Vikan


Vikan - 13.06.2000, Síða 46

Vikan - 13.06.2000, Síða 46
Ný framhaldssaga í fjórum hlutum: hefðu þekkst í mörg ár. Hún gat varla beðið eftir því að segja honum frá breyt- ingunum í vinnunni. Hún hlakkaði til að sjá svipinn á honum þegar hún segði hon- um frá því að Brinnon hafði staðið við orð sín. Nú var hún fastráðin og átti rétt á veik- indaleyfi og sumarfríi. Eftir eitt ár fengi hún launahækk- un. Henni leið eins og hún hefði unnið í Lottóinu. Allt var þetta lækninum að þakka. Maggie hafði ekki lengur áhyggjur og kveið nú ekki fyr- ir því að mæta í vinnuna. Það var líka öðruvísi að koma heim vegna þess að hún leit íbúðina öðrum augum og var byrjuð að gera áætlanir í hug- anum um hvernig hún gæti gert hana svolítið vistlegri. Hér áður fyrr hafði henni alltaf tekist að gera huggulegt í kringum sig. Meðan hún var í menntaskóla hafði hún búið í ömurlegu húsnæði, en hún hafði gert íbúðina fallega og heimilislega. Innbúið hafði ekki verið merkilegt en hún bætti það upp með litríkum púðum og myndum sem hún málaði sjálf. Þegar hún leit til baka sá hún að áður fyrr hafði hún alltaf tekist óhrædd á við hlut- ina. Nú var hún alltaf hrædd, einhverra hluta vegna. Hún áttaði sig á því að það hafði ekkert með Tim að gera. Hvað var orðið af stelpunni sem hún hafði einu sinni ver- ið? Hún vissi svarið við spurn- ingunni. Jeff hafði breytt lífi hennar. „Komdu með mér til Kali- forníu.“ Jeff hafði látið það hljóma eins og það væri ekk- ert flóknara en að fara í skemmtigarðinn. Hún hafði séð þau í anda styðja hvort annað í námi og starfi. Stað- reyndin varð allt önnur. Hún hafði orðið háð honum og elskað hann allt of mikið. Hann hafði gert lítið annað en að gagnrýna hana og brjóta hana niður. Hún hafði ekki ætlað sér að verða ófrísk. Það fór endan- lega með sambandið. Hann yfirgaf hana og eftir það hafði hún barist í bökkum. Nú, þeg- ar hún átti rétt á sumarfríi og launahækkun var í vændum, þorði hún fyrst að viðurkenna fyrir sjálfri sér hvað hún var búin að eiga erfitt. Maggie þaut fram úr rúm- inu um leið og vekjaraklukk- an hringdi. Nú voru aðeins fimm klukkustundir þar til hún átti tíma hjá Dr. Golding - Jake. Hún fór í sturtu og raulaði fyrir munni sér með- an hún klæddi sig. Dr. Golding beið hennar á ganginum fyrir utan lækna- stofuna. I gegnum opnar dyrnar sá hún menn með ör- yggishjálm á höfði. Ritarinn var víðsfjarri. „Hér er allt á fullu, eins og þú getur séð.“ Maggie kinkaði kolli og góða skapið hvarf eins og dökk fyrir sólu. Hún bjóst við hinu versta. „Hvað með það,“ hélt hann áfram. „Langar þig í kaffi?“ Léttirinn var svo mikill að það var eins og sápukúla spryngi og hlátur braust út. Dr. Golding brosti en sagði ekkert. Hann virtist hálfutan við sig. Þau fóru niður á bryggju og á leiðinni horfði Maggie já- kvæðum augum í kringum sig eins og hún ætlaði að gera eft- irleiðis. Héðan í frá myndi allt breytast til hins betra. Hún sagði honum fréttirn- ar um leið og þau voru sest niður á kaffihúsinu. Þegar hún kom að launahækkun- inni hallaði hann aftur höfð- inu og skellihló. „O Maggie, þetta er frábært,“ sagði hann. Hann leit út fyrir að vera jafn ánægður og hún. Yfir kaffibollanum sagði hún honum frá Jeff án þess að skammast sín eða finnast það hið minnsta óþægilegt. Hún sagði honum hvernig hún hafði hitt Jeff í háskólanum í Georgia og farið með honum til San Fransicso þar sem hann ætlaði að læra lögfræði. Hún hafði farið í listaskóla og átt aðeins eitt ár eftir af nám- inu þegar hún uppgötvaði að hún var ófrísk. „Það er víst ekki hægt að segja annað en að mér hafi tekist að klúðra lífi mínu,“ sagði hún. Dr. Golding yppti öxlum. „Þú átt kannski í erfiðleikum nú sem stendur en það er ekki hægt að flokka Tim undir klúður. Ég held að þú ættir að gleyma fortíðinni og ein- beita þér að framtíðinni.