Vikan


Vikan - 15.08.2000, Side 26

Vikan - 15.08.2000, Side 26
Emma Thompson og Hugh Grant léku í hinni yndislegu mynd Vonum og væntingum áriö 1995 sem gerð var eftir sögu Jane Austin. Þar leikur Emma hina siðsömu og ákveönu Elinor Dashwood sem að lokum nær ástum hins blíðlynda Edwards Ferrars (Hugh Granl). Emma náði einnig ástum annars manns í myndinni og sú ást var ekki bara á hvíta tjaldinu. Hún varð nefnilega ást- fangin af leikaranum Greg Wise. Hann lék aðalsmanninn Willoghby sem dró yngri systur Elinor, sem leikin var af Kate Winslct á tálar. Greg og Emma eru ekki gift en eru enn saman og eignuðusl dóttur á síðasta ári sem heitir því skrýtna nafni, Gaia Romilly. Aumingja barnið! Tommy Lee Jones og Sissy Spacek sýndu afburðatakta í myndinni „Dóttir kolanámamannsins" árið 1980 og hlaut Spacek meðal annars Oskarsverðlaun fyrir leik sinn. Myndin er sannsöguleg og fjallar um ævi sveitasöngkon- unnar Lorettu Lynn sem giftist manni sínum þegar hún var þrettán ára og var orðin fjögurra barna móðir aðeins sautján ára gömul. Þrátt fyrir stormasamt hjónaband var Loretta trú og trygg eiginmanni sínum allt þar til hann dó árið 1996. við altarið flð lokum koma suo briár myndir dar sem brúðguminn sat eftir með sárt ennið og var skilinn eftir við altarið. Katherine Ross skildi Carl Avery eftir í sárum við altarið í hinni umtöluðu mynd The Graduate frá árinu 1967 og stakk af með Dustin Hoff- mann. Dustin var nú líka ung- ur og sætur á þessum árum! 26 Vikan í myndinni The Wedding Singer uppgötvar Drew Barrymore á síð- ustu stundu að sá eini rétti er ekki unnusti hennar heldur brúðkaups- söngvarinn (Adam Sandler). Ástalíf hennar sjálfrar hefur ver- ið þyrnum stráð en nú virðist hún hafa fundið hamingjuna með sjón- varpsmanninum Tom Green. Julia Roberts lék í myndinni Runaway Bride í fyrra sem ekki náði þó miklum vinsældum. Þar leikur Julia konu sem skiiur hvern brúðgumann á fætur öðrum eftir við allarið þar til hún hittir hinn eina rétta sem leikinn er af Ric- hard Gere. Þau ákveða þó að best sé að lifa í synd fyrst um sinn áður en þau dragi hringa á fingur. Julia hefur sjálf skilið elskhuga eftir í sárum því hún sleit trúlofun sinni og Kiefer Sutherland með stuttum fyrirvara. Fegurðardísin munnstóra á samt eitt hjóna- band að baki en hún var gift söngvaranum Lyle Lowett í stuttan tíma. Hún virðist hins vegar hafa ró- ast og fundið stóru ástina í lífi sínu því hún hefur verið með leikaranum Benjamin Bratt í um tvö ár.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.