Vikan


Vikan - 15.08.2000, Síða 52

Vikan - 15.08.2000, Síða 52
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Blæðingatruflanír eða tíðaverkir eru algengt vandamál sem margar konur glíma við í hverjum mánuði. Mörg ráð eru til við tíðaverkjum, bæði gömul húsráð, lyf og náttúrulegar aðferðir. Hér á eftir fara nokkur góð ráð gegn tfða- verkjum fyrir hær konur sem vilja nota náttúrulegar aðferðir. Þegar tíðir hefjast dragast legvöðvarnir saman og þrýsta slímhúðinni þar út. Þessi samdráttur orsakast af efnum sem líkjast hormónum og kallast prostaglandín. Ef líkaminn framleiðir of mikið af þessu efni verða samdrætt- irnir ákafir og valda sársauka eða krampa í neðri hluta kviðarhols eða mjóbaki. Stundum fylgir einnig ógleði eða niðurgangur. Hægt er að lina þessar þrautir með jógaæfingum sem fá þig til að slaka á og gleyma verkjunum. Einnig er gott að taka 100 g af kvöldvorrósarolíu og E- vítamín á hverjum degi til að koma í veg fyrir tíðaverki. Sumum konum finnst gott að drekka te úr hindberjar- laufi eða engifer en aðrar segja að gott sé fara í volgt bað rétt áður en blæðingar hefjast og blanda kúmenolíu út í það. Flestum finnst gott að láta nudda sig og nudd getur gagnast vel við tíðaverkjum sem og öðrum verkjum. Svo- kallað Shiatsu- þrýstipunkta- nudd hefur reynst vel við tíða- verkjum en þá eru nuddaðir næmir staðir á fótum, fót- leggjum, á kviðarholi og með- fram lendarliðum. Öryggið í fyrirrúmi Þótt náttúrulegar aðferðir geti reynst vel við þessar að- stæður er rétt að leita læknis ef blæðingar, sem áður verið verkjalausar, fara að valda verkjum því slíkt gæti bent til sjúkdóma eins og legslímu- flakks, sem einkennist af því að flygsur úr legslímuhúðinni fara að vaxa í grindarholinu og bregðast við hormónum sem stjórna tíðahringnum. Einnig er rétt að leita lækn- is ef blæðingar aukast skyndi- lega. Slíkt kann að vera merki um sýkingu, bólgur eða aðra kvilla í slímhúð legsins eða truflun á hormónastarfsemi. Leitið einnig alltaf til læknis ef það blæðir á milli tíða. Asatíðir Mjög miklar blæðingar eru kallaðar asatíðir og orsakast venjulega af sléttvöðvahnút- um sem eru góðkynja æxli í móðurlífinu. Talið er að fimmtungur kvenna yfir þrí- tugu hafi sléttvöðvahnúta og margar þeirra vita ekki af þeim fyrr en þeir uppgötvast við skoðun. Þótt þeir geti valdið mjög miklum blæðing- um eru þeir ekki til vandræða að öðru leyti og breytast mjög sjaldan í krabbameinsæxli. Kvenhormónið estrógen örvar vöxt sléttvöðvahnúta en framleiðsla estrógens í lík- amanum fer meðal annars eftir því hversu mikla fitu konan borðar. Einkenni asablæðinga eru að þær eru svo miklar að venjuleg bindi eða tappar duga ekki og því geta þær valdið miklum óþægindum. Konur sem þjást af asa- blæðingum ættu að neyta fitu- snauðs fæðis sem byggist að mestu leyti á ávöxtum, græn- meti og mjölva því það getur dregið úr estrógenframleiðsl- unni og þar með minnkað blæðingarnar. Annað ráð til að minnka þær er að borða fæðu sem er auðug af C-vítamíni og P- vítamíni eins og sítrusávext- ir, apríkósur, tómatar, spergilkál, paprikur, kirsuber og rósaber. Fyrirtíðakvillar Sumir rugla saman tíða- verkjum, sem konan hefur oft á fyrstu dögum blæðinga, og fyrirtíðakvillum. Fyrirtíða- kvillar koma fram, eins og nafnið bendir til, áður en blæðingar hefjast og geta meðal annars lýst sér með bjúgi, þrota í húð, eymslum í brjóstum, þunglyndi, spennu, höfuðverk, sykurþörf og geð- sveiflum. Ef þú þjáist af fyrirtíðakvill- um ættir þú að draga úr neyslu á gosdrykkjum, koff- íni, sykri, mjólkurvörum, fitu og hreinsuðum kolvetnum. Gott er að borða mikið af grænu grænmeti og salati og taka B6-vítamín eða B- fjölvítamín, C-vítamím, sink, járn, fólínsýru og kvöld- vorrósarolíu. Með því að halda dagbók um fyrirtíðaeinkenni er hægt að fylgjast grannt með geð- sveiflum og breytingum á hegðun og matarlyst. Þá er einnig mikilvægt að forðast streitu því hún getur magnað einkennin og stunda líkamsrækt því hún getur dregið úr einkenninum. Tíðahuörf Læknisfræðileg útlistun á tíðahvörfum er sú að tíða- hvörf verði þegar æxlunar- kerfi líkamans hætti starfsemi sinni, eggjastokkarnir visni og framleiðsla estrógens minnki þótt framleiðsla estrógens haldi áfram í nokkur ár eftir tíðahvörf. Algeng einkenni tíðahvarfa eru m.a. hitaköst, nætursviti, þurrkur í leggöngum, þvag- leki, þunglyndi, gleymni, óskýr hugsun, kvíði, einbeitn- ingarskortur, almenn vanlíð- an, þreyta og þrekleysi. Hægt er að gera ýmislegt til að draga úr þessum einkenn- um. Skynsamlegt er að vera í fötum úr bómull eða öðrum 52 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.