Vikan - 13.06.2000, Side 44
Framhaldssaga annar hluti af fjórum
lAGTÆKUR MAÐUR
Þau gengu að bláum
pallbíl. Cooper-
Jackson stóð á hurð-
inni. „Mágur minn á
bílinn," sagði Golding þegar
Maggie leit spyrjandi á hann.
Henni til mikillar skelfingar
óku þau beina leið að bank-
anum. Hún trúði ekki sínum
eigin eyrum þegar læknirinn
spurði hvar skrifstofa
Brinnons væri.
Hjartað barðist í brjósti
hennar á leiðinni upp í lyft-
unni. „Hvað ertu að hugsa?
Ég er viss um að hann verð-
ur alveg brjálaður og segir
mér upp á stundinni.“
„Ef hann gerir það skal ég
ráða þig í vinnu hjá mér,“
sagði hann.
Hún benti honum á skrif-
stofu Brinnons og Dr. Gold-
ing gekk inn án þess að
banka.
Herra Brinnon sat við skrif-
borðið. Hann horfði Maggie
og Dr. Golding til skiptis.
„Mér þykir það leitt," sagði
hann við lækninn. „Ég hef
ekki hugmynd um hver þú ert
en eins og þú sérð er ég upp-
tekinn." Hann benti á papp-
írsstaflana á skrifborðinu.
„Það er allt í lagi,“ sagði Dr.
Golding. „Við verðum ekki
lengi. Það er bara svolítið sem
við þurfum að koma á
hreint.“
Herra Brinnon opnaði
munninn en Dr. Golding
þaggaði niðri í honum. „I
fyrsta lagi flokkast framkoma
þín við Maggie undir kyn-
ferðislegt áreiti. Það hefur
kannski gleymst að kenna þér
það í bankaskólanum, en við-
urlögin við því eru sekt og
jafnvel fangelsisvist.“
Herra Brinnon fölnaði upp.
„í öðru lagi á ég von á því
að lögmaður fröken Ivey hafi
mikinn áhuga á því að fara
yfir starfssamninginn hennar
með lögmönnum bankans.
Mér skilst að þú hafir gert ein-
hvers konar munnlegan
samning við hana. Það getur
svo sem vel verið en líklega er
best að láta dómstólana skera
úr um það.“
Maggie fól andlitið í hönd-
um sér. Hún var komin með
hræðilegan höfuðverk.
Dr. Golding hallaði sér að
henni og hvíslaði í eyra henn-
ar. „Nú er komið að þér.
Segðu honum að láta þig í
friði.“ Hann klappaði henni
uppörvandi á handlegginn.
Maggie dró djúpt að sér
andann. Hún var í vondum
málum nú þegar, hvers vegna
ekki að láta allt vaða.
„Herra Brinnon,“ sagði
hún. „Ég bið þig vinsamlegast
um að láta mig í friði. Mér lík-
ar ekki hvernig þú starir á mig
og heimtar að ég fari með þér
út að borða.“ Hendur henn-
ar skulfu og hún átti erfitt
með að koma orðunum út úr
sér. „Ég fer ennfremur fram
á að þú standir við það sem þú
lofaðir þegar þú réðst mig í
vinnu.“
Hún var undrandi á sjálfri
sér. Hún gat varla trúað því að
það væri hún sem stæði þarna
og svaraði fyrir sig.
Dr. Golding brosti til henn-
ar. „Maggie, viltu hafa okkur
afsakaða eitt augnablik. Ég
þarf að tala við herra Brinnon
undir fjögur augu.“
„Sjálfsagt.“ Hún fór fram
og reyndi að bera höfuðið
hátt.
Stuttu seinna opnaði Dr.
Golding dyrnar og benti
henni að koma. „Það er öllu
óhætt,“ sagði hann brosandi.
„Herra Brinnon þarf að segja
þér svolítið.“ í þetta sinn beið
Dr. Golding á ganginum.
Herra Brinnon ræskti sig
nokkrum sinnum og sagði
svo: „Ég bið þig afsökunar.
