Vikan - 13.06.2000, Qupperneq 24
Besta
gjöfin
„Vini sínum skal maður vinur vera
nggjalda gjöívið gjöí."
(Ur Hávamálum)
Alls kyns gjafir eru hluti af
menningu okkar og hafa
ýmis konar merkingu í hug-
um okkar. Flestir eiga ein-
hverjar minningar tengdar
góðum gjöfum sem heir
hafa hegið eða gefið í gegn-
um tíðina, einhvern hlut, lít-
inn eða stóran, sem hefur
mikið tilfinningalegt gildi
sem ekki gleymist. Vikan tók
hús á nokkrum hióðhekktum
eínstaklingum og spurði bá
um bestu gjöfina sem beir
hefðu fengið um ævina.
Fyrst fyrir svörum var leik-
konan, Nanna Kristín Magn-
úsdóttir. Uppáhaldsgjafir
Nönnu Kristínar eru gjafir
sem hafa komið henni veru-
lega á óvart.
Nanna Kristín
Magniísdóttir
leikkona kann
vel að nieta /
}>jafír sem
konia á óvart.
„Það er kannski svolítið erfitt að svara þessu í fljótu
bragði en fyrsta gjöfin sem kemur upp í huga minn
er jólagjöf sem ég fékk frá mömmu og fósturföð-
ur mínum þegar ég bjó með þeim í Svíþjóð þegar
ég var sex ára. Mig hafði lengi dreymt um Lundby
dúkkuhús sem mér fannst ofsalega flott. Mamma
og fósturfaðir minn keyptu svona hús til að gefa
mér í jólagjöf en settu það ekki inn í stofu undir tréð
þar sem það var svo stórt og auðþekkjanlegt í lag-
inu að ég hefði uppgötvað strax hvað var í pakk-
anum ef það hefði verið undir trénu. Þess í stað
komu þau með húsið inn í stofu á aðfangadags-
kvöld og tóku mynd af mér þegar ég sá húsið. Ég
var svo hissa og glöð að ég vissi ekki hvernig ég
átti að vera. Ég hafði fengið það sem mig langaði
þá mest í í öllum heiminum. Enda sést það vel á
myndinni hvaða viðbrögð húsið vakti. Því fylgdu
borðstofuhúsgögn og dúkkufjölskylda og síðan
safnaði ég húsgögnum í húsið, gerði það mjög fínt
og lék mér mikið með það,“ segir Nanna Kristín
og verður angurvær í röddinni þegar hún hugsar
um hið dásamlega Lundby dúkkuhús sem var
draumur margra lítilla stúlkna á þessum árum,
hvort sem var í Svíþjóð eða á íslandi.
Gulur páfagaukur
„Seinni gjöfin sem kemur upp í hugann var líka
jólagjöf frá móður minni og fóstuföður sem kom
verulega á óvart. Þau beittu sömu aðferð og þeg-
ar þau gáfu mér dúkkuhúsið, þ.e.a.s. komu meö
gjöfina inn í stofu en settu hana ekki undir tréð og
tóku síðan mynd.Þá gjöffékk ég þegar ég var þrett-
án ára og það fyndna er að viðbrögð mín við þeirri
gjöf voru nákvæmlega eins og við þeirri fyrri sem
ég fékk þegar ég var sex ára því svipurinn á mér
á myndinni sem var tekin í seinna skiptið er alveg
eins og í fyrra skiptið. Ég gat varla trúað að ég hefði
fengið þessa frábæru gjöf, nákvæmlega það sem
mig langaði mest í,“ segir Nanna Kristín.
En hver var hún þessi dularfulla gjöf? „Það var
gulur páfagaukur," segir Nanna Kristín hlæjandi.
„Ég hafði séð gulan páfagauk í auglýsingu sem
Ragnhildur Gísladóttir söng í um Nóa-konfekt og
heillaðist alveg.“
Að sögn Nönnu Kristínar átti hún bæði dúkku-
húsið og páfagaukinn lengi og hélt mikið upp á
hvoru tveggja. „Dúkkuhúsið er enn til einhvers
staðar í geymslu hjá mömmu en páfagaukurinn
er hjá Guði,“ bætir Nanna Kristín við.
Suekkjandi skólataska
Þegar talað er um gjafir rifjast líka upp fyrir
Nönnu Kristínu ein gjöf sem hún var mjög svekkt
yfir að fá þótt gjöfin sem slík væri bæði falleg og
nytsamleg.
„ Ég man eftir einum jólum stuttu eftir að Stöð
2 byrjaði þegar ég fékk gjöf sem ég var voðalega
svekkt með. Mig langaði voðalega mikið að fá
Stöð 2 og sá pakka undir trénu sem var alveg eins
í laginu og myndlykill. Ég var viss um að mamma
og fósturfaðir minn ætluðu að gefa mér áskrift að
Stöð 2 í jólagjöf. Þegar ég hins vegar tók svo pakk-
ann upp fann ég strax að hann var alltof léttur til
að vera myndlykill. í pakkanum var falleg leður-
skólataska sem ég var þó svekkt yfir þar sem
myndlykillinn hafði verið mun ofar á óskalistan-
um.“
Nanna Kristín þekkir greinilega vel til hugtaks-
ins, sælla er að gefa en þiggja, því henni er einnig
minnistæð gjöf sem hún gaf unnusta sínum í jóla-
gjöf í hitteðfyrra.
„Ég gaf honum Playstation-leikjatölvu," segir
Nanna Kristín hlæjandi. „Ég vissi eiginlega að hann
myndi ekki kaupa sér hana sjálfur en hann lang-
aði mikið í hana og því ákvað ég að gefa honum
hana í jólagjöf."
En hefur hann þá ekki bara setið fastur við tölv-
una síðan hann fékk hana unnustunni til mikillar
skapraunar? „ Nei, nei, þetta var allt í lagi því ég
hef sjaldan séð glaðari mann og hann þegar hann
opnaði pakkann," segir Nanna Kristín að lokum.
24
Vikan