“ „Hvað áttu við?“ spurði hún. Dr. Golding leitaði réttu orðanna áður en hann svar- aði. „Þér finnst þú ekki eiga neitt gott skilið vegna þess að þú spilaðir ekki rétt úr spilun- um. En þú gerðir þitt besta. Þú ert Tim góð móðir og hef- ur gert allt sem í þínu valdi stendur til þess að skapa hon- um gott heimili. Að mínu mati hefur þú staðið þig eins og hetja.“ Maggie þótti vænt um hrós- ið. Hann leit greinilega ekki á hana sem mislukkaðan gallagrip. „Þakka þér fyrir,“ sagði hún. „Ekkert að þakka,“ sagði hann hljóðlega. „Hvað um það,“ sagði Maggie og ræskti sig. „Þegar Jeff yfirgaf mig heimtuðu for- eldrar mínir að ég flytti aftur heim til Georgia, en það fannst mér algjör uppgjöf. Þess í stað leigði ég mér íbúð og fékk starf sem gjaldkeri í bankanum. I fyrra losnaði staða einkaritara Brinnons. Ég sótti um hana vegna þess að ég stóð í þeirri trú að ég fengi hærri laun. Þú veist hvernig fór um sjóferð þá.“ „Það var ekki þér að kenna“ sagði hann. „Nei,“ sagði hún. „Það er líklega rétt hjá þér.“ Hún fann hvernig samviskubitinu létti og ákvað að segja honum frá Bobby Semple. „Bobby býr í Georgia og hann vill giftast mér,“ sagði hún. „Stundum verð ég svo leið á því að lifa lífinu frá degi til dags og vita aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér að ég hef ver- ið að því kominn að játast honum.“ Hún horfði á Dr. Golding, steinhissa á sjálfri sér að hafa sagt honum þetta allt saman. Dr. Golding horfði á hana, langa lengi. „Elskar þú hann?“ spurði hann að lok- um. „Nei,“ svaraði hún að bragði. „En stundum hugsa ég sem svo að það skipti ekki máli. Astin er ekki það eina sem skiptir máli í lífinu. Kannski er mikilvægara að Tim eignist föður. Kannski er tími til kominn að byggja eitt- hvað upp í stað þess að skrimta frá degi til dags.“ „Má bjóða ykkur meira kaffi?“ Þjónustustúlkan hellti í bollana þeirra án þess að bíða eftir svari. Þegar hún var farin spurði Dr. Golding: „Er eitthvað fleira sem þú átt eftir að segja mér?“ Maggie hikaði en sagði svo ákveðin: „Mig langar að ljúka náminu og fara að mála. Og stundum dreymir mig dagdrauma um að búa ein- hvers staðar þar sem Tim get- ur hlaupið um og leikið sér.“ Dr. Golding ljómaði. „Segðu mér frá dagdraumn- um. Hvernig lítur þessi stað- ur út?“ Maggie hugsaði sig um, vel og vandlega, áður en hún svaraði. „Við búum í stóru húsi. Það er uppi í sveit og í stofunni er stór arinn. í garð- inum eru rólur og lítil tjörn sem við syndum í. Fyrir fram- an húsið er stór pallur. Á pall- inum er ruggustóll. I húsinu er stórt, bjart vinnuherbergi. Þar mála ég myndirnar rnínar." Maggie roðnaði og fannst hún hafa sagt of mikið. „Svona er nú dagdraumurinn.“ Dr. Golding ætlaði að fara að segja eitthvað en hætti við. Hann horfði bara á hana og kinkaði kolli. 46 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.