Vikan


Vikan - 15.08.2000, Page 53

Vikan - 15.08.2000, Page 53
náttúrulegum efnum og nota ekki rúmföt úr gerviefnum til að koma í veg fyrir hitaköst. Næringarfræðingar geta mælt með kvöldvorrósarolíu, B6-vítamíni og kalki til að auka vellíðan. Einnig er ráð- legt að forðast kryddaðan mat, reykingar og kaffi eða áfengi síðla kvölds. Hollt mataræði skiptir einnig miklu máli. Nauðsyn- legt er að borða kalkríkan mat, svo sem jógúrt, undan- rennu, spínat, kotasælu og epli til að draga úr hættu á beinþynningu. Góðar olíur Hægt er að draga úr þurrki í leggöngum með því að nota jojoba-olíu fyrir samfarir. Einnig er hægt að bæta nokkrum dropum af svokall- aðri laufskálafléttutrésolíu til að draga úr þessum kvilla. Ef vanlíðanin er sálræns eðlis getur verkað róandi að nota olíu af sítrónugrasi eða rósaolíu út í bað. Fyrir þær sem þora geta nálastungur bæði dregið úr tíðarverkum og sumum ein- kennum tíðahvarfa eins og kvíða, þunglyndi, geðsveifl- um, hitaköstum og bakverk. Heimild: Heilsubókfjöl- skyldunnar. Talið er að fimmtungur kvenna yfir þrítugu hafi slétt- vöðvahnúta og margar þeirra vita ekki af þeim fyrr en þeir uppgötvast við skoðun. Þótt þeir geti valdið mjög miklum blæðingum eru þeir ekki til vandræða að öðru leyti og breytast mjög sjaldan í krabbameinsæxli.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.