Vikan


Vikan - 15.08.2000, Page 58

Vikan - 15.08.2000, Page 58
misímmgsmmsai^^m Presturinn notfærði sér vanlíðan mína Sumarið sem ég uarð átján ára fór ég ásamt uínkonu mínni að uinna á hóteii úti á landi. ÆuintýraHráin rak okk- ur bangað og tilhugsunín um að uinna á uínsælum ferða- mannastað fannst okkur mjög spennandi. Fljótlega eftir að uið komum á staðínn uarð mér híns uegar Ijóst að einn íbúanna á staðnum heillaði mig mun meíra en peír ferðamenn sem áttu leið um. Eftir sumaríð uar ég orð- in yfir mig ástfangin og mér leið hræðilega illa þegar ég þurfti að kueðia elskhuga minn. Uíð sórum að halda sambandi og tryggð huort uið annað en ég uar hrædd um að okkur tækist það ekkí. Fyrsti mánuðurinn heima var mér mjög erfiður. Ég hringdi á hverjum degi í Egil og skrifaði honum ótal ástar- bréf. Hann var ekki jafndug- legur að skrifa en hringdi eins oft og ég. Allan veturinn tókst okkur að halda sambandi okkar gangandi þótt hann væri í öðrum landshluta. Ég útskrifaðist sem stúdent um vorið og fór aftur að vinna á hótelinu. Við Egill vorum saman öllum stundum og mér var orðið ljóst að þetta var maðurinn sem ég vildi eyða ævinni með. Ég hafði skráð mig í hjúkr- unarfræði í Háskólanum um haustið og nú stóð ég frammi fyrir erfiðu vali. Átti ég að yf- irgefa manninn sem ég elskaði og halda áfram námi og taka þá áhættu að sam- bandið þyldi ekki álagið eða átti ég að gefa upp á bátinn starfið sem ég vildi vinna? Við ræddum þetta lengi og niðurstaða okkar var sú að ég færi í Háskólann og við reyndum að rækta samband okkar á sama hátt og við höfðum gert veturinn áður. Mikið voru haustmánuðirnir lengi að líða þennan vetur og mikið voru jólin óvenju ynd- isleg því Egill kom og eyddi þeim með mér heima hjá pabba og mömmu. Drakk meira en honum uar hollt Þriðja sumarið okkar var jafn yndislegt og hin fyrri og veturinn átti að verða álíka dásamlegur því Egill hafði ákveðið að koma suður með mér um haustið og fara í Iðn- skólann. Þetta varð úr en sambúð okkar gekk ekki al- veg jafnvel og ég hafði búist við. Mér sóttist námið vel en Agli gekk fremur illa. Hann var illa undirbú- inn úr grunnskóla og átti erfitt með að standast kröfur í tungumálum og stærð- fræði en verklegu fögin voru honum leikur einn, enda verklaginn og duglegur. Hann var oft niðurdreginn út af þessu og þegar ég reyndi að segja honum til fannst honum ég sýna sér hroka og leiðindi. Egill drakk líka meira en ég taldi hollt því hann fór um hverja helgi eitthvað út og kom drukkinn til baka. Stundum fór ég með og reyndi þá að halda í við hann þegar mér fannst hann drekka of mikið en hann tók því svo illa að ég gafst fljót- lega upp á að segja nokkuð. Þannig liðu næstu þrjú árin. Við Egill bjuggum hjá for- eldrum hans á sumrin og hann vann við fag sitt en ég á hótelinu. Á veturna vorum við í námi og bjuggum í leigu- húsnæði víða í Reykjavík. Eg- ill vildi að við flyttum heim til hans þegar við hefðum bæði lokið námi og það varð úr. Ég kunni ágætlega við mig á staðnum og þekkti þar orð- ið hvern mann. Auðvelt var fyrir mig að fá starf við mitt hæfi og hann hafði sömuleið- is nóg að gera. Okkur gekk vel að koma upp þaki yfir höf- uðið og fyrsta barnið okkar fæddist stuttu eftir að við fluttum inn. Við eignuðumst síðan tvo drengi með rétt rúmlega árs millibili þannig að ég hafði varla tíma til að hugsa um annað en dagleg skyldustörf. Vinahópur Egils var stór og þar tíðkaðist að skemmta sér um helgar. Eftir að börnin fæddust fannst mér ég ekki geta tekið þátt í slíku og því var ég oftast ein heima flest- ar helgar meðan Egill var í partíum og á böllum. Hann kom stundum ekki heim fyrr en undir morgun og var auð- vitað svo illa haldinn af timb- urmönnum allan daginn að hann lá fyrir. Undir kvöld fór hann venjulega að hressast og var yfirleitt farinn út aftur á laugardagskvöldum. Mér var orðið ljóst að hann drakk meira en góðu hófi gegndi og að drykkjan var stöðugt að aukast. Leitaði í öruæntingu til prestsins Ég reyndi að tala við hann en hann taldi drykkjuna ekki vandamál. í hans augum var ég þrasgjörn kerling sem var orðin miðaldra fyrir aldur fram. Pabbi hans og mamma drukku um hverja helgi og höfðu alltaf gert og það þótti sannarlega ekki tiltökumál þar um slóðir. Honum fannst foreldrar mínir forpokaðir og gamaldags því þar var aldrei haft vín um hönd nema á stór- hátíðum eða ef gestir komu í mat. Ástandið á heimilinu varð sífellt verra og mér leið mjög illa. Ég íhugaði skilnað mjög mikið á þessum tíma en innst inni vissi ég að ég vildi ekki yfirgefa manninn minn því ég elskaði hann. Ég gat enga lausn fundið hvernig sem ég velti málinu fyrir mér og að lokum var ég orðin svo örvæntingarfull að ég leit- aði til sóknarprestsins eftir ráðum og stuðningi. Hann var ákaflega hlýr og góður við mig og við töluðum lengi saman í þetta fyrsta sinn. Hann taldi best að ég kæmi oftar og við reyndum í sam- einingu að finna lausn. Ég fann að það hafði gert mér gott að tala um vandamál mín og það að segja einhverjum í Hann skammaði mig fyrir að sinna sér og heimílinu illa og ásakaði mig um framhjáhald. 58 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.