Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 28
Mamma gittist fimm sinnum
Mamma er alls ekhi slæm
kona. Hún reyndi sítt
besta til að vera okkur
góð móðir en skrautlegt
ástarlíf hennar hafði mun
meiri áhrif á líf okkar
systkinanna, og bá sér-
staklega mitt líf, heldur en
hún gerði sér grein fyrir.
Hjónaskilnaðir eru tíðir í
dag og fólki finnst oft lítið
mál að stofna til nýs sam-
bands og iafnvel fleiri en
eins bótt börn af fyrri
samböndum eða hjóna-
böndum séu til staðar.
Fólk telur sjálf u sér trú
um að ef bað sé ánægt
hljóti börnin að aðlagast
og verða ánægð í nýju
fjölskyldunni. Málið er
síður en svo svona ein-
falt. Ég er rúmlega brítug í
dag og á að baki fjölda
sambanda víð ágætis
menn sem ég kastaði öll-
um frá mér af bví að ég
var svo viss um að ekkert
beirra gæti enst. Uppvöxt-
urinn hafði kennt mér að
ástin varir ekki að eilífu-
að minnsta kosti ekki hjá
mömmu.
Móðir mín eignað-
ist bróður minn
með fyrsta eigin-
manni sínum
þegar hún var aðeins fimmtán
ára gömul. Eg geri ráð fyrir að
það hafi verið slys en sennilega
hefur hún að ýmsu leyti verið
fegin að losna að heiman þar
sem faðir hennar var alkó-
hólisti.
Hún giftist barnsföður sínum
þegar hún var átján ára en skildi
við hann innan árs. Ég veit svo
sem ekki hver ástæðan fyrir
skilnaðinum var því þessi mað-
ur er mjög ljúfur og góður og
hefur alltaf verið bróður mínum
fyrirmyndarfaðir og ákaflega
umhyggjusamur í minn garð
líka. Sennilega hafa þau bara
verið of ung og bæði bróðir
minn og þriðji eiginmaður
mömmu eru mér sammála um
að hún hafi einfaldlega ekki
getað bundist einum manni.
Ástæðan var ekki sú að hún
væri illa innrætt eða laus í
rásinni heldur miklu frekar sú
að hún þurfti á svo mikilli ást að
halda eftir vanrækslu í eigin
uppeldi að ást eins manns
nægði henni einfaldlega ekki.
Hún varð að fá staðfestingu á
að fleiri menn gætu elskað
hana.
Annar eiginmaður móður
minnar var faðir minn. Mikill
rólyndismaður sem var fimmt-
án árum eldri en hún og hafði
alltaf verið einhleypur. Þau
kynntust þegar móðir mín var
tuttugu og eins árs, eftir því sem
ég best veit, og eignuðust mig
og giftu sig þegar hún var tutt-
ugu og þriggja ára. Hjónaband
þeirra entist lengst allra hjóna-
banda móður minnar (hingað
til að minnsta kosti). Þau skildu
hins vegar fyrst þegar ég var sex
ára og við mamma og bróðir
minn, fluttum til Vestfjarða í
nokkra mánuði þar sem
mamma fór að vinna á skrif-
stofu. Mamma og pabbi tóku
hins vegar aftur saman þegar ég
var að verða átta ára, mér til
mikillar gleði. Sú sæla var
skammvinn því þau skildu end-
anlega aftur rétt áður en ég varð
níu ára. Ég var niðurbrotin þeg-
ar þau skildu og fór að pissa
undir á næturnar og gat ekki
borðað. Ég vildi verða eftir hjá
pabba en mamma tók það ekki
í mál. Hún var alls ekki vond við
mig en hún átti líka erfitt eftir
að þau pabbi skildu og gat lítið
gefið mér af sér. Hún var eirð-
arlaus og fór mikið út að
skemmta sér þannig að ég og
bróðir minn vorum mikið ein
heima um helgar. Hún passaði
sig samt á því að koma aldrei
með karlmenn með sér heim af
böllum því hún gerði sér grein
fyrir að það myndi fara illa með
okkur.
Hún átti sennilega kærasta á
þessu tímabili en hún var þó
nógu tillitsöm til að halda þeim
utan við líf okkar. Kannski var
það misskilin tillitssemi hjá
henni því einn daginn kom hún
heim úr vinnunni með mann
með sér sem hún sagðist ætla að
giftast og sagði að hann ætlaði
að flytja til okkar. Þetta gerðist
tæpum tveimur árum eftir að
hún og pabbi skildu og ég fékk
algjört brjálæðiskast. Sem bet-
ur fer var maðurinn, sem heitir
Daníel, ákaflega góður og
skilningsríkur þar sem hann átti
sjálfur börn af fyrra hjóna-
bandi. Hann vann mig á sitt
band smátt og smátt og mér fór
að þykja mjög vænt um hann.
Það er óhætt að segja að Daní-
el standi upp úr af þessum fóst-
urfeðrum mínum því ég fann
fyrir mesta örygginu þegar
hann og mamma bjuggu sam-
an og mér fannst við næstum
því vera eðlileg fjölskylda.
Mamma hafði vit á því að gift-
ast Daníel ekki strax en hún
varð þó fljótlega ófrísk og eign-
aðist tvíbura með honum þeg-
ar ég var tæplega þrettán ára,
okkur öllum til mikillar gleði.
En Adam var ekki lengi í Para-
dís því eftir að tvíburarnir fædd-
ust breyttist samband mömmu
og Daníeis mikið tii hins verra
og það endaði með því að hún
henti honum bókstaflega út á
gallabuxunum einum fata þeg-
ar tvíburarnir voru hálfs árs.
Daníel var miður sín og ákveð-
inn í að ná í hana og okkur öll
aftur. Hann tók okkur öll til sín,
mig og bróður minn líka, um
helgar og var ofsalega góður við
okkur. Á endanum tók mamma
við honum aftur og þau giftu sig
eiginlega strax og hann flutti
inn aftur. Mér fannst frábært að
fá Daníel aftur og var ákaflega
glöð yfir því að hann og
mamma skyldu gifta sig. Ég sé
það hins vegar núna hversu
heimskulegt og barnalegt það
var af þeim að gifta sig um leið
og þau tóku saman aftur því
sælan stóð stutt.
Flokíð fjölskyldulíf
Ég man að mamma og Dan-
íel skildu endanlega rétt fyrir jól
þegar ég var að verða sextán
ára. Vinkonur mínar komu í
heimsókn á Þorláksmessu. Ég
var að passa tvíburana og
skreyta jólatréð því mamma
vann í verslun og kom því seint
heim á Þorláksmessu. Við vor-
um að koma pökkum fyrir und-
ir trénu þegar önnur vinkona
mín sagði í barnslegu hugsunar-
leysi að hún öfundaði mig af öll-
um þessum pökkum. Það var al-
veg rétt hjá henni að ég fékk
fullt af jólagjöfum því ég fékk
að sjálfsögðu pakka frá
mömmu og hennar fjölskyldu,
pabba og hans fjölskyldu og svo
fékk ég líka pakka frá föður
bróður míns og Daníel og for-
28
Vikan