma- bilið það þægilegasta í matarferl- inu. Smám saman eykst matar- lystin og innihald krukkunnar hverfur á augabragði. Ávextir og soðið grænmeti taka við og á meðan allt er maukað niður gengur yfirleitt ágætlega að koma fæðu ofan í þau. Um leið og fjölbreytnin eykst fara vanda- málin að skjóta upp kollinum. Barnið neitar að borða einhverja tiltekna fæðutegund, skyrpir henni út úr sér um leið og reynt er að troða henni ofan í það en smjattar svo á öðrum tegundum, t.d. einhverju sem er ögn sætara. Það er þekkt vandamál að börn neiti að tyggja matinn þegar þau hafi aldur og getu til. Þau eru ein- faldlega vön að fá stappaðan eða maukaðan mat og nenna ekki að tyggja sjálf. Foreldrar falla fljótt í þá gildru að eltast við kenjarn- ar í ungum sínum sem er nú ekk- ert skrýtið því allir vilja eiga södd og sæl börn. Strax á fyrsta ári hefst oft línudansinn við eldhús- borðið sem vill oft vara langt fram á unglingsárin. Börnin finna fljótt hversu viðkvæmir foreldr- arnir eru gagnvart matnum og nýta sér það til hins ýtrasta, neita að borða hitt og þetta í von um að fá eitthvað betra eftir að hafa unnið orrustuna. Eftir smá tíma geta matmálstímarnir farið að snúast upp í martröð þar sem stálin stinn mætast og enginn er tilbúinn að gefast upp. Örvænt- ingarfullir foreldrar ættu að hafa í huga að þol- inmæðin get- ur gert kraftaverk en það er full- komlega eðlilegt að hún sé á bak og burt eftir margra mán- aða og jafnvel margra ára streð við matmálstímana. En það er ekki hægt að setj a öll matarvandamál barna undir einn og sama hattinn. Það má í raun skipta þeim upp í tvo megin- flokka. Annars vegar eru það börn sem hafa litla matarlyst, borða í skorpum og nærast oft illa. Hins vegar eru það börnin sem eru bara matvönd og neita að borða ákveðnar fæðutegund- ir. Lasin og lystarlaus Ástæðurnar fyrir því að börn eru oft lystarlítil og nærast illa eru margvíslegar en oftar en ekki eru þær tengdar veikindum. Börn sem veikjast oft og hafa verið sett á fjölda lyfjakúra, missa gjarnan matarlystina. Þau fá oft í magann vegna lyfjanna og við það mynd- ast ákveðinn keðjuverkun sem getur tekið langan tíma að kom- ast út úr. Lystarlausu börnin eru ekki endilega matvönd. Það get- ur bara tekið óralangan tíma að koma nokkrum bitum upp í þau. Sum eru svo slæm að þau þurfa 58 Vikan helst að hafa Brúðubílinn og leik- arana úr Latabæ fyrir framan sig svo þau fáist til að opna munn- inn. Foreldrar þessara barna þurfa að gefa sér nógu langan tíma, oft allt að klukkustund, til að koma matnum ofan í þau. Um leið og barnið er búið að borða helminginn af matnum verður auðveldara að koma þeim næsta ofan í það. Líkaminn fer að kalla á meiri næringu og smám saman eykst matarlystin. Margir for- eldrar grípa til þeirra örþrifaráða að gefa þeim ís og sæta drykki, til að koma einhverju ofan í þau. Eldri börn sem ættu að geta komið matnum sjálf ofan í sig, en eru lystalaus, hafa tilhneig- ingu til að sleppa því að borða. Ef foreldrarnir fylgjast ekki nægi- lega vel með þeim er hætt við að maturinn endi í ruslinu. Lystar- laus börn, valda foreldrum yfir- leitt miklum áhyggjum og nauð- synlegt er að komast að því hvað veldur lystarleysinu. í ljósi þeirr- ar staðreyndar að sífellt yngri börn eru farin að svelta sig til að vera sem allra grennst, þurfa for- eldrar líka að vera á varðbergi og sjá til þess að börnin borði holl- an mat og borði örugglega allt sem er á diskinum. Matvendni Matvendni er annars konar vandamál. Börnunum finnst maturinn vondur á bragðið og neita að borða hann. Þessi börn eru oft ódugleg að smakka nýja fæðutegund og setja ímyndaðan rennilás fyrir munninn, sem opn- ast ekki fyrr en eitthvað gómsætt er komið á borðið. Þau vita líka af því ef Cocoa Puffs pakkinn leynist uppi í skáp og ef þau vilja ekki það sem er í boði, fá þau bara morgunkornið á diskinn sinn. Það versta við matvönd börn er að ef foreldrar pína mat- inn ofan í þau, kasta þau matnum gjarnan upp. Oft eru þau óttalega klígjugjörn og geta ekki hugsað sér að láta þennan tiltekna mat inn fyrir sínar varir. Róleg kvöld- máltíð getur breyst í hálfgerðan fjölskylduharmleik á svipstundu. Foreldrarnir eru búnir að eyða drjúgum tíma í að hugsa upp mat sem þeir halda að barninu líki og elda hann. Maturinn er borinn á borð en litli ormurinn fitjar upp á trýnið og segir að þetta sé vond- ur matur, án þess að vera búinn að smakka hann. Foreldrarnir pirrast og spennan magnast. Eft- ir nokkrar fortölur og þreifingar ákveða þau að gefa barninu jógúrt í staðinn fyrir að senda það svangt inn að sofa. Læknar, næringarfræðingar og sálfræðingar eru sammála um að bað sé ekkí vænleg leíð að pína mat ofan í barnið. Þeir mæla frekar með að foreldrar revni eitthvað af bessum aðferðuni: é (Fáðu barnið með góðu til að smakka mat sem það hefur ekki smakkað áður. Ú (Settu lítið af öllu sem er á boðstólum á matardisk barnsins, ekki láta barnið ráða því. é (Ekki gefast upp um leið og barnið fitjar upp á trýnið. Ef barnið fer að mót- mæla áður en það smakkar fáðu það þá til að smakka fyrst og kveða svo upp dóm. é (Gættu þess að hafa kröfur um borðsiði í samræmi við aldur barnsins. é (Ekki láta allt heimilislífið snúast um þennan eina matardisk. Ekki láta barnið finna hversu mikið þetta pirrar þig. Kannski er það bara að biðja um athygli með hegðan sinni. é (Um leið og barnið hefur aldur til skaltu leyfa því að aðstoða þig við matseld- ina. Það er oft meira spennandi að borða mat sem maður hefur sjálfur eldað. é (Gættu þess að barnið sé ekki að háma í sig kex og annað ruslfæði rétt fyrir matinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.