Vikan


Vikan - 15.08.2000, Page 22

Vikan - 15.08.2000, Page 22
og litríkur personuleikí Suðurrfki Bandaríkjanna pykja gerðlík hínu raunsæja iðnvædda norðri. Þar er enn talað um borgarastyrjöldína í Bandaríkj- unum (1861-1865) eins og hún hafi hafíst í gær og sé enn ekkí lokið. Hugtakið heiðursmaður er har enn i hávegum haft og ungar stúlkur eru kynntar í félagslífinu á „debutante" dansleikjum har sem hver reynir að slá öðrum við í glæsileika. Heiður og æra hafa har aðra merkingu en víð- ast hvar annars staðar og um margt mínna viðhorfin á England á átjándu öld. Á fjölskylduna má ógjarnan falla blettur en hvers konar gallar og sérviska eru fyr- irgefin beim sem geta vísað í eldgömul ættartré og tíl fornrar frægðar sinnar fjölskyldu. Þar lifa draugasögur og hjátrú géðu lífi og sums staðar er iðkað vúdú og bvkir áhrifaríkara en nútímavísindi. Nóbelsverðlauna- hafínn í bókmenntum lAIílliam Faulkner er runninn upp úr hessu umhverfi og bækur hans bykja bera hess merki. Gagnrýnendur lýstu gjarnan William Faulkner sem rödd suðursins (voice of the south) en nágrannar hans í Oxford Mississippi kölluðu hann greifann af engu (Count No Counl), enda þótti þeim hann setja sig fullmikið á háan hest. Hann var af góðri fjölskyldu fyrr- um banka- og járnbrautareig- enda sem smátt og smátt var að missa bæði auð sinn og áhrif. Faðir hans var eins og afi hans Williuin Fnulkner vift viiinn sína. alkóhólisti sem drakk í löngum túrum en var allsgáður þess á milli. Hann var auk þess frekar kaldlyndur maður sem í ellinni gumaði af því að hafa aldrei lagt á sig að lesa eitt orð af því sem sonur hans skrifaði. Móðir Willi- ams var mun skilningsríkari og elskulegri og það var hún sem kenndi syni sínum að lesa löngu áður en hann byrjaði í skóla og las fyrir hann verk höfunda eins og Conrads, Shakespeares og Dickens. Amma hans í móðurætt var myndlistarkona og hún hvatti William til að teikna og hjálpaði honum að búa til heilu þorpin úr pappír, greinastúfum, steinum, stráum og glerbrotum. í garðin- um heima hjá William var alltaf eitthvert nýtt þorp í smíðum og ekki er að efa að smíði þessara þorpa og persóna komu honum að góðu gagni þegar hann síðar hóf að skrifa og skapa eigin heim í Yoknapatawphasýslu þar sem sögur hans gerðust gjarnan. Sú sem mest áhrif hafði á William í æsku var þó fóstra hans, Mam- my Callie. Þessi svarta kona var fædd í þrælabúðum föðurafa Faulkners. Sá átti eigið járn- brautarfyrirtæki og hlaut heið- ursmerki fyrir frammistöðu sína í borgarastyrjöldinni og var eftir það ekki kallaður annað en gamli hershöfðinginn. Mammy Callie var ólæs og óskrifandi, líkt og fleiri blökkumenn sem fæddust við svipaðar aðstæður, og hefur sennilega átt fárra annarra kosta völ en að halda áfram í þjónustu sömu fjölskyldu og hafði átt hana. Hún hafði einstaka frá- sagnargáfu og var mikill brunnur ævintýra og sagna úr nágrenninu sem William hinn ungi þreyttist aldrei á að hlusta á. Hætti í skóla af buí að honum leiddist William hafði góða greind og las mikið en skólanám þótti hon- um leiðinlegt. Hann kunni flest það sem kennararnir voru að stagla svo hann sat við borðið sitt og lét sig dreyma eða teiknaði. Kennararnir voru af skiljanleg- um ástæðum ekki tilbúnir að láta þetta óátalið og þegar ljóst var að hann myndi falla á framhalds- skólaprófi (high school) í annað sinn hætti hann endanlega að sækja skóla. I æsku átti hann sér þó einn talsmann sem aldrei brást og það var Estelle Oldham. Hún sá hann fyrst sjö ára gömul og lýsti því þá strax yfir að hún ætlaði að giftast honum þegar hún yrði stór. Þegar þau voru unglingar tókust með þeim ástir en foreldrar hennar lögðust gegn hjónabandi þeirra. Einn von- biðla hennar, ungur lögfræðing- ur, Cornell Franklin, bað foreld- rana urn hönd hennar og Estelle grátbað William að strjúka með sér. Hann brast kjark til þess og Estelle var þrýst í hjónaband þótt hún eyddi nóttinni fyrir brúð- kaupið grátandi í herbergi sínu. Eftir brúðkaup Estelle skráði William sig í herinn og hugðist halda til Evrópu til að berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Honum var hafnað í fyrstu tilraun því hann var aðeins 165 sm á hæð en hann breytti þá nafni sínu úr Falkner í Faulkner og með fals- að fæðingarvottorð gekk hann í breska flugherinn. Hann var sendur til Kanada í æfingabúðir en fimm mánuðum sfðar lauk stríðinu svo William fékk aldrei að berjast í háloftunum en það smáatriði kom ekki í veg fyrir að hann segði sláandi og hjartnæm- ar hetjusögur af stríðsreynslu sinni síðar á ævinni. Flokkaði póst eftir mikilvægi Þegar stríðsævintýri hans lauk sneri hann aftur heim til Oxford og fékk vinnu sem póstmeistari bæjarins. Hann entist ekki lengi í því starfi enda lokaði hann þeg- ar gott var veður og hélt í göngu- ferðir um skógana eða á veiðar. Hann flokkaði sömuleiðis póst- inn eftir því hversu mikilvægur hann leit út fyrir að vera og sendi út það sem virtist mikilvægt en lét hitt bíða vikurn saman. Eftir að hann rnissti vinnuna flutti hann tímabundið til New Orleans og þar hóf hann að skrifa. Fyrsta bók hans hét A Soldier’s Pay og fékk jákvæð viðbrögð gagn- rýnenda. Bókin seldist þó illa svo William fékk lítið fyrir sinn snúð. Næsta bók, Mosquitoes, gekk lít- ið betur og það var ekki fyrr en þriðja bókin, Flags in the Dust, 22 Vikan Texti: Steingerður Steinarsdóttir

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.