Vikan


Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 36

Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 36
GRÆNMETISHANASTÉL 6 gulrætur, endar skornir af 4 sellerístönglar, endar skornir af 1 rauð paprika 3 tómatar 1 bolli steinselja 1 gulrófa safi úr 1/2 sítrónu AÐFERD: Hreinsið grænmetið vel og skerið í smáa bita. Setjið grænmetið í safapressuvél og pressið safann úr grænmet- inu. Setjið safann í könnu ásamt safanum úr sítrónunni og hrærið öllu vel saman. Hellið safanum í glös og ber- ið fram. GRÆNMETISSAFI 6 tómatar 3 gulrœtur 5 sellerístönglar 2 rauðar paprikur 1/2 gulrófa 2 msk. sítrónusafi ADFERÐ: Skolið og skerið grænmet- ið niður. Setjið í safapressuvél og pressið safann úr græn- metinu. Setjið í könnu og hrærið öllu vel saman, bætið sítrónusafa saman við. Hellið í 2 glös. MÖNDLUMJÓLK 1/2 bolli afhýddar möndlur 2 glös vatn 1 vanillustöng AÐFERÐ: Setjið möndlurnar í bland- ara og myljið smátt. Bætið kornum úr vanillustöng sam- an við ásamt vatni og hrærið öllu saman þar til drykkurinn er kekkjalaus. Sigtið drykk- inn og hellið í könnu. VATNS- OG HUN- ANGSMELÓNUSAFI 1/4 stór melóna 1/2 hunangsmelóna AÐFERD: Skerið vatns- og hun- angsmelónu úr hýðinu. Fjar- lægið steina. Skerið melón- urnar í ræmur og setjið í safa- pressuvél. Setjið safann í könnu og hrærið. Hellið í 2 glös og setjið ísmola út í. GULLINN MORGUNDRYKKUR 3 appelsínur 1 sítróna 4 eggjarauður 1 msk. fljótandi hunang ADFERÐ: Pressið safann úr appelsín- unum. Setjið eggjarauður í matvinnsluvél og bætið safan- um og hunangi saman við. Hrærið uns safinn verður freyðandi. Setjið í könnu og hellið í 2 glös. KRAKKAKOKTEILL 1 dós jógúrt án bragðefna safi úr 2 appelsínum 100 g jarðarber 1 banani safi úr 1/2 sítrónu 1 msk. fljótandi hunang AÐFERD: Setjið jógúrt, appel- sínusafa, hreinsuð jarðarber og afhýddan banana í mat- vinnsluvél. Hrærið uns safinn verður freyðandi og bætið sítrónusafa og hunangi sam- an við. Hellið í könnu og síð- an í 2 krakkaglös. EPLA-SELLERÍSAFI 6 epli 2 sellerístönglar safi úr 1 sítrónu ísmolar 1 bolli sódavatn ADFERÐ: Skerið eplin og selleríið í smáa bita. Setjið grænmetið í safapressuvél ásamt sítrónusafa og hrærið þar til öllu er vel blandað saman. Hellið safanum í könnu og bætið ísmolum og sódavatni saman við. Hellið safanum í glös og berið fram. JARDARBERJAKOKKTEILL 250 g jarðarber 3 appelsínur 1/2 hunangsmelóna 1/4 l sódavatn ísmolar appelsínusneiðar til að skreyta með ADFERÐ: Skolið jarðarberin og setjið þau í safapressuvél. Pressið berin og setjið safann úr þeim í könnu. Skerið appelsínur og melónu í smáa bita og press- ið safann úr þeim og bætið saman við. Bætið ísmolum og sódavatni saman við og hrær- ið öllu vel saman. Hellið í glös og skreytið með appel- sínusneið. Berið fram. Verði ykkur að góðu, Fríða Sophía Böðvarsdóttir 36 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.