Ég hef komið illa fram við
þig. Þú þarft ekki að hafa
áhyggjur af því í framtíðinni."
Maggie kinkaði kolli og
reyndi að leyna undrun sinni.
„Þú mátt taka þér allt það
frí sem þú þarft á að halda
þegar sonur þinn fer í aðgerð-
ina og ég skal ganga frá fast-
ráðningu þinni stax í dag.“
Hann ræskti sig aftur. „Verð-
ur þú hér á morgun til þess
að skrifa undir?“
„Ég verð hér,“ svaraði hún.
Herra Brinnon var fölur og
sveittur. „Hvers vegna tekur
þú þér ekki frí það sem eftir
er dagsins?" sagði hann. „A
fullum launum að sjálf-
sögðu.“
Hún kinkaði aftur kolli og
gekk að dyrunum án þess að
líta um öxl.
Dr. Golding brosti til henn-
ar í lyftunni á leiðinni niður.
„Líður þér ekki betur?“
Maggie var hætt að vera
hissa þegar þau óku upp að
byggingavöruverslun. Þar
festi Dr. Golding kaup á nýj-
um lás og öryggislokum. Hún
reyndi að mótmæla þegar
hann tók upp veskið og
heimtaði að borga lásinn.
„Bætt lífsskilyrði eru inni-
falin í meðferðinni."
Þau settust aftur upp í bíl-
inn og stefndu heim til
Maggie.
„Hvar er sonur þinn?“
spurði Dr. Golding.
„Hann er í leikskóla hér í
nágrenninu.“
„Eigum við ekki að sækja
hann?“
Var þetta líka hluti af með-
ferðinni? Hún sá fyrir sér í
anda gleðisvipinn á Tim. „Það
er góð hugmynd.“
„Gott,“ sagði Dr. Golding.
Eitt í viðbót. í dag líður mér
ekki eins og Dr. Golding.
Væri þér sama þótt þú kallað-
ir mig Jake?“
„Ég hélt að þú hétir Jason.“
„Ég kann betur við Jake.“
Dr. Golding eyddi síðdeg-
inu í viðgerðirnar. Tim elti
hann á röndum. Jacobsen,
skapstirði nágranninn í næstu
íbúð, stakk höfðinu út um
dyrnar.
„Hvaða læti eru þetta?“
spurði hann reiðilega.
Dr. Golding lét sem ekkert
væri. „Komdu sæll,“ sagði
hann og rétti Jacobsen hönd-
ina. „Ég er að skipta um lás
hjá vinkonu minni,“ sagði
hann og benti á Maggie. „Þú
hefur kannski líka áhuga á því
að fá nýjan lás? Mér líst ekk-
ert á þennan sem þú ert með
núna.“
„Hvað kostar það?“ spurði
Jacobsen.
„Hreint ekki neitt,“ svaraði
Dr. Golding og Maggie til
mikillar furðu þáði Jacobsen
boðið með bros á vör.
„Ég vildi gjarnan skipta um
lás á öllum hurðunum í hús-
inu. Við getum ákveðið ein-
hvern tíma sem hentar öllum
áður en ég fer,“ sagði Dr.
Golding. Jakobsen kinkaði
kolli til Maggie áður en hann
fór inn og lokaði á eftir sér.
„Ég er nú svo aldeilis
hissa,“ hvíslaði Maggie furðu
lostin. Dr. Golding heyrði
ekki til hennar. Hann var í
djúpum samræðum við Tim.
Tim sagði eitthvað og Dr.
Goldvin hló, lyfti sér upp og
tók hann í bóndabeygju. Tim
skríkti af hlátri og Maggie tók
undir. Hún hafði ekki leikið
sér svona við Tim í langan
tíma, hann var orðinn allt of
þungur fyrir hana.
Dr. Golding lagði Tim frá
sér og Tim hagræddi gleraug-
unum á nefinu. Hann brosti
svo mikið að það sást varla í
augun á honum á bak við
þykk glerin. Maggie var ham-
ingjusamari en hún hafði ver-
44
Vikan