Vikan


Vikan - 13.06.2000, Side 12

Vikan - 13.06.2000, Side 12
áður fyrir börn. Þetta gæti einnig verið spennandi fyrir fullorðna fólkið," segir hún. „Ég verð því að vinna í sum- arfríinu en það verður samt rosalega gaman,“ segir hún og brosir. Ég fer í Parísarhjólið, dýra- garðinn, Effelturninn og Notre Dame kirkjuna en margir krakkar þekkja sög- una um hringjarann frá Notre Dame.“ Barnaþættirnir hennar Bergljótar njóta mikilla vin- sælda hjá yngstu kynslóðinni og samkvæmt nýlegri Gallup könnun eru þeir helmingi vin- sælli en Stundin okkar ef lit- ið er á Faxaflóasvæðið. Þætt- irnir eru á dagskrá laugar- dags- og sunnudagsmorgna og eru endurteknir milli klukkan 17 og 19 á sunnudög- um. Bergljót hefur sér til halds og trausts hundinn sinn, hann Draco Silfurskugga, pínulítinn svartan blending. Hann hefur verið með í þátt- unum í allan vetur og staðið sig með prýði. „Hann getur verið svolítið óþekkur en ég leyfi honum alltaf að vera frjálsum," segir Bergljót brosandi. „Hann sit- ur stundum sallarólegur með mér fyrir framan myndavélina en get- ur svo farið á flakk um allt stúdíó. Draco fær ekki að fara með til útlanda í upptök- ur þar vegna reglna um einangrun gælu- dýra hér á landi en hann fær að fara í sveitina á meðan. Hann klæðir sig stundum upp á fyrir þáttinn og á ýmis skemmtileg föt,“ segir hún. I þáttum Bergljót- ar eru sýndar teikni- myndir en einnig er hún með dagskrár- gerð. Hún telur sig heppna með teikni- myndir. „Ég er að sýna uppá- haldsteiknimynda- persónurnar mínar, Ástrík, Kalla kanínu, Lukku Láka, Stjána bláa og Anastasíu og svo má lengi telja,“ segir hún. Bergljót fær einnig marga góða gesti í þátt sinn. „Ég fæ oft skemmtilegar persónur í heimsókn, t.d. hef ég fengið brjálaðan vísindamann, mör- gæs frá Suðurpólnum og snjó- karl sem ætlaði að verða fyrsti íslenski snjókarlinn til að komast á Norðurpólinn,“ seg- ir Bergljót. „Ég leik sjálf ömmuna sem býr í Árbæjar- safninu, fer í íslenskan þjóð- búning og les íslenskar þjóð- sögur og ævintýri fyrir börn- in. Svo hef ég farið í spákonu- gervi og lesið í kristalskúlu og spil. í vetur spáði Spinna spá- kona sífelldri snjókomu og vona að það sé ekki henni að kenna að það ætlaði aldrei að hætta að snjóa,“ segir Berg- ljót hlæjandi. Bergljót er með getraun í hverjum þætti og krakkarnir eru duglegir að senda inn lausnir. „Þátttakan er svo mikil að tölvan mín gafst upp einn góðan veðurdag. Hún þoldi ekki allan þennan tölvupóst frá börnunum og stíflaðist. Því var nú fljótlega kippt í lag,“ segir hún. „Svo eru börnin dugleg að senda mér myndir sem þau hafa teiknað eða málað.“ Útlit þáttarins sem er óvenjulegt hefur vakið at- hygli og hrifningu barnanna. „Segja má að þetta sé nokk- urs konar prinsessuþáttur því börnin hafa oft kallað mig prinsessuna á skjánum í bréf- um sínum. Umgjörðin utan um þáttinn er ævintýraleg og falleg. Ég vil ekki hafa þetta eins og ég sé að bjóða börn- unum inn á heimili, heldur í ævintýraheim. Ég sit t.d. í rólu en ekki stól þegar ég tala við þau. í sumar verð ég ekki í ævintýrastúdíóinu heldur á ævintýraferðalagi, en Talna- púkinn mun aftur á móti vera í myndstúdíói Skjás eins og halda utan um þáttinn. Hann býður börnin velkomin og kveður þau,“ segir Bergljót að lokum. Bergljót stödd fyrir Irainan Disneyland í París. Islensk liörn fá að sjá í barnaþátt- unnin 2001 nútt hvaft hún var aft gera í París í allt Kærasti Bergljótar hefnr liúið stærstan liluta ævi sinnar í París og er því besti leiðsögumaður sein völ er á í þessari borg. Hann hefur einnig verið hafsjór hug- niyiula fyrir Bergljótu enda unnið fyrir sjónvarpsstiiðina Canal + í Frakklandi. 12 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.