Vikan - 13.06.2000, Síða 20
Texti: Hrund Hauksdóttir
Nsónu
lifsins!
myndar í þessum mál-
um. Þau vita fátt
skemmtilegra en að
ösla úti í grenjandi
rigningu!
Dæmigerður morgun: Þú
vaknar, hellir svefndrukkin
upp á rotsterkt kaffi, hend-
ist af stað í grenjandi rign-
ingu og sest í stóiinn í vinn-
unni, bar sem hú munt eyða
öllum deginum. Allir morgn-
ar eru eins; bú ferð dofin í
gegnum sama ferlið og gef-
ur bér ekki svigrúm til bess
að njóta líðandi stundar.
Uæri ekki mun skemmtilegra
að gæla við öll skilningarvit-
in og hleypa ástríðu og
ánægju inn í hvunndaginn?
Með bví að fara á handa-
hlaupum í gegnum daglegt
líf missum við af öllum lítlu
smáatriðunum sem geta
haft mjög jákvæð áhrif á
vellíðan okkar. Það er bví vel
bess virði að staldra aðeins
við og njóta lífsins.
Það er svo sem ekki flók-
ið mál að njóta einfald-
leika lífsins og það
krefst lítillar sem engr-
ar fyrirhafnar. Gefðu þér tíma til
þess að finna angan blómanna og
njóta umhverfisins. Hér kemur
listi yfir nokkrar unaðsemdir sem
auðveldlega er hægt að upplifa
og njóta. Það eina sem þú þarft
að gera er að setja skilningarvit-
in í fluggír og um leið verður líf
þitt fyllra en þig hafði dreymt um.
Gakktu án regnhlífar í
rigningunni.
Það getur verið frábært að fara
í hressandi gönguferð og ösla í
pollunum í grenjandi rigningu, ef
maður er vel klæddur. Það er
yndisleg tilfinning að finna ferska
dropana á hörundi sínu og heyra
niðinn frá rigningunni. Regn-
kápa og stígvél eða góðir skór
verða að vera með í för og að
sjálfsögðu góða skapið. Við get-
um tekið börnin okkur til fyrir-
Uaknaðu
snemma.
Vaknaðu aðeins fyrr en vana-
lega á morgnana svo þú getir átt
notalega stund heima við áður en
þú tekst á við daginn. Hættu að
kaupa ódýrt kaffi í stórum um-
búðum og hella upp á fulla könnu
á hverjum morgni. Veldu þér
frekar sérmalað eðalkaffi og
njóttu þess að dreypa á 1-2 boll-
um þegar þú vaknar. Breyttu
reglulega um tegund til þess að
kitla bragðlaukana og fá mis-
munandi kaffiilm í húsið. Ef þú
drekkur ekki kaffi þá getur þú
valið úr miklu úrvali af tei. Gefðu
þér tíma til þess að horfa á morg-
unsjónvarpið á Stöð 2 sem er sér-
lega skemmtileg blanda af frétt-
um, fróðleiksmolum og viðtöl-
um.
Notaðu falleg undirföt.
Eftir sjóðheita morgunsturt-
una er mjög gott að bera raka-
krem eða uppáhalds „body
lotionið" þitt á líkamann. Það er
bæði frískandi og gott fyrir húð-
ina. Dustaðu svo rykið af fallega
undirfatnaðinum sem þú lumar á
inni í skáp en notar aldrei nema
við hátíðleg tækifæri og njóttu
þess að vera vel klædd innst sem
yst. Silki- og satínáferð á undir-
fötum er mjög þægileg og þér
finnst þú örugglega vera fínni og
kvenlegri í vinnunni en venju-
lega.
Kauptu plöntur.
Það er gaman að eiga falleg
blóm til þess að lífga upp á
nánasta umhverfi sitt, hvort
sem er heima eða í vinnunni.
Ef þú átt ekki neinar plönt-
ur og afsakar þig með því að
þú hafir ekki „græna fingur"
þá skaltu skoða þá afstöðu
þína upp á nýtt. Farðu í
gróðrastöð og fáðu fagmann
til þess að leiðbeina þér um
hvers konar plöntur séu lífseig-
ar og þurfi litla umhirðu. í leið-
inni getur þú keypt fagurmálaða
blómapotta og heimili þitt mun
öðlast suðrænan blæ. Á sumrin er
mjög gaman að kaupa falleg
pottablóm til þess að hafa úti á
svölum eða í stóru keri við úti-
dyr eða í innkeyrslu. Skrautleg
sumarblóm eru mikill gleðigjafi.
Það er líka virkilega gaman að
kaupa vönd af afskornum rósum
í næstu matvöruverslun til þess
að gleðj a aðra eða bara sj álfa þig.
Namm... súkkulaði.
Það er varla til sú manneskja
sem ekki elskar súkkulaði en við
konur reynum oft að forðast það
af ótta við að fitna. En lífið (og
súkkulaðið) er til að njóta þess!
Þótt þú leggir áherslu á hollt
mataræði þá er engin ástæða til
þess að sniðganga ástríðufullt
súkkulaðiát. Þegar þú ert slöpp
eða illa fyrirkölluð hresstu þig þá
við með góðu súkkulaði eða
heimsæktu vinkonu þína með lít-
inn konfektkassa og njótið hans
saman.
Dansaðu.
Næst þegar þú ert heima við og
hefur ekkert fyrir stafni spilaðu
þá uppáhaldstónlistina þína og
dansaðu eins og þú eigir lífið að
leysa. Eldfjörug, spænsk tónlist
er tilvalin til þess að sleppa fram
af sér beislinu og dansa af ósvik-
inni innlifun. Ef þú átt maka þá
tekur þú hann að sjálfsögðu með
í sveifluna, eða börnin. En þú
getur líka notið þess að dansa ein.
Leiktu með leir.
Að vinna með leir er slak-
andi og skemmtileg af-
þreying.
Bleyttu hendurnar og hnoðaðu
leirinn, klíptu í hann og rúllaðu
honum. Börn hafa mjög gaman
af því hnoða leir og því getur
þetta orðið hin besta fjölskyldu-
skemmtun. Gefðu ímyndunarafl-
inu og sköpunargleðinni lausan
tauminn.
Handskrifaðu bréf.
Gefðu þér stund til þess að
setjast niður og skrifa vinkonu
þinni eða vini bréf upp á gamla
móðinn, þ.e.a.s. slepptu tölvu-
póstinum og handskrifaðu.
Kauptu þér fallegt bréfsefni og
vandaðu skriftina. Það er mjög
gaman að fá handskrifuð bréf inn
um lúguna hjá sér og það er ekki
síður gaman að skrifa þau.
Slökunartónlist.
Eftir langan og erfiðan dag er
nauðsynlegt að slaka á og hvíla
sig. Þá er tilvalið að hlusta á ljúfa
slökunartónlist og láta hugann
reika eða jafnvel hugsa ekki
neitt.
Skrevttu skrifstofuna.
Það er bráðnauðsynlegt að láta
sér líða vel á vinnustað og það er
ýmislegt hægt að gera til þess.
Hafðu mynd af börnunum, hund-
inum þínum, eða bara einhverja
mynd sem gleður þig, í ramma á
borðinu þínu. Fallegar plöntur í
skrautlegum pottum eða afskor-
in blóm í vasa hafa góð áhrif á
lundina. Veldu þér sérlega falleg-
an bolla sem þú notar bara í vinn-
unni en þá verður enn
skemmtilegra
að fá sér
kaffi-
sopa.
20 Vikan