Vikan


Vikan - 15.08.2000, Síða 45

Vikan - 15.08.2000, Síða 45
Þórunn Stefánsdóttir þjddi Lífið er ekki dómstóll sem þarfn- ast sönnunargagna, lögmanna, kviðdómenda og dómara. Við verðum að treysta eigin dóm- greind. Ég er sannfærður um það að ég hef lifað áður, ég tel mig muna vissa atburði úr fyrra lífi og sérstaklega mánuðina áður en ég dó. Ég hef aftur á móti engar sannanir fyrir því, ekki frekar en ég hef sannanir fyrir því að þú sért amma þín endurborin og að við höfum átt í ástarsambandi. Það er undir þér komið h vort þú trúir því eða ekki.“ Annie andvarpaði. Hún varð að viðurkenna að hann hafði rétt fyrir sér. Þetta var einfaldlega spurning um tilfinningar og eðlis- ávísun. Hún átti erfitt með að henda reiður á tilfinningum sín- um. Hún gat ekki fundið réttu orð- in til þess að segja allt það sem hana langaði að segja við hann. Hún þrýsti sér að honum og kyssti hans. Varir hennar könnuðu lík- ama hans, húð hans var sölt und- ir tungu hennar. Hún hafði gert það sama í draumnum og hún gat varla beðið þess að halda áfram þar sem frá var horfið. Hana langaði að snerta líkama hans öðruvísi en hún hafði snert nokkurn áður. ,,Annie ... ástin mín...“ hvísl- aði hann þegar varir hennar leit- uðu niður eftir líkama hans. Þannig höfu þau elskast í draumnum. Draumurinn og raunveruleikinn runnu saman í eitt. Hún var hömlulaus og ófeim- in og stunur hans urðu hærri og villtari. „Við þurfum ekki á þessum að halda!“ hvíslaði hann og klæddi hana úr náttkjólnum. Hann lét hann falla á gólfið án þess að taka augun af Annie. Augu hans gældu við líkama hennar. Hún sveigði líkama sinn á móti hon- um. Þetta var það sem hún hafði þráð og beðið eftir. Hún gaf frá sér sársaukakvein. „Meiddi ég þig?“ spurði Marc og leit hræðslulega á hana. „Nei, haltu áram, hvíslaði hún. Hún var knúin áfram af löngun sem varð að fullnægja. Marc reyndi aftur og Annie beit sig í vörina til þess að kæfa sársaukastunu. En líkami henn- ar kom upp um hana. Marc lá hreyfingarlaus ofan á henni. „Hefur þú aldrei verið með karlmanni áður?“ hvíslaði hann. „Það skipti ekki máli ... ekki hætta, Marc gerðu það“ ... sagði hún kjökrandi og þrýsti sér að honum. „Ég vil ekki meiða þig, ástin mín," sagði hann áhyggjufullur.. „Þú meiðir mig ekki, ekki hætta...“ Marc horfði ákveðinn á hana. „Meðan ég er hræddur um að meiða þig fáum við hvorugt ánægju út úr þessu, Annie,“ sagði hann og lagðist við hliðina á henni. Örvæntingin skein úr andliti hennar. „Einhvern tíma verð ég að missa meydóminn, hvers vegna ekki núna?“ „ Vegna þess, ástin mín, að ég er ansi hræddur um að ég sé ekki fær um að gera neitt í málinu eins og er,“ sagði hann þurrlega og hún leit niður eftir líkama hans og hló feimnislega. „Ég sé hvað þú átt við. Var það vegna þess að ég gat ekki.... Ó Marc, mér þykir þetta svo leið- inlegt.“ „ Astin er eins og tónlist,“ hvísl- aði hann. „Stundum verður mað- ur að nota hugmyndaflugið og semja ný tilbrigði við stefið.“ Hann laut yfir hana og snerti hana blíðlega. Hann kyssti hana á hálsinn og brjóstin og Annie titraði þegar hún fann heita, raka tungu hans gæla við hana þar sem líkami hennar hafði hafnað hon- um. Annie missti stjórn á sér, villt- ar tilfinningar tóku yfirhöndina, höfuð hennar kastaðist til á kodd- anum, hún hrópaði upp og gleymdi öllu nema þessari trylltu þörf. Henni fannst hún vera að falla fram af klettabrún og svífa gegnum landslag, sem var fal- legra en hún hafði áður augum lit- ið. Á eftir leið Annie eins og prinsessu í ævintýri. Henni fannst hún geta sofið í hundrað ár. En munurinn var sá að hér var ekk- ert þyrnigerði, engin vond norn og prinsinn var hjá henni. Þau lágu þögul í langan tíma þangað til hún hvíslaði. „Þakka þér fyrir.“ „Mín var ánægjan,“ sagði hann og hló hljóðlega. „Er ekki lengra síðan?“ Henni fannst hún hafa verið hjá honum alla tíð og hafði alls enga löngun til þess að fara frá honum. „Nei, það er ekki lengra síðan,“ svaraði hann alvarlega. Hún kyssti hann á brjóstið, var- ir hennar voru rakar og heitar á skinni hans. „Leyfðu mér að gera það sama fyrir þig.“ „Ekki núna, Annie,“ sagði hann og kyssti hana á kinnina. „Mér þykir leitt að þurfa að segja það, en við erum að verða of sein. Við verðum að fá okkur morg- unmat áður en við leggjum af stað til Parísar.“ „Núna strax?“ Hann brosti stríðinislega. „í gær gastu varla beðið eftir því að komast héðan.“ „Hún andvarpaði. „Tíminn er undarlegt fyrirbæri. Við þekkt- umst ekki einu sinni fyrr en í gær og nú finnst mér eins og ég hafi þekkt þig allt mitt líf." „Öll okkar líf," leiðrétti hann og henni brá í brún. Ó Marc, ef ég bara vissi...“ „Hvort það er satt?“ Hann horfði ákveðinn í augun á henni. „Það er heilagur sannleikur, Annie.“ „Ég veit að þú ert ekki í nokkrum vafa en ég er það aftur á móti. Mig langar að trúa þér, Vikan 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.