Vikan


Vikan - 13.06.2000, Qupperneq 49

Vikan - 13.06.2000, Qupperneq 49
Sérstakir vatns- og tauþrykk- slitir eru einnig til frá fyrir- tækinu en þessir vönduðu lit- ir eru auðveldir í meðförum því þá má þvo af með vatni og sápu ef svo illa vill til að litlir fingur kámi annan flöt en þann sem verið er að mála. Auk litanna er í versluninni Ó-línu að finna allt sem þarf til að föndra. „Markmiðið með stofnun verslunarinnar var að allt efni til föndurgerðar væri fáanlegt á einum stað og að fólk þyrfti ekki að þeysast enda á milli í borginni til að kaupa plast- lím þar og grisjur hér. Eg sel leir og segla til að hægt sé að búa til ísskápaskraut sem er mjög vinsælt núna og svo er ég með í umboðssölu skemmtileg austurísk og afríkönsk hljóðfæri. Búðin er mjög fjölskylduvæn og hér fá afar, ömmur, foreldrar og börn eitthvað til að taka með sér í sumarbústaðinn eða til að eiga heima þegar góðar stundir gefast til samveru. Mér finnst mjög mikilvægt að við fullorðna fólkið tökum þátt í föndri barnanna okkar og leikum okkur með þeim. Börnin læra handbragðið af okkur og það er ekki nóg að skólarnir sjái um þetta. Við aðstandendur barnanna eig- um að bera ábyrgð á þessum hlutum. En allt er þetta leik- ur og sambland af gagni og gamni. Mannfólkið hefur allt þörf fyrir að skapa og dunda við eitthvað. Það veitir lífs- fyllingu og innri ró og er gott mótvægi við nútímastörf sem felast flest í því að sitja við tölvu eða stjórna öðrum raf- knúnum tækjum og oftast er vinnan mjög einhæf.“ Gerir við mörg hundruð ára gömul listauerk Ólína er engin nýgræðing- ur í verslunarrekstri en hún hefur rekið blómabúð og fataverslun. Einhverjar leif- ar af fataáhuganum kemur fram í því að Ólína saumar og selur smekki á börn sem verja vel þegar verið er að vinna með málningu og önnur efni sem erfitt er að ná úr fötum. Hún segir þó að verslun með föndurvörur gefi henni sér- lega mikið því þar hafi hún tækifæri til að sameina tvö áhugamál. En þessi tvö áhugamál virðast þó ekki vera nema brot af öllu því sem þessi fjölhæfa kona legg- ur stund á. „Já, ég geri við textíllista- verk og austurlensk teppi. Þegar ég var í Levande í vcrsliiniiini Ó-Iínu t'æst allt scin þarf til aft iirva ímyndiinar- aflift og skapa fallcga liluti. Verkstad tók ég bólstrun og vefnað sem aukagreinar og ég hef einnig farið á námskeið í þjóðbúningagerð. Ég er sú eina á landinu sem sinni þess- um viðgerðum og tók við þeg- ar kona sem hafði unnið við þetta áður dró sig í hlé. Mað- ur lærir svo margar aðferðir í vefnaðinum, bólstruninni og útsaumnum sem hægt er að flétta saman og nýta þegar verið er að gera við. A síðasta ári gerði ég með- al annars við ævagamalt aust- urlenskt útsaumslistaverk. Annað samsvarandi verk er til í Kölnardómkirkju en þetta verk hafði lent á ein- hverju flakki á stríðsárunum og var keypt í Ameríku af ís- lendingi. Þetta er mjög stórt verk strengt á grind sem er u.þ.b. 2 m á hæð og 11/2 m á breidd. Mynstrið er teiknað á pappír fyrst og síðan er saumað í gegnum hann á efn- ið. Þegar ég fór að vinna að viðgerðinni fann ég leifar af pappírnum meðfram saumunum þar sem hann hafði orðið eftir. Ég sá móta fyrir austurlenskum stöfum á honum en enginn veit ná- kvæmlega hvaðan verkið kemur. Það sýnir eldspúandi dreka sem er algengt myndefni í Kína en ekki síð- ur víðar í Austurlöndum. LFm þessar mundir er ég að gera við aldargamlar persneskar mottur. Eigendur þessara teppa tengjast þeim oftast tilfinn- ingaböndum því hverri mottu fylgir venjulega einhver saga. Fólk hefur komið til mín með mottu sem er svo illa farin að aðrir hafa spurt undrandi til hvers það sé að eyða pening- um og tíma í að láta gera við þetta og þá er svarið: Ég lék mér á þessari mottu þegar ég var barn, eða: Ég sá þegar þetta teppi var ofið eða hnýtt og það hefur fylgt mér alla tíð.“ Það er sérstakt að hand- fjatla þessar fallegu, gömlu mottur sem halda ótrúlega lit og ljóma þrátt fyrir aldurinn. Ólína brosir bara þegar dáðst er að handbragðinu við við- gerðirnar enda hefur hún sjálf notið þeirrar ánægju að vinna verkið og þarf ekki meira. Hjá þessari atorkusömu verslunarkonu er alltaf rúm fyrir meiri sköpun og senni- lega mun hana seint skorta sjálfstæða hugsun. Vikan 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.