Vikan


Vikan - 15.08.2000, Side 44

Vikan - 15.08.2000, Side 44
Annie sofnaði um leið og hún lagði höfuðið á koddann en vaknaði upp með martröð um miðja nótt. Hún hafði aftur verið stödd í skógin- um og heyrt skotið af byssum. Hún settist upp í rúminu og átt- aði sig ekki strax á því hvar hún var stödd. Allt var hljótt nema skrjáfið í laufum trjánna. Hún kveikti á náttborðslampanum, leit á klukkuna og sá að enn var hánótt. Hún fann að hún var enn dauðþreytt og eftir að hafa róað sig niður lagðist hún útaf, slökkti ljósið og féll aftur í djúpan svefn. Nokkrum sinnum vaknaði hún upp af öðrum draumi. í þetta sinn hafði draumurinn verið heitur og erótískur. Þau lágu í grasinu milli trjánna í skóginum. Hún var í örmum hans, þau kysstust og lík- amar þeirra voru óþreyjufullir. Hún gat ekki beðið þess að verða hluti af honum. Pá vaknaði hún skyndilega. Draumurinn stóð henni enn- þá ljóslifandi fyrir sjónum. Hún stundi af vonbrigðum. Hún vildi ekki vakna, hún vildi að hún gæti sofnað aftur og haldið áfram að dreyma sama drauminn. Pað leið smá stund áður en hún áttaði sig á hvað hafði vakið hana. Einhver öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Annie hvítnaði upp. Hvað gekk eiginlega á? Hún flýtti sér fram úr og lagði við hlustir. Var þetta Marc? Þetta hljóm- aði eins og hann þótt röddin væri hás af hrópunum. Hafði einhver ráðist á hann? Einhver sem hafði brotist inn í húsið meðan þau sváfu? Marc gæti særst illilega. Hún gat ekki verið þekkt fyrir að liggja í fel- um, hún yrði að koma honum til hjálpar. Það tók hana svolitla stund að ýta kommóðunni frá hurðinni. Hún flýtti sér fram á ganginn og greip með sér stólfót sem hafði brotnað undan öðrum stólnum þegar Marc braut upp hurðina deginum áður. Hún hljóp eftir ganginum með stólfótinn að vopni. Hrópin voru þögnuð en hún heyrði ennþá rödd hans. Hann talaði í óráði og hún átti erfitt með að greina það sem hann sagði. Hávaðinn hafði komið frá herberginu hans. Hún læddist þangað inn og leit í kringum sig með stólfótinn á lofti. Hún sá engin merki um mannaferðir og það var ekki hægt að sjá nein merki um átök. Marc bylti sér í rúminu og blóðið fraus í æðum hennar þegar hún heyrði hljóðin sem komu úr hálsi hans. Annie læddist að rúminu. Hann lá á bakinu með lokuð augu og sársaukadrætti á andlitinu. Hún sleppti stólfætinum. Hún vissi hvað hann var að dreyma og gat ekki afborið að sjá hann þjást. Hún laut yfir hann og hristi hann til. „Marc, Marc, vaknaðu!" Hann hljóðaði upp og lá hreyf- ingarlaus í eitt augnablik. Síðan opnaði hann augun, hægt og var- lega. „Annie?“ Hún varpaði öndinni fegin því, að þessi hræðilegu hljóð væru þögnuð. „Þú varst með martröð." Hann var kófsveittur og náföl- ur í framan. Annie langaði til þess að strjúka úfið hárið frá enninu á honum, taka hann í fangið og hugga hann eins og lítið barn. „Hrópaði ég hátt?“ Hann brosti afsakandi. „Fyrirgefðu, þetta kemur sem betur fer ekki oft fyrir, en stundum er draum- urinn bara svo óhugnanlega raun- verulegur.“ Hann leit á klukkuna á náttborðinu. „Hvað er klukk- an?“ „Hún er að ganga sex.