Vikan


Vikan - 15.08.2000, Page 33

Vikan - 15.08.2000, Page 33
Blómin eru aðalskrautið í þessum sófa. Púðarnir eru einkar glæsilegir með þess- um skreytingum sem eru pressaðar stjúpur. Blómin í vösunum á bak við gera líka mikið og takið eftir hversu fallegt það er að hafa blóma- pottana málaða í sömu litum blómin á púðunum. Servíettuhringir þurfa ekki endilega að vera úr stáli, plasti eða öðrum hörðum efnum. Þeir geta auðveld- lega verið úr lifandi blómum, eins og sjá má á þessari bráðskemmtilegu borð- skreytingu. Litirnir á blómun- um passa einstaklega vel við servíétturnar og matardisk- ana. Það er líka tilvalið að þurrka blóm og festa á gamla servíettuhringi. Blómamynstur á kaffibollum er mjög fallegt. Hér fá ferskir ávextir og afskorin blóm að njóta sín til fullnustu. Blóm í blómavasa geta gert mikið fyrir litlar vistar- verur. (myndarömmunum á veggnum má líka sjá myndir af blómum auk þess sem pottablómin á hillunni setja sinn svip á umhverfið. Ef hugmyndaflugið fær að njóta sín við kertaskreyt- ingar, eins og þessar, er von á góðu. Nýafskorin blómin og jurtir setja náttúrulegan blæ á nán- asta umhverfi og minna óneitanlega á hversu mikið af skreytingaefni er allt í kringum okkur, svo framarlega sem við höf- um augun opin og virkj- um hugmyndaflugið.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.