Vikan


Vikan - 15.08.2000, Side 38

Vikan - 15.08.2000, Side 38
Texti: Guðjón Bergmann Lækningaaðferðír sem byggjast á jurtameðferð og ráðgjöf um matar- æði og næringarefni eru meðal elstu lækningaaðferða sem þekkjast og líklega bær aðferðír sem fólk á auð- ueldast með að skilja. Nánast öll menningarsamfélög eiga sér langa grasalækningahefð og í slíkum lækningum er jafnan notast við staðbundna fléru. Nútímalæknauís- indi byggjast að miklu leyti á fræðum hinna fornu grasalækna. Flest uenjuleg lyf sem framleidd eru af lyfjafyrirtækjum inni- halda eftirlíkingar náttúru- legra efna. Virk efní úr ýms- um fornum náttúrulyfjum eru uppistöðubáttur í mörgum algeng- um nútímalyfjum. Grasalækninga- hefðin er sterkust í Norður-Amer- íku og Austurlöndum fjær og bar haf a núhmagrasalækningar fyrst og fremst þróast. Meðal elstu hefða Grasalækningar eru meðal elstu lækn- ingaaðferða. Þær hafa þróast í gegnum tilraunir og mistök auk þess sem miklar upplýsingar hafa fengist með skoðun á atferli dýra. Þegar um árið 3000 f.Kr. höfðu Egyptar tekið saman skrá yfir lækningajurtir og eiginleika þeirra. Síð- ar gerðu Forn-Grikkir hið sama. Hefð- in barst svo með Rómverjum til Norð- ur-Evrópu þar sem grasalækning- ar þróuðust og mótuðust undir áhrifum annarra menn- ingarstrauma, þar á meðal arabískra eft- ir að Arabar réðust inn á Pýreneaskaga. Oft blönduð hjátrú Á miðöldum voru fræði grasalækna oft blönduð hjátrú en undirstaða þeirra var þó víðtækur skilningur á líkamanum og áhrifum mismunandi grasa á hann. Þeg- ar ekki var ljóst hvers vegna tiltekin grös höfðu lækningamátt var gripið til sögu- legra eða goðafræðilegra skýringa. Þá var talið að skaplyndi og líkamsástand einstaklingsins stjórnaðist af fjórum skapgerðareinkennum sem tengdust hinum fjóru líkamsvessum og fólk væri annaðhvort glaðlynt, daufgert, skapbrátt eða þunglynt, allt eftir því hvaða lík- amsvessi væri ráðandi. Grösin voru talin hafa sín eigin skap- gerðareinkenni og þeim var því beitt í samræmi við þau einkenni til að koma jafnvægi á milli líkamsvessanna. Menn trúðu því líka að hver lík- amshluti væri undir stjórn ákveðins stjörnu- merkis og hvert lækningagras undir stjórn ákveðinnar reikistjörnu. Samsuarandí útlit Aðrir trúðu á kenninguna um samsvar- andi útlit en sam- kvæmt henni bar að nota þau grös til að lækna sjúkdóm sem sam- svöruðu einkennum sjúkdómsins í lögun eða lit. Það var flókið mál að mæla lyfjagjafir samkvæmt þessari kenningu en þó varð það heldur einfald- ara eftir að prentlistin var fundin upp. Kaupa mátti kver um grasalækningar þar sem þessar flóknu kenningar voru út- skýrðar. Þau voru þaullesin og gengu manna á milli og grasalækningar þrifust öldum saman við hlið viðtekinna hug- mynda læknavísindanna, sem voru í örri þróun. En eftir því sem læknavísindun- um, sem byggja meðferð fyrst og fremst 38 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.