Vikan


Vikan - 15.08.2000, Page 60

Vikan - 15.08.2000, Page 60
Kaffi?-Nel Það líður tæpast suo flagur að fólk fái ekki að heyra hvað ohollt sé að drekka kaffi. Kaffi hetta og kaffi hitt! Nú sýna rannsóknir hins vegar að kaffi er kannski ekki eins slæmt fyrir okkur og talið hefur verið. = nýlegri skoðanakönnun E ! i sem gerð var í Bandaríkj- “ i i unum kemur í ljós að 2/3 ^ * fullorðinna þar í landi drekka kaffi reglulega. ^ Árum saman hafa heilbrigðis- Z samtök út um allan heim lagt ■S mikla áherslu á að kynna fólki " slæmu hliðarnar á kaffidrykkj- "ö> unni og koffínneyslu almennt. « Sagt er að afleiðingar mikillar ? kaffidrykkju geti verið kvíði, m fósturmissir, svefnleysi, uppþorn- un og ýmsir aðrir kvillar. Á sama •o tíma sýna niðurstöður rannsókna m að kaffi sé að sumu leyti einung- « is góður heilsudrykkur. Hér á eftir er talið upp ýmis- legt bæði með og á móti kaffi- drykkju. Hver og einn getur svo gert upp hug sinn hvort kaffi sé gott eða slæmt fyrir líkama og sál. Sitthvað aott um kaffi Kaffi getur komið í veg fyrir gallsteina. Gallsteinar eru hnúðar sem myndast í gallblöðrunni og eru að mestu leyti uppsafnað kól- esteról. í rannsókn sem gerð var við Harvardháskólann í Bandaríkj- unum, þar sem fylgst var með rúmlega 46.000 karlmönnum í 10 ár, kom í ljós að 40% minni hætta er á því að karlmenn, sem drekka tvo til þrjá bolla af kaffi á dag, fái gallsteina heldur en þeir sem ekki drekka kaffi. Pessar niður- stöður voru birtar í Journal of the American Medical Association. Þetta er þó ákveðnum skilyrð- um háð: Það er aðeins gagn í kaffidrykkjum sem innihalda koffín, ekki koffínlausum eða koffínlitlum drykkjum eins og til dæmis kóki (sem hefur lægra koffíninnihald en kaffi). Rann- sóknarfólk telur að kaffi og koff- ín hjálpi gallblöðrunni að hreinsa sig og komi þannig í veg fyrir að kólesteról myndist sem er upphaf gallsteina. Kaffi getur minnkað líkur á ristilkrabba. Nokkur atriði leiða til þess að kaffidrykkja geti komið í veg fyr- ir ristilkrabba. Það gæti verið þáttur í efnabyggingu kaffis sem stoppar útbreiðslu krabbameins- frumna, eða þá einfaldlega það að kaffi virkar eins og hægðalyf, það hjálpar ristlinum að hreinsa sig. (Almennt gildir sú regla að því oftar sem fólk hefur hægðir því minni líkur eru á ristil- krabba.) Samkvæmt 17 rannsóknum sem gerðar hafa verið á síðast- liðnum 40 árum hefur sama munstrið komið í ljós: Það er 34% minni hætta á að fólk sem drekkur fjóra eða fleiri bolla af kaffi á dag fái ristilkrabba held- ur en fólk sem drekkur sjaldan eða aldrei kaffi. Kaffi getur hjálpað fólki að leysa vandamál. Þar sem kaffi örvar miðtauga- kerfið getur það aukið starfsemi heilans í sumum til- fellum. Rannsóknir sýna að einn til tveir kaffibollar geta auk- ið einbeitni og áhuga. Samkvæmt breskri rannsókn sem fór fram á síð- asta ári var það fólk sem drakk kaffi sneggra að meðtaka nýjar upplýsingar og berjast gegn þreytu heldur en það fólk sem drakk koffín- lausa drykki. Kaffið bætti þó ekki minni eða skap kaffifólksins. Kaffi heldur fólki vakandi. Allir þeir sem hafa þurft að vaka heila nótt vita það að kaffi kemur í veg fyrir að fólk sofni. Þess vegna innihalda pillur eins og NoDoz um 200 mg af koffíni, jafn mikið og 340 ml af kaffi eða 1850 ml af kóki). Rannsóknir sýna að kaffi getur aukið við- bragðsflýti og hjálpað fólki að vaka. Kaffi getur bætt frammi- stöðu ípróttafólks. Þau örvandi áhrif sem koffín hefur á líkamann hjálpar fólki í íþróttum. Áhrifin geta bætt frammistöðuna. Þess vegna hef- ur ólympíunefndin sett takmörk á kaffidrykkju íþróttamanna fyr- ir mót. íþróttamenn mega ekki hafa meira en 12 mcg af koffíni í einum ml af þvagi. Það jafngild- ir því að drekka um sex til átta kaffibolla á einum til tveimur klukkutímum. Koffín getur auk- ið þol fólks svo um munar. Til að finna mun á sér þarf manneskja aðeins að drekka einn bolla af sterku kaffi. Sitthuað slæmt umkaffi Kalti veikir beinin. Kalk er nauðsynlegt fyrir bein- in og heilsuna. Koffín eykur það magn kalks sem fer út úr líkam- anum með þvagi og minnkar þar af leiðandi kalkmagnið sem fer til líkamans. Ef mataræði fólks sam- anstendur af kalkríkri fæðu þol- ir líkaminn einn til tvo bolla af kaffi á dag. En þar sem fólk, sér- staklega konur, virðist ekki fá það kalkmagn sem það þarf, er nauðsynlegt að passa sig. Sam- kvæmt matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna er nauðsynlegt að fá 40 mg af kalki til að vega upp á móti hverjum kaffibolla sem drukkinn er. Koffín getur líka valdið því að önnur mikilvæg efni fari úr líkamanum með þvagi og nýtist þar af leiðandi ekki sem skyldi, svo sem járn, magnesíum, fosfór, kalín og natríum. Kaffi getur haft slæm áhrif á ófrískar konur. Alvarlegustu áhrif koffíns koma fram í tengslum við æxlun fólks. Talið er að kaffidrykkja geti valdið ófrjósemi, fósturmissi, fyrirburafæðingum, fæðingar- göllum og vöggudauða. I nýlegri rannsókn, sem birt var í New England Journal of Medicine, kom fram að það að drekka sex bolla eða fleiri á dag getur aukið líkur á fósturmissi um helming. Þótt margt sé enn óvíst hvað þetta snertir, er víst að koffín berst auðveldlega í gegnum fylgj- una til fóstursins og að koffín get- ur komið fram í brjóstamjólk. Heilbrigðiseftirlit Bandaríkj- anna hefur þar af leiðandi ráðlagt þunguðum konum, í tuttugu ár, að drekka sem allra minnst af kaffi eða koffíndrykkj- um. Kaffi getur ualdið hækkuðum blóð- hrýstingi og auknu kólesteróli. Koffín er örvandi efni - og þess vegna vinsæll drykkur til að vekja fólk á morgnana. Þar sem hann er svona 60 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.