Vikan - 15.08.2000, Síða 15
og Þorgeirsboli dró húðina
forðum. Að sjálfsögðu er
hann líka svo einstaklega
skipulagður að hann er með
miða sem á stendur allt sem
vantar. Sá galli er hins vegar
oftast á gjöf Njarðar að það
lögmál virðist gilda þrátt fyr-
ir mikla vinnu við að útbúa
minnismiðann að þegar heim
kemur reynist eitthvað vera
búið sem allir héldu að væri til
eða hreinlega að gleymst hef-
ur að skrifa einhver atriði á
miðann.
Karlmenn hafa sömuleiðis
skelfilega gaman af því að
bera saman verð á hinum
ýmsu vörumerkjum innan
ákveðinnar vörutegundar og
takist þeim að benda á að til
sé eitthvað ódýrara en það
sem eiginkonan kaupir venju-
lega finnst þeim að þeir hafi
náð einhverju markmiði, stig-
ið eitthvert skref sem sanni að
þeir hafi viðskiptavit umfram
kvenfólkið. Konurnar brosa
í kampinn því þær vita að í
körfunni leynist hitt og þetta
snakk sem þær hefðu aldrei
keypt og nemur meira en
sparnaðinum af bauna-
dósinni sem karlinn fann með
ærinni fyrirhöfn í neðstu hillu.
Skór á tóma tóltfótunga
Konur fara hins vegar í
búðir til að skoða, velta fyr-
ir sér því sem til er í hillunum
og raða jafnvel saman mat-
seðli vikunnar fyrir framan
kjötborðið í næsta stórmark-
aði. Það tekur tíma og ekk-
ert má trufla einbeitinguna.
Þá er sömuleiðis notalegt að
hafa einhvern sér við hlið til
að ráðgast við um hvort kjöt-
búðingur sé ekki góður á
þriðjudag en steikt ýsa kjör-
in á miðvikudag. Fallega
skreytt kjötborðið gefur auk
þess ótal hugmyndir að rétt-
um sem ekki er enn búið að
reyna og minnir á einhvern
gamlan, góðan sem langt er
síðan eldaður var síðast. Að
líta niður eftir hillunum sem
geyma hreinlætisvörur minn-
ir húsmóður undantekningar-
lítið á að heima hjá henni er
aðeins örlítið eftir í mýking-
arefnisbrúsanum. Brauð-
bakkar fullir af girnilegum
brauðum gefa tilefni til að
velta fyrir sér hollustu og
grófleika brauðanna og svo
kemur fyrir að laumast er til
að kaupa eins og eina gulrót-
arköku.
Svona gefur nú matvöru-
búðin marga möguleika á að
njóta lífsins. Þá getur hver og
einn ímyndað sér hvað það er
gaman að fara inn í fallega
gjafavöruverslun og skoða
muni sem eru listavel gerðir.
Það er skemmtilegt að renna
fingrunum niður eftir glæsi-
legum línum postulínsvasa
eða lyfta kristalsrauðvínsglasi
og ímynda sér hvernig skar-
latsrauður litur vínsins færi
við mynstrið. Diskar, bollar,
glös, bakkar og kerti, allt eru
jjetta hlutir sem auka á
ánægju okkar af góðum mat
og samveru með fjölskyld-
Hrekkjóttur hraðbanki
Islensk kona sem var í sumarfríi á Spáni fyrir skemmstu var
komin í nokkra tímaþröng með að ljúka við að kaupa það sem
hún ætlaði sér. Flugvélin heim beið úti á velli og átti að fara í loft-
ið innan örfárra klukkustunda en hún og vinkona hennar voru
enn í bænum að tína saman síðustu flíkurnar. Eiginmenn þeirra
biðu á kaffihúsi og supu af bjórglösum meðan konurnar sinntu
þessu þjóðþrifaverki.
Konugreyið varð uppiskroppa með peninga og arkaði að
næsta hraðbanka lil að sækja meira. Bankinn sá var ekki veg-
legri en svo að hann gleypti kreditkortið hennar án þess að
skila neinu í staðinn. íslenskar konur eru þrautseigar og deyja
ekki ráðalausar. Hún vissi að vonlaust væri að ná kortinu aftur
samdægurs svo hún kallaði á vinkonu sína og bað hana að lána
sér aura. Eitlhvað var farið að minnka í buddunni hjá þeirri frú
líka svo hún stakk sínu korti í raufina á hraðbankanum og hugð-
ist sækja lánsfé handa vinkonu sinni. Hraðbankinn var við sama
heygarðshornið nema að í þetla sinn sáu þær örlítið í endann á
kortinu úl úr raufinni.
Þær hlupu að kaffihúsinu þar sem menn þeirra sálu, og var mál
manna að glæsilegri tilþrif hcfðu tæpast sésl á ólympíuleik-
vanginum. Annar eiginmaðurinn var með vasahníf á sér og nú
báðu þær um hnífinn til að toga mætti kortið úr greipum bank-
ans grimma. Þegar verkfærið var l'cngið hlupu þær til baka og
nú reyndi á lagni kvennanna. Þær renndu blaðinu inn í raufina,
beindu því síðan upp á við til að krækja í kortið og drógu það
síðan að sér. í fyrstu tilraun tókst þeim að draga kortið örlflið
lengra út en ekki nóg til að ná taki á því, svo aftur var reynt.
Erfiðlegagekk aðþoka kortinu til því í hvert sinn sem þærstungu
hnífsblaðinu undir það færðist það jafnlangt inn aftur þótt að-
eins tækist að þoka því úl þegar þær drógu blaðið að sér.
Konurnar voru einbeittar og niðursokknar í verk silt þegar
skyndilcga var lögð þung hönd á öxl annarrar þeirra og hvöss
rödd sagði eitthvað á spænsku. Þær litu upp og þarna var þá kom-
inn lögreglumaður í fullum skrúða með alvæpni og augljóst var
að hann hafði áhuga á að vita hvað gengi á. Þær útskýrðu fyrir
manninum með miklu handapati og fyrirgangi að flugvélin biði
þeirra, verslunarvaran freistaði en hvorki kort né peningar væru
til staðar. Spánverjar eru miklir heiðursmenn og lögregluþjónn-
inn sá strax að hér var alvara á ferð. Hann beygði sig því ylir
hraðbankann og hóf að hjálpa konunum við að ná ránsfengn-
um af bankanum.
Þegar lögregluþjónn var kominn í spilið sáu eiginmenn kvenn-
anna að þarna var verið að vinna karlmannsverk svo þeir blönd-
uðu sér í hópinn og buðu fram aðstoð og ráð. Nokkuð erlið-
lega gekk að eiga samskipti við lögreglumanninn því hann tal-
aði litla ensku og Islendingarnirenn minni spænsku. Öðrum eig-
inmanninum leiddist þólið svo hann reyndi að ná hnífnum af
Spánverjanum sem brást hinn versti við og hótaði handlöku.
Hvernigsagan hefði endaðer ómögulegl aðsegja ef roskin kona
hefði ekki í þessu gefið sig lram úr áhorfendahópnum, sem safn-
ast hafði í kringum fólkið, tekið flísatöng upp úr tösku sinni og
dregið kortið út úr raufinni. Konurnar blessuðu hana í bak og
fyrirog hlupu með kortiðað versluninni þarsem á elleftu stundu
tókst að ná sarnan því sem svo sárlega vantaði.
Vikan
15