Vikan


Vikan - 15.08.2000, Síða 17

Vikan - 15.08.2000, Síða 17
Tuttugu óhreinar tær Eftir tueggja mánaða duöl í Afríku sátum uíð ferðafélagi minn í iúmbóliotu British Airways á leið til Englands. Við uorum sæl og glöð enda hafði ferðin heppnast mjög uel. í dagpokunum okkar undir fluguélasætunum lágu afrísk trumba, útskorið tréborð og sitthuað fleira. Og bakpokarnir í farangursgeymslunni uoru troðfullír af minjagripum. ví er ekki að neita að það fór óneitanlega um okkur þegar við lentum í London og flugstjór- inn tilkynnti að úti væru tíu gráð- ur á celsíus. Þó við vissum að hitna myndi þegar liði á daginn fór skjálfti um okkur. Við litum niður og sáum tuttugu óhreinar, sokkalausar tær. Fyrstu dagana í Afríku höfðum við gengið í nokkrum pörum en fljótlega pakkað þeim niður aftur. Þegar við endurheimtum farangur okk- ar í London hófst mikil sokkaleit. Það rann smátt og smátt upp fyr- ir okkur að við áttum ekki eftir nema eitt par til samans. Ástæð- an var einföld; við höfðum skipt öllum sokkunum okkar fyrir minjagripi. I Afríku sunnan Sahara stund- uðum við vöruskipti. Við höfðum svo dæmi sé tekið keypt tvo fag- urlega útskorna stóla í Malawi fyrir andvirði 550 íslenskra króna auk stuttermabols og skyrtu sem var svo Ijót að ferðafélagi minn vildi ekki ganga í henni. I Kenya höfðum við fengið tvær salat- skeiðar með útskornunr gíröffum fyrir hárspöng sem ég var hætt að nota og andvirði 100 íslenskra króna. Og hér og þar hafði eitt sokkapar aukalega gert útslagið unt hvort þeir innfæddu vildu ganga að tilboðum okkar eða ekki. í Tanzaníu laumaði ég tveimur pörum af þvældum bómullarsokkum að ungum manni sem vildi meira fyrir par af tréstytlum en ég var tilbúin að láta. Hann var ekki lengi að skipta um skoðun, brosti sínu blíðasta og pakkaði styttunum fyrir mig inn í gamlan dagblaða- pappír. En í London vorum við stödd, sokkalaus og nú var farið að rigna. Við ætluðum að grípa til regnjakkans sem við höfðum dröslast með alla ferðina en aldrei notað. Viti menn, við grip- um í tómt. Regnjakkanum hafði verið skipt fyrir trumbuna sem lá í bakpokanum. Á þessu stigi málsins fannst okkur fólk vera farið að horfa furðulega á okk- ur. Þegar við komumst í spegil skildum við afhverju. Við vorum grútskítug upp fyrir haus í teygð- um og krumpuðum fötum. Ferðafélagi rninn var með strá- hatt og joggingbuxurnar mínar voru götóttar. Á einu andartaki uppgötvuðum við að klæðnaður sem hafði gengið í Afríku olli því að það var horft á okkur í London! Næsta dag mæitum við okkur mót við frænda rninn sem hafði komið í viðskiptaerindum til London. Hann gisti á hóteli mið- svæðis í borginni og þangað héld- um við með allan farangurinn á bakinu. Hann ætlaði að gera okk- ur þann greiða að taka minja- gripastaflann með sér heim. Jakkaklæddur maður með hatt opnaði hóteldyrnar og við skálm- uðum inn með bakpokana. Okk- ur rak í rogastans þegar við kom- um inn. í hvaða helgidóm vor- um við eiginlega komin? f djúp- um stólum sat uppábúið fólk og við sáum glampa á gullið. Við hummuðum og hæjuðunt, mjök- uðum okkur í átt að móttökunni og höfðum á tilfinningunni að við værum búin að spora út allt marmaragólfið. Maðurinn í mót- tökunni var í svörtum, nýpressuðum jakkafötum og horfði á okkur stingandi augna- ráði um leið og hann sendi okk- ur skakkt bros. Yfirgengilega kurteis spurði hann hvort að hann gæti hjálpað okkur. Kauði varð frekar fúll þegar við spurð- um eftir frænda mínum í stað þess að segja að við værum ör- ugglega á vitlausum stað. Einn jakkafatamaðurinn enn kom nú aðvífandi og bauðst til að taka töskurnar. Við sögðum að við gætum borið þær sjálf, værum vön þvf. Hann tók það hinsveg- ar ekki í mál og þótt honum væri það augljóslega þvert um geð vippaði hann öðrum skítuga bak- pokanum okkar upp á öxlina á sér og hökti af stað að lyftunni. Við áttum erfitt með að halda niðri í okkur hlátrinum því að pokinn var tæp fjörutíu kíló að þyngd og jakkafötin öll orðin krumpuð! Frændi minn heilsaði okkur með virktum en benti okkur síð- an góðfúslega á sturtuna í her- berginu sínu. Við tókum því sem svo að við lyktuðum ekki of vel... Eftir að hafa þefað undir handar- krikana ákváðunt við að það væri kominn tími til að skola af okk- ur skítinn. Á baðherberginu var allt það sem einn mann gat dreymt urn í hreinlætismálum; margar tegundir af sápum, litlar flöskur með andlitsvatni og dag- kremi, sjampó og hárnæring og síðast en ekki síst stór og rnjúk handklæði. Þau voru satt best að segja svo hrein og fín að við týmdum varla að nota þau. Við létum vatnið buna lengi á okk- ur. Ekki amalegt að geta farið í sturtu með heitu vatni. Eftir þvottinn fórum við í óhreinu fatagarmana aftur en lyktuðum ögn betur en fyrr. Við stigum á vigtina sem var inni á drauma- baðherberginu og ferðafélagi minn komst að því að hann hafði misst heil sjö kíló á ferðalaginu. Hann átti hinsvegar ekki eftir að vera lengi að bæta því á sig aftur í vellystingunum og góðgætinu í Englandi! Eftir fundinn á hótelinu héld- um við upp á Oxford Street þar sem við gengum framhjá búðar- glugga eftir búðarglugga með fal- legum útstillingum. Skyndilega heltók mig löngunin til að kaupa mér eitthvað nýtt og fallegt. Það væri kannski dálítið ný tilfinning að vera í einhverju hreinu og ókrumpuðu! Viðskálmuðum inn í búð og uppskárum augnagotur afgreiðslufólksins sem augljós- lega hélt að við værum að koma beint af götunni eftir að hafa sof- ið á bekk í almenningsgarði um nóttina. Við útskýrðum hinsveg- ar að við værum að koma frá Afr- íku. Út gekk ég stuttu síðar með nýjar buxur og nýja peysu, skálmaði á gistiheimilið okkar og fór aftur í sturtu. í þetta skipti ætlaði ég að fara beint í hrein föt eftir þvottinn. Að vísu varð ég að þurrka mér með handklæði sem hafði ekki verið þvegið síðan í Kenya en lét það ekki koma að sök. Eftir tvöfaldan þvott fannst mér ég aldrei hafa verið eins hrein fyrr. Ég fór í nýju fötin mín, sneri mér í hring fyrir frantan spegilinn ogbrosti. Mérleiðeins og prinsessu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.