Vikan


Vikan - 13.06.2000, Page 39

Vikan - 13.06.2000, Page 39
honum einnig að hún hefði blekkt mann sinn til að skrifa undir þrjú líftryggingarskír- teini hjá þremur mismunandi tryggingarfyrirtækjum og að hún gæti átt von á allt að 96.000 dollurum eftir andlát Alberts. Judd þverneitaði að taka þátt í morði og hann margreyndi að fá Ruth ofan af áformum sínum. Hann benti henni á að hún gæti auð- veldlega skilið við mann sinn og þau tekið saman. Henni nægði hins vegar ekki tilhugs- unin um hjónabandssælu með Judd og vildi peningana líka. Hún var nógu skynsöm til að ganga ekki hart að elsk- huga sínum, þvert á móti gaf hún til kynna að hún ætlaði að fremja verknaðinn sjálf og vildi einungis fá að ræða áætl- anir sínar við hann. Það er at- hyglisvert að Judd var ekki tilbúinn að fremja morð en hann var fullkomlega sáttur við að hlusta á hana tala um það og leggja á ráðin. Smátt og smátt tókst henni þó að brjóta andstöðu hans á bak aftur með því að tala um morðið eins og hvern annan hversdagsviðburð og gefa í skyn að ef ekki yrði af því væri ástríðufullu sambandi þeirra tveggja lokið. Judd gat ekki hugsað sér það, enda var þetta í fyrsta sinn sem hann upplifði svo sterkar tilfinning- ar. Seinna sagði hann að hún hefði flækt hann í slíkum og þvílíkum vef að hann hafi að síðustu ekki vitað hvar hann var staddur. Þegar samþykki Judds lá fyrir ákváðu þau skötuhjúin að láta til skarar skríða hinn sjöunda mars árið 1927. Judd útvegaði klóróform sem Ruth ætlaði að gefa manni sínum. Þegar hann væri sofnaður átti Judd að koma með lóð og berja Albert í höfuðið með því. Aætlunin fór út um þúf- ur þegar Judd, þrátt fyrir að hafa drukkið ótæpilega í sig kjark úr viskíflösku, hætti við á síðustu stundu og sneri frá. Ruth sendi honum hvorki fleiri né færri en níu skeyti og bréf þar sem hún grátbað hann að koma aftur hinn 19. mars og ljúka verkinu. Það kvöld var þeim hjónum boð- ið í samkvæmi og móðir Ruthar yrði í burtu nætur- langt. Ruth ætlaði að skilja eftir opnar bakdyrnar og bað Judd að fara inn, fela sig og bíða komu þeirra hjóna heim úr samkvæminu. Þungur dómur Ruth sá til þess að Albert drakk ótæpilega í samkvæminu og þegar þau komu heim var hann mjög drukkinn. Hún fór inn í her- bergi móður sinnar og þar beið Judd. Hún spurði hann hvort hann ætlaði ekki að láta verða af þessu í þetta sinn. Hann hafði hresst sig á viskíi eins og í fyrra sinnið og kvaðst mundi reyna en hann vissi ekki hvort hann gæti þetta. Þegar Ruth taldi að tíminn væri kominn héldu þau inn í hjónaherbergið. Ruth svæfði mann sinn enn fastari svefni með klóróformi og barði hann nokkrum sinn- um í höfuðið með lóðinu. Þá var komið að Judd að fram- kvæma sinn hluta verksins. Hann tók upp mjóan vír sem hún hafði skipað honum að kaupa og vafði urn háls ósjálf- bjarga mannsins í rúminu og herti að. Skötuhjúin bundu næst hendur líksins með hálsbindi og Ruth tróð bómull upp í munn þess. Hún minnti elsk- huga sinn á að þau yrðu að róta til í húsinu svo útlit væri fyrir að um innbrot hefði ver- ið að ræða. Hún bað hann einnig að ganga úr skugga um að Albert væri örugglega dá- inn en þá var Judd nóg boð- ið. Hann hvæsti á hana að hún sæi hann aldrei framar en hann lauk samt við að hvolfa úr skúffum og troða á sig pen- ingum og skartgripum til að ránssagan yrði trúverðug. Að lokum bað Ruth hann að slá sig í rot en það gat hann ekki svohann batt hana og keflaði og skildi hana eftir liggjandi á rúmi móður sinnar. Judd hafði beðið kunningja Judd Gray, elsk hugi Kuthar. Kuth rétt áður en luín var lítlátin. sinn um að útbúa fjar- vistarsönnun fyrir sig þetta kvöld og gaf þá skýringu að hann héldi fram hjá konu sinni en Judd var ekki giftur. Vinurinn samþykkti þetta og þegar Judd hitti hann nokkrum dögum síðar sagði hann honum að hann hefði verið hjá Ruth Snyder þegar tveir grímuklæddir menn hefðu ráðist inn í húsið og drepið mann hennar. Judd kvaðst hafa beygt sig yfir lík- ið eftir á til að kanna hvort lífsmark væri með manninum og fengið blóð í föt sín. Vin- urinn trúði honum og hjálp- aði honum að brenna fötin. Þetta varð seinna til þess að Judd fékk líflátsdóm því það þótti benda til þess að hann hefði lagt á ráðin um morðið áður og ætlað að reyna að breiða yfir þátt sinn í því. Grunur lögreglu beindist fljótlega að Ruth eftir að hún tilkynnti um morðið. Saga hennar um inn- brotsþjófa var í hæstamáta ósenni- leg og hún gat enga lýsingu gefið á mönnunum. Þegar bréf frá Judd fund- ust í fórum hennar var hann handtek- inn. Judd játaði fljótlega allt og reyndi í fyrstu að koma allri sök á Ruth en lögreglunni tókst að setja saman heillega mynd af atburðunum. Þau Judd og Ruth voru dæmd til dauða og hinn 12. janúar 1928 átti að framfylgja dómnum. Ruth var bjartsýn um að hún yrði náðuð og allt fram á síðustu mínútu bjóst hún við náðun- arbréfinu. Þegar henni varð ljóst að það kæmi ekki fyllt- ist hún mikilli örvæntingu og grét og bað guð ýmist að fyr- irgefa sér eða böðlum sínum. Judd tók yfirvofandi dauða sínum með mikilli ró og á þeim tíma sem dómarinn hafði sagt til um voru þau bæði líflátin hvort í sínum raf- magnsstólnum í Sing Sing fangelsinu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.