“ Hún spurði ekki hvað hann hafi verið að dreyma og hann gaf enga skýr- ingu. Hún var viss um að þau dreymdi sömu draumana. Hún vissi ekki hvernig eða hvers vegna en hún var ekki í nokkrum vafa um að svo hafi verið. Hún hafði enga löngun til þess að ræða við hann um drauminn, það var nógu slæmt að muna hann. Skelfingin og sorgin sátu ennþá í huga henn- ar og hún gat ímyndað sér að draumur hans hefði verið síst betri. „Mér þykir leiðinlegt að hafa vakið þig." Marc brosti afsak- andi, settist upp í rúminu og greiddi fingrunum í gegnum úfið hárið. Annie sá sér til mikillar skelfingar að hann var nakinn undir sænginni. Hún flýtti sér að líta undan en ekki fyrr en hún hafði séð útiteknar axlirnar og vöðvastælta, loðna bringuna. Djúpt innra með henni hljóm- aði trumbusláttur, þungur, takt- fastur og krefjandi. „Ég ætla að fara niður og hita handa okkur kaffi,“ sagði hún veikum rómi. Hún varð að kom- ast í burtu áður en hann áttaði sig á því hvernig henni leið. Eldrauð í kinnum ætlaði hún að flýta sér í burtu en Marc var fljótari. Hann greip um handlegg- inn á henni, togaði hana að sér og hún féll niður á rúmið með hræðsluópi. Hún reyndi að setjast upp en hann félt henni fastri. Hann horði í villt augu hennar. „Mig dreymdi þig í nótt, Annie.“ „Mig langar ekki að heyra það!“ Hún roðnaði enn meira þegar hún rifjaði upp sinn eigin draunt. „Annie,“ sagði hann hásri röddu. Hann laut niður að henni og hún reyndi að ýta honum frá sér. Mótmælin dóu í hálsinum á henni þegar tunga hans braut sér leið inn fyrir varir hennar. Heit- ur kossinn kom henni til að gleyma öllum góðum áformum og skynsemi. Hún var hjálparvana og vissi ekki lengur hvort hún var stödd í draumi eða raunveruleika. Nú- tíðin og fortíðin sköruðust. Hún gerði sér ekki grein fy rir því hvort þau lægu ofan á rúminu hans eða í skógarrjóðri, hvort nóttin var köld vornótt eða heit sumarnótt. Það eina sem hún vissi var að hún var að kyssa manninn sem hún elskaði núna, hafði elskað áður fyrr og kæmi alltaf til með að elska. Líkamar þeirra voru sam- stilltir eins og þau hefðu elskast alla tíð. Hún fann hvernig hjartað ham- aðist í brjósti hans. Andardrátt- ur hans var þungur og óregluleg- ur. Hana hryllti við þegar hún hugsaði um drauminn. Hún sá fyrir sér leitarljósin lýsa upp skuggalegan skóginn og heyrði skotin frá vélbyssunum. Hún öskraði í hljóði. Ég elska hann, hugsaði hún og greip um hálsinn á honum og lyfti andlitinu til þess að taka á móti kossum hans. Ef hann deyr vil ég fá að deyja með honum. Var það þannig sem ömmu hennar hafði liðið þegar breski flugmaðurinn var drepinn? Henni brá. Hvað er ég að hugsa? Sannleikurinn er sá að ég er farin að trúa hverju orði sem hann segir, en hvaða sannanir hef ég? Hvernig get ég vitað nema allt sem hann segir sé ekkert ann- að en tóm ímyndun? Hún mundi vonbrigðin sem hún hafði orðið fyrir þegar hún vaknaði upp af draumnum. Aft- ur var hún haldin þeirri sömu til- finningu. Hún var heit og köld til skiptis. Marc leit á hana angistaraug- um, augu hans voru rök eins og þau væru full af tárum. „Bráðum get ég ekki lengur haldið aftur að mér, Annie. Þú verður að gera upp hug þinn. Ég sagðist ekki vilja neyða þig til þess að gera eitthvað sem væri þér á móti skapi, og ég stend við það, en ég þrái þig svo mikið. Leyfðu mér að elska þig.“ „Ég þekki þig varla," hvíslaði hún. „Ég sá þig fyrst í gær. Hvað veit ég um þig? Ég veit ekki hvað þú gerir, hvar þú býrð, hver þú ert í raun og veru. Hvaða sannanir hef ég fyrir þvíaðþúsértaðsegja mér sannleikann?" Hann leit í augu hennar og sagði hljóðlega: „Ég er eina sönn- unin sem þú hefur, Annie. Ann- að hvort trúir þú mér eða ekki. 44 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.