Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 11
um Njáluslóðir og upplifa
söguna eins og hún birtist í
landslaginu. Magnús Finn-
bogason bóndi í Austur-
Landeyjum er leiðsögumað-
ur í þessum ferðum og hann
þekkir ekki bara Njálu, eins
og páfinn Bíblíuna, heldur
kann hann að krydda ferðina
með frásögnum af mönnum
og málefnum í sveitinni. Til
að útskýra fyrir ferðafélögum
sínum hversu mismunandi
fólk metur fréttir segir Magn-
ús sögu af félagsmálafrömuði
nokkrum sem eitt sinn bjó á
tilteknum bæ þar í sveit. Líkt
og aðrir sem helga vilja líf sitt
því að gera samborgurum sín-
um lífið léttara reyndust fé-
lagsstörfin honum tímafrek
og kölluðu hann oft frá búi
sínu. Einhverju sinni var
tengdafaðir hans, sem kúrði
í horninu hjá honum, spurður
frétta. Sá gamli hélt það nú að
ýmar fregnir væri að hafa þar
úr nágrenninu og meðal ann-
ars þær að veður höfðu verið
svo vond þar um slóðir að
tengdasonur hans hafði ver-
ið veðurtepptur heima í þrjár
nætur. Þetta segir okkur að
það getur blásið á Rangár-
völlum ekki síður en við sjáv-
arsíðuna.
Magnús nefnir það einnig
að þegar leikskóli var stofn-
aður í sveitinni hefði hann
haft það á orði við sveitunga
sína að skólinn væri líklega að
mestu tilkominn til þess að
gefa mönnum færi á að ljúka
því í eftirmiðdaginn sem ekki
hefði gefist tóm til að koma í
verk að morgninum. Magnús
reyndist í þessu sem mörgu
öðru hafa rétt fyrir sér því
barneignir voru tíðari árið
eftir að leikskólanum var
komið á fót en verið hafði hin
fyrri ár.
Skýring á bogfimi Gunn-
arsP
Ýmislegt fleira flýgur um
sveitina því á Bergþórshvoli
býr Eggert Flaukdal, fyrrum
þingmaður, og í næsta húsi við
hann er nú í sérverkefnum
séra Gunnar Björnsson, síðast
sóknarprestur í Holti. Sagt er
að þegar þeir mættust fyrst á
förnum vegi, grannarnir, hafi
Eggert sagt við Gunnar að þar
mættust misskildir menn.
En á Rangárvöllum bjuggu
sögupersónur Njálu og
Magnús bendir á að gróður-
far hafi mikið breyst á svæð-
inu vegna sandfoks og upp-
blásturs síðan á söguöld. Þótt
rangæskir bændur hafi unnið
mikið starf við uppgræðslu
verða ferðalangar að reyna
að gera sér í hugarlund hvern-
ig landið muni hafa litið út
með töluvert meiri gróður-
þekju en nú er. Til að mynda
við Knafahóla verður aðeins
skiljanlegt hvernig þrjátíu
menn gátu veitt Gunnari og
bræðrum hans þar fyrirsát sé
þykkri gróðurþekju bætt ofan
á melhólana litlu sem þar eru
nú. Mannabein sem fundist
hafa í nágrenninu og örvar-
oddar styðja að þar hafi ein-
hvern tíma í fyrndinni verið
barist. Kinga með lagi sem
þekkt er frá Noregi fannst
sömuleiðis þar í nágrenninu
og Magnús minnir á að Þórir
Austmaður var eggjaður til
að fylgja Agli af húsfreyju
hans. Þórir vissi að það myndi
kosta hann lífið en hann fór
samt og samkvæmt sögunni
mun hann hafa borið beinin
við Gunnarsstein. Kannski er
það kinga hans sem þar varð
eftir og fannst nokkrum öld-
um síðar. Um það getur
landslagið ekki vitnað.
Magnús nefnir einnig þá at-
hyglisverðu staðreynd að á
tímum Gunn-
ars á Hlíðar-
enda hafi að-
eins verið
þekktar tvær
gerðir af bog-
um. Annar
kallaðist hún-
bogi og var
dreginn upp
með bein-
hring. Hún-
bogar voru
mun lang-
drægari en hin
bogategundin
og í nágrenni
Gunnars-
steins hefur
einnig fundist
beinhringur
með hjartar-
myndum.
Hann hefur
löngum verið
talinn tengjast
Hirti bróður
Gunnars en
íslenskur
áhugamaður
um söguna
benti á að beinhring-
ir af þessari tegund eru vel
þekktir í Austurlöndum eink-
um Kína. Þar eru þeir enn
þann dag í dag notaðir til að
draga upp húnboga sem enn
munu vera þar í notkun. Ef
til vill er þarna komin skýr-
ingin á bogfimi Gunnars á
Hlíðarenda. Hann átti ein-
faldlega betra tæki en hinir.
Merki byggt á Tröllaskóg-
arnælunni
Við bæjarstæðið á Berg-
þórshvoli blasir við ein þver-
sögn í sögunni. Sagt er að
Flosi hafi riðið með menn
sína inn í dal sem var í hvoln-
um og þar hafi þeir bundið
hesta sína. Dalur þessi er tæp-
ast nema laut eða lægð svo
erfitt er að gera sér í hugar-
lund að þar hafi verið hægt að
leyna heilum flokki manna og
hesta. Aftur verður fólk að
reyna að ímynda sér hvernig
landshættir kynnu að hafa
verið á þjóðveldisöld og leita
þar skýringa. Helst mun það
þó eiga við um þá sem telja að
sagan sé sönn og vilja styðja
trú sína einhverjum rökum.
Þeir sem meina að Njála sé
skáldsaga verða einnig að
geta í eyðurnar því höfundur
Vikan
11