Vikan


Vikan - 13.06.2000, Qupperneq 19

Vikan - 13.06.2000, Qupperneq 19
andrúmslofti íbúðarinnar. Það má einnig setja nokkra dropa af hreinni olíu í skál með sjóðheitu vatni og anda að sér gufunum. Þá er best að setja handklæði yfir skálina og anda að sér gufunum í eins þéttu formi og hægt er. Ilmolíurnar má einnig setja í bómullarhnoðra á ofn en hitinn eykur lyktina sem berst um íbúðina og veitir íbúum hugarró, orku og gleði. Hreinar ilmolíur má svo blanda í vatn, setja í úðabrúsa og sprauta víða um íbúðina til að fá híbýlailm sem einnig er mjög áhrifaríkt. Ilmkjarnaolíumeðferð er notuð við þunglyndi og streitu, til að örva og fríska eða til að slaka á vöðvum sem eru spenntir vegna vöðva- bólgu eða gigtarvandamála. Einnig eru til bólgu- og bakt- eríudrepandi ilmolíur, ilmol- íur sem hreinsa húð og draga úr unglingabólum. Ilmkjarna- olíur eru góðar við einbeiting- arskorti, svefnleysi, fyrirtíða- spennu, bakverkjum, háls- bólgu, kvefi og sveppasýking- um. Ilmkjarnaolíum er oft blandað saman en ekki þykir æskilegt að nota fleiri en tvær eða þrjár saman í senn. Olí- urnar eru mjög sterkar og því oftast nær blandaðar grunnolíu áður en þær eru bornar á líkamann. llmkjarnaolíumeðferð gagnast við: Þunglyndi, kvíða, streitu, vöðva- og gigtarverkjum, meltingarkvillum, fyrirtíða- spennu, tíðahvörfum ogsjúk- dómum eftir fæðingar, húð- kvillum og til að örva og auka unað ástarlífsins. Gott að muna þegar ilm- kjarnaolíur eru notaðar: Til að ilmurinn og gufurn- ar nýtist sem best er gott að loka vel að sér meðan olían er notuð. Þær má aldrei taka inn. Fyrir barnshafandi kon- ur er ekki æskilegt að nota ilmkjarnaolíur fyrstu þrjá mánuði meðgöngu og ekki ef meðganga er erfið, nema í samráði við lækni. Nokkrar jurtir og virkni ilmkjarnaolíu beirra: Ylang Ylang er slakandi og hjálpar gegn streitu- og kvíða- tengdum vandamálum. Rós örvar tilfinningarnar og vekur unaðskennd, vinnur einnig gegn ennisholubólg- um, blóðrásarvandamálum, svefnleysi, fyrirtíðar- spennu og fl. Lavender er slak- andi og góð við þreytu, gagnast við höfuðverk og öðrum verkjum, góð á sár og marbletti, við sýkingum, skor- dýrabiti og fleira. Frankincense hefur hlýjan, róandi ilm og er verkjastillandi og góð við bakverkjum. Bergamot (tré af sítrónuætt) er frísk- andi og örvandi, vinn- ur gegn þynglyndi og örvar blóðrásina. Rósmarín örvar skynfærin og eykur einbeitingarhæfileik- ann, vinnur gegn gleymsku og andlegri þreytu, góð við öndun- arfæravandamálum, verkjum eftir erfiði, harð- sperrum og einnig góð við feitu hári. Sedrusviður er róandi og sefjandi. Er vökvalosandi, sýkladrepandi og vinnur vel gegn ýmiss konar sveppasýk- ingum. Sedrusviður blandast vel sandalviði og margir nota slíka blöndu til að hjálpa sér að slaka á við hugleiðslu. Kamilla veitir vellíðan og hughreystir. Hún gagnast sömuleiðis við krampa, róar taugakerfið og vermir vel ef fólki er kalt. Clary Salvía er slakandi og vinnur vel gegn þunglyndi. Salvía er einnig sýkladrep- andi og kemur góðri reglu á meltinguna. Hægt er að blanda hana við Ylang Ylang og rósmarín og þá hefur hún bæði slakandi og endurnær- andi áhrif. Eukalyptus er orkugjafi sem hreinsar hugann. Ilm- kjarnaolían hreinsar einnig vel öndunarveginn og gagn- ast við kvefi og ýmsum öðrum kvillum í öndunarfærum. Eukalyptus er góð við gigt og bólgum. Síprusviður eykur vellíðan, dregur úr vondri líkamslykt og gagnast gegn krömpum og meltingartruflunum. Geranía veitir hugarró og gleður. Henni má blanda við flestar aðrar olíur og eykur hún þá áhrif þeirra. Terunnaolía vinnur gegn bakteríum, hreinsar og afeitr- ar. Hún endurnærir og kætir og er góð vörn gegn hvers konar sýkingum. Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.