Vikan


Vikan - 29.08.2000, Page 2

Vikan - 29.08.2000, Page 2
Tveir félagar sem áttu verslun saman ákváðu að hafa alltaf út- sölu í gangi til að laða til sín viöskiptavini. Þeir settu ein- hverja hluti á útsölu í hverj- unr mánuði og það var al veg sama hvað var í boði, alltal' kom furðuleg, gömul kona og keypti eitt stykki. Félagarnir voru farnir að henda gaman að konunni á laun. Svo kom að því að þeir ákváðu að breyta til og hætta útsölunum. Þrátt fyrir það kom gamla konan og gekk beint að „út- söluhorninu“ í búðinni. Flún leit í kringum sig og spurði hvað væri á útsölunni núna. Mennirnir tveir glottu hvor fram- an í annan og annar svaraði. „Það eru asnar“. Gamla konan leit á þá og sagði: „Það hlýtur að ganga vel hjá ykkur í þessum mánuði fyrst það eru bara tveir eftir.“ Breti, Skoti og íri fóru saman á pöbbinn og fengu sér sína kolluna hver. Þegar þeir voru sesti komu þrjár flugur og lentu í bjórkollun um þeirra. Það varð uppi fótur og fit við borðið; Bretinn tók sína kollu og hellt bjórnum í vaskinn en Skotinn hljóp og náði sér í skeið, veiddi fluguna upp úr og fékk sér síðan sopa. Irinn stakk fingrunum nið ur í kolluna, tók fluguna upp á öðrunr vængnum, hristi hana og öskraði „Skyrptu þessu út úr þér, strax! Hvað er það sem hefur fjóra fætur en engin eyru? Hundur Mike Tysons. Maður nokkur fór með hundinn sinn út að ganga. Hanr gleymdi sér augnablik í garðinum og fyrr en varði var hund urinn stunginn af. Maðurinn var gersamlega miður sín og hljóp út á gangstéttina til að leita að hundinum. Hann stökk að konu sem kom gangandi í áttina að honum, greip um axlir hennar og spuröi með æðisglampa í augum: „Sástu nokkuð terríer- tík á leiðinni? Ég er búinn að týna henni!“ Konunni brá og hún stundi upp: „Ég veit það ekki, ég þekki ekki þessa japönsku bíla í sundur“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.