Vikan


Vikan - 13.06.2000, Síða 36

Vikan - 13.06.2000, Síða 36
GRÆNMETISHANASTÉL 6 gulrætur, endar skornir af 4 sellerístönglar, endar skornir af 1 rauð paprika 3 tómatar 1 bolli steinselja 1 gulrófa safi úr 1/2 sítrónu AÐFERD: Hreinsið grænmetið vel og skerið í smáa bita. Setjið grænmetið í safapressuvél og pressið safann úr grænmet- inu. Setjið safann í könnu ásamt safanum úr sítrónunni og hrærið öllu vel saman. Hellið safanum í glös og ber- ið fram. GRÆNMETISSAFI 6 tómatar 3 gulrœtur 5 sellerístönglar 2 rauðar paprikur 1/2 gulrófa 2 msk. sítrónusafi ADFERÐ: Skolið og skerið grænmet- ið niður. Setjið í safapressuvél og pressið safann úr græn- metinu. Setjið í könnu og hrærið öllu vel saman, bætið sítrónusafa saman við. Hellið í 2 glös. MÖNDLUMJÓLK 1/2 bolli afhýddar möndlur 2 glös vatn 1 vanillustöng AÐFERÐ: Setjið möndlurnar í bland- ara og myljið smátt. Bætið kornum úr vanillustöng sam- an við ásamt vatni og hrærið öllu saman þar til drykkurinn er kekkjalaus. Sigtið drykk- inn og hellið í könnu. VATNS- OG HUN- ANGSMELÓNUSAFI 1/4 stór melóna 1/2 hunangsmelóna AÐFERD: Skerið vatns- og hun- angsmelónu úr hýðinu. Fjar- lægið steina. Skerið melón- urnar í ræmur og setjið í safa- pressuvél. Setjið safann í könnu og hrærið. Hellið í 2 glös og setjið ísmola út í. GULLINN MORGUNDRYKKUR 3 appelsínur 1 sítróna 4 eggjarauður 1 msk. fljótandi hunang ADFERÐ: Pressið safann úr appelsín- unum. Setjið eggjarauður í matvinnsluvél og bætið safan- um og hunangi saman við. Hrærið uns safinn verður freyðandi. Setjið í könnu og hellið í 2 glös. KRAKKAKOKTEILL 1 dós jógúrt án bragðefna safi úr 2 appelsínum 100 g jarðarber 1 banani safi úr 1/2 sítrónu 1 msk. fljótandi hunang AÐFERD: Setjið jógúrt, appel- sínusafa, hreinsuð jarðarber og afhýddan banana í mat- vinnsluvél. Hrærið uns safinn verður freyðandi og bætið sítrónusafa og hunangi sam- an við. Hellið í könnu og síð- an í 2 krakkaglös. EPLA-SELLERÍSAFI 6 epli 2 sellerístönglar safi úr 1 sítrónu ísmolar 1 bolli sódavatn ADFERÐ: Skerið eplin og selleríið í smáa bita. Setjið grænmetið í safapressuvél ásamt sítrónusafa og hrærið þar til öllu er vel blandað saman. Hellið safanum í könnu og bætið ísmolum og sódavatni saman við. Hellið safanum í glös og berið fram. JARDARBERJAKOKKTEILL 250 g jarðarber 3 appelsínur 1/2 hunangsmelóna 1/4 l sódavatn ísmolar appelsínusneiðar til að skreyta með ADFERÐ: Skolið jarðarberin og setjið þau í safapressuvél. Pressið berin og setjið safann úr þeim í könnu. Skerið appelsínur og melónu í smáa bita og press- ið safann úr þeim og bætið saman við. Bætið ísmolum og sódavatni saman við og hrær- ið öllu vel saman. Hellið í glös og skreytið með appel- sínusneið. Berið fram. Verði ykkur að góðu, Fríða Sophía Böðvarsdóttir 36 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.